Angelina Jolie þvertekur fyrir að hafa blekkt kambódísk börn Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 08:41 Angelina Jolie segist harma það að spunaleikurinn hafi verið túlkaður sem raunverulegar aðstæður. Vísir/Getty Angelina Jolie hefur þvertekið fyrir að hafa blekkt kambódísk börn sem komu í áheyrnarprufur fyrir nýja kvikmynd leikkonunnar, First They Killed My Father, sem fjallar um Rauðu khmerana í Kambódíu. BBC greinir frá. Viðtal við Jolie birtist nýlega í tímaritinu Vanity Fair en þar ræddi hún meðal annars gerð kvikmyndarinnar sem hún leikstýrir. Í viðtalinu lýsir Jolie spunaleik sem hún og aðrir aðstandendur myndarinnar notuðust við í áheyrnarprufuferlinu. Umræddan leik segir hún hafa farið þannig fram að börnin hafi verið beðin um að stela peningum. Þau hafi svo verið „gripin“ og þá látin skálda sögu á staðnum um ástæðu að baki stuldinum. Þá segist Jolie hafa heimsótt fátækrahverfi og munaðarleysingjahæli í leit sinni að leikurum fyrir kvikmyndina. Hún segir framleiðendur hafa „sérstaklega verið vakandi fyrir börnum sem gengið hefðu í gegnum erfiðleika.“ Jolie hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þessar lýsingar sínar en hún segist sjálf harma viðbrögðin. „Ég er í uppnámi vegna þess að skrifað var um æfingu í spuna, æfingu sem var atriði í myndinni, eins og um raunverulegar aðstæður hafi verið að ræða.“ Þá sagði hún að kvikmyndinni, sem er sú fyrsta sem Jolie leikstýrir fyrir streymisveituna Netflix, væri ætlað að vekja athygli á hryllingnum sem börn stæðu frammi fyrir í stríði. First They Killed My Father er sögð frá sjónarhorni barns og byggð á endurminningum kambódíska rithöfundarins Loung Ung sem lifði af þjóðarmorðin í Kambódíu á áttunda áratugnum. Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Angelina Jolie hefur þvertekið fyrir að hafa blekkt kambódísk börn sem komu í áheyrnarprufur fyrir nýja kvikmynd leikkonunnar, First They Killed My Father, sem fjallar um Rauðu khmerana í Kambódíu. BBC greinir frá. Viðtal við Jolie birtist nýlega í tímaritinu Vanity Fair en þar ræddi hún meðal annars gerð kvikmyndarinnar sem hún leikstýrir. Í viðtalinu lýsir Jolie spunaleik sem hún og aðrir aðstandendur myndarinnar notuðust við í áheyrnarprufuferlinu. Umræddan leik segir hún hafa farið þannig fram að börnin hafi verið beðin um að stela peningum. Þau hafi svo verið „gripin“ og þá látin skálda sögu á staðnum um ástæðu að baki stuldinum. Þá segist Jolie hafa heimsótt fátækrahverfi og munaðarleysingjahæli í leit sinni að leikurum fyrir kvikmyndina. Hún segir framleiðendur hafa „sérstaklega verið vakandi fyrir börnum sem gengið hefðu í gegnum erfiðleika.“ Jolie hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þessar lýsingar sínar en hún segist sjálf harma viðbrögðin. „Ég er í uppnámi vegna þess að skrifað var um æfingu í spuna, æfingu sem var atriði í myndinni, eins og um raunverulegar aðstæður hafi verið að ræða.“ Þá sagði hún að kvikmyndinni, sem er sú fyrsta sem Jolie leikstýrir fyrir streymisveituna Netflix, væri ætlað að vekja athygli á hryllingnum sem börn stæðu frammi fyrir í stríði. First They Killed My Father er sögð frá sjónarhorni barns og byggð á endurminningum kambódíska rithöfundarins Loung Ung sem lifði af þjóðarmorðin í Kambódíu á áttunda áratugnum.
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira