Sigríður lýsir köfun í dýpstu sundlaug í heimi: Þindin fer í krampa og hjartslátturinn hægist Stefán Árni Pálsson skrifar 2. ágúst 2017 14:15 Sigríður er hér lengst til vinstri. „Við fórum nokkrir lærðir fríkafara í febrúar til Montegrotto Terme á Ítalíu til að æfa í dýpstu laug í heimi; Y-40 sem er í raun 42 metra djúp,“ segir Sigríður Lárusdóttir, lífeindafræðingur og kafari. Um helgina greindi Vísir frá því að Frakkinn Guillaume Néry hafi kafað niður á botninn í lauginni, en hún er sú dýpsta í heiminum. Eftir að fréttin fór í loftið kom í ljós að fjórir Íslendingar léku þetta eftir fyrr í vetur. Um er að ræða fríköfun án súrefnis. „Við bjuggum á hóteli tengdu lauginni og vorum í æfingabúðum og nýttum æfingar vel. Fjögur okkar fórum niður á botninn og það oftar en einu sinni.“ Sigríður segir að nauðsynlegt sé að byrja á því að gera ákveðnar öndunaræfingar. „Það er gert til að hægja á hjartslættinum og líkamsstarfseminni. Að auki er verið að losa við eins mikið af koltvísýring og hægt er og þannig auka þolið á að vera án öndunar. Þegar maður finnur að stundin er runnin upp til að fara í kaf, þá eru teknir þrír djúpir andadrættir og haldið af stað.“ Sigríður segir að hópurinn hafi æft þrjár mismunandi aðferðir við að komast niður. Hér að neðan má kynna sér þær:1. DNF (dynamic no fin) þar sem synt er niður með áþekkum stíl og bringusundi. 2. DYN þar sem synt er með sérstökum fríköfunarfitum (eru lengri en hefðbundin fit)3. FIM (free immersion þar sem maður dregur sig niður línu án búnaðar. Hér má sjá skýringarmynd hvernig laugin liggur.„Það krefst kunnáttu og æfinga að fara svo djúpt niður, því líkaminn verður fyrir miklum þrýstingi og á 40 metra dýpi eru t.d öll loftrými líkamans 1/5 af rými þeirra á yfirborðinu því þrýstingurinn er fimmfaldur miðað við á yfirborðinu.“ Hún segir að þá þurfi að beita ákveðinni tækni við að þrýstijafna eyrun svo hljóðhimnan rifni ekki. „Þjálfa þarf upp þol til að geta haldið út vaxandi þörf til að anda. Þindin fer í krampa við að reyna sífellt að draga andann og geta þeir verið sársaukafullir. Til að gæta fyllsta öryggis gætum við hvors annars og köfum því ekki án þess að vera með öryggiskafara með okkur.“ Sigríður segir að þeir komi niður á móti kafaranum og fylgjast grannt með hegðun og viðbrögðum þess sem er að koma frá botninum. Hægir á hjartslættinum„Þeir taka svo við kafaranum á yfirborðinu til að sjá til þess að hann andi inn á ákveðinn hátt. Það er vegna þess að við að halda andanum í þetta langan tíma þá hægir á hjartslættinum og blóðflæðið minnkar til útlimanna til að spara súrefnið fyrir mikilvægari líffæri eins og hjarta og heila. Þetta kallast „mammalian diving reflex“. Til að virkja síðan hjarta og æðakerfið á yfirborðinu er nauðsynlegt að taka þrjá röska og djúpa andardrætti.“ Sigríður segir að það hafi verið haldið fyrsta alþjóðlega mótið í fríköfun hér á landi um síðustu helgi. „Keppendur voru frá fimm löndum og dómarar frá fjórum. Fyrir mótið var haldið dómaranámskeið sem nokkrir Íslendingar sóttu og svo var mótið á laugardag og sunnudag og var keppt í 3 greinum; DNF og DYN þar sem keppt er að synda sem flestar ferðir a einum andardrætti og svo var keppt í static þar sem keppendur liggja hreyfingarlausir og reyna að vera sem lengst í kafi.“ Hér að neðan má sjá myndband frá köfun Sigríðar í dýpstu sundlaug heims. Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
„Við fórum nokkrir lærðir fríkafara í febrúar til Montegrotto Terme á Ítalíu til að æfa í dýpstu laug í heimi; Y-40 sem er í raun 42 metra djúp,“ segir Sigríður Lárusdóttir, lífeindafræðingur og kafari. Um helgina greindi Vísir frá því að Frakkinn Guillaume Néry hafi kafað niður á botninn í lauginni, en hún er sú dýpsta í heiminum. Eftir að fréttin fór í loftið kom í ljós að fjórir Íslendingar léku þetta eftir fyrr í vetur. Um er að ræða fríköfun án súrefnis. „Við bjuggum á hóteli tengdu lauginni og vorum í æfingabúðum og nýttum æfingar vel. Fjögur okkar fórum niður á botninn og það oftar en einu sinni.“ Sigríður segir að nauðsynlegt sé að byrja á því að gera ákveðnar öndunaræfingar. „Það er gert til að hægja á hjartslættinum og líkamsstarfseminni. Að auki er verið að losa við eins mikið af koltvísýring og hægt er og þannig auka þolið á að vera án öndunar. Þegar maður finnur að stundin er runnin upp til að fara í kaf, þá eru teknir þrír djúpir andadrættir og haldið af stað.“ Sigríður segir að hópurinn hafi æft þrjár mismunandi aðferðir við að komast niður. Hér að neðan má kynna sér þær:1. DNF (dynamic no fin) þar sem synt er niður með áþekkum stíl og bringusundi. 2. DYN þar sem synt er með sérstökum fríköfunarfitum (eru lengri en hefðbundin fit)3. FIM (free immersion þar sem maður dregur sig niður línu án búnaðar. Hér má sjá skýringarmynd hvernig laugin liggur.„Það krefst kunnáttu og æfinga að fara svo djúpt niður, því líkaminn verður fyrir miklum þrýstingi og á 40 metra dýpi eru t.d öll loftrými líkamans 1/5 af rými þeirra á yfirborðinu því þrýstingurinn er fimmfaldur miðað við á yfirborðinu.“ Hún segir að þá þurfi að beita ákveðinni tækni við að þrýstijafna eyrun svo hljóðhimnan rifni ekki. „Þjálfa þarf upp þol til að geta haldið út vaxandi þörf til að anda. Þindin fer í krampa við að reyna sífellt að draga andann og geta þeir verið sársaukafullir. Til að gæta fyllsta öryggis gætum við hvors annars og köfum því ekki án þess að vera með öryggiskafara með okkur.“ Sigríður segir að þeir komi niður á móti kafaranum og fylgjast grannt með hegðun og viðbrögðum þess sem er að koma frá botninum. Hægir á hjartslættinum„Þeir taka svo við kafaranum á yfirborðinu til að sjá til þess að hann andi inn á ákveðinn hátt. Það er vegna þess að við að halda andanum í þetta langan tíma þá hægir á hjartslættinum og blóðflæðið minnkar til útlimanna til að spara súrefnið fyrir mikilvægari líffæri eins og hjarta og heila. Þetta kallast „mammalian diving reflex“. Til að virkja síðan hjarta og æðakerfið á yfirborðinu er nauðsynlegt að taka þrjá röska og djúpa andardrætti.“ Sigríður segir að það hafi verið haldið fyrsta alþjóðlega mótið í fríköfun hér á landi um síðustu helgi. „Keppendur voru frá fimm löndum og dómarar frá fjórum. Fyrir mótið var haldið dómaranámskeið sem nokkrir Íslendingar sóttu og svo var mótið á laugardag og sunnudag og var keppt í 3 greinum; DNF og DYN þar sem keppt er að synda sem flestar ferðir a einum andardrætti og svo var keppt í static þar sem keppendur liggja hreyfingarlausir og reyna að vera sem lengst í kafi.“ Hér að neðan má sjá myndband frá köfun Sigríðar í dýpstu sundlaug heims.
Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira