Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. júlí 2017 15:45 Hér má sjá hendur drengsins eftir að dágóður tími er liðinn frá því að brunasárin byrjuðu að myndast. Sárin á vinstri hendi eru byrjuð að gróa. Tólf ára drengur brann á höndum í Vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku eftir að hafa komist í nálægð við svokallaða húnakló sem er ein tegund tröllahvannar. Amma drengsins birti mynd af sárum hans á Facebook í vikunni til að vekja athygli á þeim skaða sem plantan getur valdið og til að vara aðra við honum. Skaðinn kom þó ekki í ljós fyrr en 48 klukkustundum eftir að drengurinn komst í snertingu við plöntuna. Á vef Reykjavíkurborgar segir að tröllahvannir hafi dreift sér hratt um borgarland Reykjavíkur og það sé áhyggjuefni.Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu „Þær eru þekktar erlendis fyrir að vera ágengar og bola öðrum gróðri burt. Vegna stærðar sinnar geta þær myndað mjög þétt gróðurbelti. Þær eru skilgreindar sem framandi, ágengar tegundir hérlendis sem geta ógnað öðrum gróðursamfélögum og því er óheimilt að flytja þær til landsins. Af tröllahvönnum stafar einnig slysahætta því safinn í stönglum og blöðum þeirra er eitraður. Í honum eru efni sem virkjast í sólarljósi og geta valdið alvarlegum bruna á húð og skilið eftir sig varanleg ör. Einnig getur safinn valdið blindu ef hann berst í augu,“ segir á vef borgarinnar. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnisstjóri deildar náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, segir að þau viti af slysinu sem átti sér stað í Vesturbænum. „Þetta heitir húnakló og er öllu minni og ekki eins ógnvænleg en hefur verið að dreifast á ákveðnum svæðum í Vesturbænum á síðustu árum mjög mikið. Þetta er bara frekar nýtt vandamál,“ segir Snorri sem segir verk að vinna við að uppræta tröllahvannir á Reykjavíkursvæðinu.Kortleggja tröllahvönn Reykjavíkurborg vinnur nú að því að kortleggja tröllahvönn á Reykjavíkursvæðinu. Kortlagning hafðist fyrir þremur árum en í sumar hefur allt farið á fullt og er sérstakur starfsmaður sem sér um verkefnið. Snorri segir að heildarútbreiðslan sé ekki að stækka mikið á milli ára en hins vegar séu tilfellin á hverjum stað oft að versna. „Þetta er svolítil tímasprengja,“ segir Snorri. Hann segir að þeir fylgist vel með málum. „Við vitum hvar þær eru í borginni. Nýjustu skref voru einmitt, núna þegar það hefur verið staðfest, að senda út tilkynningar til almennings um stöðuna en það á eftir að útfæra betur verkáætlun hjá okkur um upprætingu,“ segir Snorri.Eiga fullt í fangi Hann bendir á að bjarnarklóin sé hættulegust af tröllahvönn. Snorri segir að fólk sé ekki mjög meðvitað um skaðsemi tröllahvannar. „Bjarnarklóin er í raun miklu hættulegri og finnst allvíða líka. Á morgun verður stórt upprætingaverkefni í Laugarnesi sem er í raun erfiðasti staðurinn hvað varðar þá tegund. Þetta er bara svo mikið verkefni að við eigum í fullu fangi með þetta,“ segir Snorri og nefnir að þetta sé fremur nýtt vandamál fyrir alla. Fólk er ekki duglegt að tilkynna tilfelli inn að sögn Snorra en oft séu þær að koma seinni part sumars. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Tólf ára drengur brann á höndum í Vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku eftir að hafa komist í nálægð við svokallaða húnakló sem er ein tegund tröllahvannar. Amma drengsins birti mynd af sárum hans á Facebook í vikunni til að vekja athygli á þeim skaða sem plantan getur valdið og til að vara aðra við honum. Skaðinn kom þó ekki í ljós fyrr en 48 klukkustundum eftir að drengurinn komst í snertingu við plöntuna. Á vef Reykjavíkurborgar segir að tröllahvannir hafi dreift sér hratt um borgarland Reykjavíkur og það sé áhyggjuefni.Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu „Þær eru þekktar erlendis fyrir að vera ágengar og bola öðrum gróðri burt. Vegna stærðar sinnar geta þær myndað mjög þétt gróðurbelti. Þær eru skilgreindar sem framandi, ágengar tegundir hérlendis sem geta ógnað öðrum gróðursamfélögum og því er óheimilt að flytja þær til landsins. Af tröllahvönnum stafar einnig slysahætta því safinn í stönglum og blöðum þeirra er eitraður. Í honum eru efni sem virkjast í sólarljósi og geta valdið alvarlegum bruna á húð og skilið eftir sig varanleg ör. Einnig getur safinn valdið blindu ef hann berst í augu,“ segir á vef borgarinnar. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnisstjóri deildar náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, segir að þau viti af slysinu sem átti sér stað í Vesturbænum. „Þetta heitir húnakló og er öllu minni og ekki eins ógnvænleg en hefur verið að dreifast á ákveðnum svæðum í Vesturbænum á síðustu árum mjög mikið. Þetta er bara frekar nýtt vandamál,“ segir Snorri sem segir verk að vinna við að uppræta tröllahvannir á Reykjavíkursvæðinu.Kortleggja tröllahvönn Reykjavíkurborg vinnur nú að því að kortleggja tröllahvönn á Reykjavíkursvæðinu. Kortlagning hafðist fyrir þremur árum en í sumar hefur allt farið á fullt og er sérstakur starfsmaður sem sér um verkefnið. Snorri segir að heildarútbreiðslan sé ekki að stækka mikið á milli ára en hins vegar séu tilfellin á hverjum stað oft að versna. „Þetta er svolítil tímasprengja,“ segir Snorri. Hann segir að þeir fylgist vel með málum. „Við vitum hvar þær eru í borginni. Nýjustu skref voru einmitt, núna þegar það hefur verið staðfest, að senda út tilkynningar til almennings um stöðuna en það á eftir að útfæra betur verkáætlun hjá okkur um upprætingu,“ segir Snorri.Eiga fullt í fangi Hann bendir á að bjarnarklóin sé hættulegust af tröllahvönn. Snorri segir að fólk sé ekki mjög meðvitað um skaðsemi tröllahvannar. „Bjarnarklóin er í raun miklu hættulegri og finnst allvíða líka. Á morgun verður stórt upprætingaverkefni í Laugarnesi sem er í raun erfiðasti staðurinn hvað varðar þá tegund. Þetta er bara svo mikið verkefni að við eigum í fullu fangi með þetta,“ segir Snorri og nefnir að þetta sé fremur nýtt vandamál fyrir alla. Fólk er ekki duglegt að tilkynna tilfelli inn að sögn Snorra en oft séu þær að koma seinni part sumars.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira