Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 11:57 Frá Hornströndum. vísir/guðmundur þ. egilsson Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. Því var fagnað í morgun að skipið væri fyrsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju á Akranesi. Skemmtiferðaskipið heitir Leborial og er skráð í Frakklandi, kom frá Grænlandi í gær. 181 farþegi er um borð auk áhafnar. Skipið sigldi inn í Veiðileysufjörð þar sem það kastaði akkeri og var svo öllum farþegum siglt í land á minni bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Fréttastofan hefur fengið staðfest að skipið var ótollskoðað þegar farþegar þess fóru í land á friðlýstu og viðkvæmu svæði. Hafsteinn Ingólfsson rekur ferðaþjónustu á staðnum og er með reglubundnar sjóferðir á staðnum. „Þetta skip fer svo frá Veiðileysufirði inn á Hesteyrarfjörð, þar sem við erum með áætlaðar ferðir úr skemmtiferðaskipum til Hesteyrar. Þegar við komum með fullan bát þangað, 47 manns í land, þá eru bara 200 manns þar um allar koppagrundir. Þegar mitt fólk kom í kaffi á kaffistaðinn þarna þá var hvorki sæti eða hjónabandssælur eða pönnukökur, bara allt búið,“ segir hann. Þaðan sigldi skipið á annan stað og aftur var farþegum hleypt út. „Þetta er friðlýst svæði og það er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér og bara setja fólk í land hvar sem er. Bara núna í sumar eru þetta fimm eða sex staðir þar sem þau koma og maður veit ekkert hver gefur leyfi eða hvað.“ Hafsteinn segir þann aukna fjölda skemmtiferðaskipa sem eiga viðkomu á Vestfjörðum stefna í að verða vandamál. „Það er svo mikil fjölgun á skemmtiferðaskipum hingað vestur. Það eru tuttugu skip á ári, þetta eru tvö ár í röð sem það fjölgar hérna. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu, að stoppa þetta, að þá verður bara algjört kaos og vitleysa hérna.“ Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. Því var fagnað í morgun að skipið væri fyrsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju á Akranesi. Skemmtiferðaskipið heitir Leborial og er skráð í Frakklandi, kom frá Grænlandi í gær. 181 farþegi er um borð auk áhafnar. Skipið sigldi inn í Veiðileysufjörð þar sem það kastaði akkeri og var svo öllum farþegum siglt í land á minni bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Fréttastofan hefur fengið staðfest að skipið var ótollskoðað þegar farþegar þess fóru í land á friðlýstu og viðkvæmu svæði. Hafsteinn Ingólfsson rekur ferðaþjónustu á staðnum og er með reglubundnar sjóferðir á staðnum. „Þetta skip fer svo frá Veiðileysufirði inn á Hesteyrarfjörð, þar sem við erum með áætlaðar ferðir úr skemmtiferðaskipum til Hesteyrar. Þegar við komum með fullan bát þangað, 47 manns í land, þá eru bara 200 manns þar um allar koppagrundir. Þegar mitt fólk kom í kaffi á kaffistaðinn þarna þá var hvorki sæti eða hjónabandssælur eða pönnukökur, bara allt búið,“ segir hann. Þaðan sigldi skipið á annan stað og aftur var farþegum hleypt út. „Þetta er friðlýst svæði og það er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér og bara setja fólk í land hvar sem er. Bara núna í sumar eru þetta fimm eða sex staðir þar sem þau koma og maður veit ekkert hver gefur leyfi eða hvað.“ Hafsteinn segir þann aukna fjölda skemmtiferðaskipa sem eiga viðkomu á Vestfjörðum stefna í að verða vandamál. „Það er svo mikil fjölgun á skemmtiferðaskipum hingað vestur. Það eru tuttugu skip á ári, þetta eru tvö ár í röð sem það fjölgar hérna. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu, að stoppa þetta, að þá verður bara algjört kaos og vitleysa hérna.“
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira