Angelina Jolie þvertekur fyrir að hafa blekkt kambódísk börn Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 08:41 Angelina Jolie segist harma það að spunaleikurinn hafi verið túlkaður sem raunverulegar aðstæður. Vísir/Getty Angelina Jolie hefur þvertekið fyrir að hafa blekkt kambódísk börn sem komu í áheyrnarprufur fyrir nýja kvikmynd leikkonunnar, First They Killed My Father, sem fjallar um Rauðu khmerana í Kambódíu. BBC greinir frá. Viðtal við Jolie birtist nýlega í tímaritinu Vanity Fair en þar ræddi hún meðal annars gerð kvikmyndarinnar sem hún leikstýrir. Í viðtalinu lýsir Jolie spunaleik sem hún og aðrir aðstandendur myndarinnar notuðust við í áheyrnarprufuferlinu. Umræddan leik segir hún hafa farið þannig fram að börnin hafi verið beðin um að stela peningum. Þau hafi svo verið „gripin“ og þá látin skálda sögu á staðnum um ástæðu að baki stuldinum. Þá segist Jolie hafa heimsótt fátækrahverfi og munaðarleysingjahæli í leit sinni að leikurum fyrir kvikmyndina. Hún segir framleiðendur hafa „sérstaklega verið vakandi fyrir börnum sem gengið hefðu í gegnum erfiðleika.“ Jolie hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þessar lýsingar sínar en hún segist sjálf harma viðbrögðin. „Ég er í uppnámi vegna þess að skrifað var um æfingu í spuna, æfingu sem var atriði í myndinni, eins og um raunverulegar aðstæður hafi verið að ræða.“ Þá sagði hún að kvikmyndinni, sem er sú fyrsta sem Jolie leikstýrir fyrir streymisveituna Netflix, væri ætlað að vekja athygli á hryllingnum sem börn stæðu frammi fyrir í stríði. First They Killed My Father er sögð frá sjónarhorni barns og byggð á endurminningum kambódíska rithöfundarins Loung Ung sem lifði af þjóðarmorðin í Kambódíu á áttunda áratugnum. Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Angelina Jolie hefur þvertekið fyrir að hafa blekkt kambódísk börn sem komu í áheyrnarprufur fyrir nýja kvikmynd leikkonunnar, First They Killed My Father, sem fjallar um Rauðu khmerana í Kambódíu. BBC greinir frá. Viðtal við Jolie birtist nýlega í tímaritinu Vanity Fair en þar ræddi hún meðal annars gerð kvikmyndarinnar sem hún leikstýrir. Í viðtalinu lýsir Jolie spunaleik sem hún og aðrir aðstandendur myndarinnar notuðust við í áheyrnarprufuferlinu. Umræddan leik segir hún hafa farið þannig fram að börnin hafi verið beðin um að stela peningum. Þau hafi svo verið „gripin“ og þá látin skálda sögu á staðnum um ástæðu að baki stuldinum. Þá segist Jolie hafa heimsótt fátækrahverfi og munaðarleysingjahæli í leit sinni að leikurum fyrir kvikmyndina. Hún segir framleiðendur hafa „sérstaklega verið vakandi fyrir börnum sem gengið hefðu í gegnum erfiðleika.“ Jolie hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þessar lýsingar sínar en hún segist sjálf harma viðbrögðin. „Ég er í uppnámi vegna þess að skrifað var um æfingu í spuna, æfingu sem var atriði í myndinni, eins og um raunverulegar aðstæður hafi verið að ræða.“ Þá sagði hún að kvikmyndinni, sem er sú fyrsta sem Jolie leikstýrir fyrir streymisveituna Netflix, væri ætlað að vekja athygli á hryllingnum sem börn stæðu frammi fyrir í stríði. First They Killed My Father er sögð frá sjónarhorni barns og byggð á endurminningum kambódíska rithöfundarins Loung Ung sem lifði af þjóðarmorðin í Kambódíu á áttunda áratugnum.
Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira