Lífið

Kafaði á botninn á dýpstu sundlaug heims og hélt niðri í sér andanum allan tímann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegt að þetta sé hægt.
Ótrúlegt að þetta sé hægt.
Sumir geta haldið niðri í sér andanum mjög lengi og jafnvel í margar mínútur.

Þetta krefst í raun gríðarlegrar þjálfunar en Frakkinn Guillaume Néry fór á dögunum skrefinu lengra þegar hann kafaði á botninn á dýpstu sundlaug heims og það með því að halda niðri í sér andanum allan tímann.



Sundlaugin er staðsett á Ítalíu en það var eiginkona hans Julie Gautier sem myndaði köfunina.

Sundlaugin heitir Nemo 33 og er 42 metrar á dýpi en hér að neðan má sjá þessa mögnuðu upptöku.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×