Dáist að styrkleika eiginkonu sinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 18:45 Eiginmaður ungrar konu sem lamaðist í hjólreiðaslysi fyrr á árinu ætlar að gera allt sem hann getur til þess að koma henni aftur á fætur. Hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon á morgun og hefur safnað áheitum fyrir hátt í þrjár milljónir króna, en fram undan hjá þeim hjónum er kostnaðarsöm endurhæfing í Bandaríkjunum. Hann dáist að þrautseigju konu sinnar og segir stuðninginn hafa borið hana hálfa leið.Enginn háskaleikur Lára Sif Christensen, sem er 29 ára verkfræðingur og flugmaður, lenti í slysinu í maí síðastliðnum. Hún var á fjallahjóli með hjólahópi sínum í Öskjuhlíð þegar hún datt af hjólinu og lenti illa á bakinu, með þeim afleiðingum að hún varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan brjóst.Lára er komin inn á sjúkrahús í Denver þar sem hún fer í endurhæfingu. Heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er kostnaðarsöm, og safna nú yfir eitt hundrað aðstandendur hennar áheitum.„Hún segist ekki hafa verið á neinni ferð þannig að það var enginn háskaleikur í gangi. Það var ekki skráma á hjólinu, ekkert á hjálminum, og í raun ekki skráma á henni fyrir utan brotinn hrygg,“ segir Leifur Grétarsson, eiginmaður Láru. Leifur segir Láru hafa tekist vel á við meiðslin, og bætir við að hún geri allt sem hún tekur sér fyrir hendur vel, hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. „Hún er brjálæðislega mikil afrekskona í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún lærði verkfræði í háskóla og tók svo mastersgráðu í hagfræði. Þegar hún var búin með það og var að undirbúa sig fyrir vinnumarkaðinn þá fannst henni ekki alveg nógu spennandi að vinna við þetta þannig að hún ákvað að verða flugmaður, eins og pabbi sinn.“ Aðspurður segir hann Láru takast á við þennan breytta veruleika með mikilli þrautseigju. „Hún er bara að upplifa nýjan raunveruleika að vera lömuð og læra að nota hjólastól og læra að lifa daglegu lífi upp á nýtt. Hún er búin að eiga sín veiku móment, eins og er eðlilegt, en ef maður lítur yfir heildina – þessa þrjá mánuði síðan slysið var þá er hún búin að standa sig eins og algjör hetja.“Tekur sjálf þátt í maraþoninuLeifur og vinkonur Láru safna nú fé fyrir endurhæfingu í Bandaríkjunum, en það gera þau með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Söfnunin hefur gengið vonum fram og ætla yfir hundrað manns að hlaupa til styrktar Láru. Þá ætlar Lára sjálf að taka þátt í skemmtiskokkinu, en móðir hennar verður henni við hlið, henni til halds og trausts. Hann segir þennan mikla stuðning hafa gefið Láru mikinn kraft. Þá verði hann ævinlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt þeim lið, sem og íslenska heilbrigðiskerfinu og SEM – samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Stuðningurinn sé ómetanlegur. „Allar kveðjurnar sem eru búnar að berast okkur, bæði í gegnum Hlaupastyrk.is og persónulega, þær styrkja hana og hjálpa henni að komast áfram í gegnum daginn og byrja á þessu risastóra verkefni,“ segir Leifur. Leifur hefur safnað á þriðja milljón króna í áheitasöfnuninni, en í heildina hafa safnast tæplega átta milljónir króna, en hér er að finna styrktarsíðuna. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun. Tengdar fréttir Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43 Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Sjá meira
Eiginmaður ungrar konu sem lamaðist í hjólreiðaslysi fyrr á árinu ætlar að gera allt sem hann getur til þess að koma henni aftur á fætur. Hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon á morgun og hefur safnað áheitum fyrir hátt í þrjár milljónir króna, en fram undan hjá þeim hjónum er kostnaðarsöm endurhæfing í Bandaríkjunum. Hann dáist að þrautseigju konu sinnar og segir stuðninginn hafa borið hana hálfa leið.Enginn háskaleikur Lára Sif Christensen, sem er 29 ára verkfræðingur og flugmaður, lenti í slysinu í maí síðastliðnum. Hún var á fjallahjóli með hjólahópi sínum í Öskjuhlíð þegar hún datt af hjólinu og lenti illa á bakinu, með þeim afleiðingum að hún varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan brjóst.Lára er komin inn á sjúkrahús í Denver þar sem hún fer í endurhæfingu. Heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er kostnaðarsöm, og safna nú yfir eitt hundrað aðstandendur hennar áheitum.„Hún segist ekki hafa verið á neinni ferð þannig að það var enginn háskaleikur í gangi. Það var ekki skráma á hjólinu, ekkert á hjálminum, og í raun ekki skráma á henni fyrir utan brotinn hrygg,“ segir Leifur Grétarsson, eiginmaður Láru. Leifur segir Láru hafa tekist vel á við meiðslin, og bætir við að hún geri allt sem hún tekur sér fyrir hendur vel, hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. „Hún er brjálæðislega mikil afrekskona í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún lærði verkfræði í háskóla og tók svo mastersgráðu í hagfræði. Þegar hún var búin með það og var að undirbúa sig fyrir vinnumarkaðinn þá fannst henni ekki alveg nógu spennandi að vinna við þetta þannig að hún ákvað að verða flugmaður, eins og pabbi sinn.“ Aðspurður segir hann Láru takast á við þennan breytta veruleika með mikilli þrautseigju. „Hún er bara að upplifa nýjan raunveruleika að vera lömuð og læra að nota hjólastól og læra að lifa daglegu lífi upp á nýtt. Hún er búin að eiga sín veiku móment, eins og er eðlilegt, en ef maður lítur yfir heildina – þessa þrjá mánuði síðan slysið var þá er hún búin að standa sig eins og algjör hetja.“Tekur sjálf þátt í maraþoninuLeifur og vinkonur Láru safna nú fé fyrir endurhæfingu í Bandaríkjunum, en það gera þau með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Söfnunin hefur gengið vonum fram og ætla yfir hundrað manns að hlaupa til styrktar Láru. Þá ætlar Lára sjálf að taka þátt í skemmtiskokkinu, en móðir hennar verður henni við hlið, henni til halds og trausts. Hann segir þennan mikla stuðning hafa gefið Láru mikinn kraft. Þá verði hann ævinlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt þeim lið, sem og íslenska heilbrigðiskerfinu og SEM – samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Stuðningurinn sé ómetanlegur. „Allar kveðjurnar sem eru búnar að berast okkur, bæði í gegnum Hlaupastyrk.is og persónulega, þær styrkja hana og hjálpa henni að komast áfram í gegnum daginn og byrja á þessu risastóra verkefni,“ segir Leifur. Leifur hefur safnað á þriðja milljón króna í áheitasöfnuninni, en í heildina hafa safnast tæplega átta milljónir króna, en hér er að finna styrktarsíðuna. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.
Tengdar fréttir Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43 Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Sjá meira
Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43
Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55