Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. júlí 2017 15:45 Hér má sjá hendur drengsins eftir að dágóður tími er liðinn frá því að brunasárin byrjuðu að myndast. Sárin á vinstri hendi eru byrjuð að gróa. Tólf ára drengur brann á höndum í Vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku eftir að hafa komist í nálægð við svokallaða húnakló sem er ein tegund tröllahvannar. Amma drengsins birti mynd af sárum hans á Facebook í vikunni til að vekja athygli á þeim skaða sem plantan getur valdið og til að vara aðra við honum. Skaðinn kom þó ekki í ljós fyrr en 48 klukkustundum eftir að drengurinn komst í snertingu við plöntuna. Á vef Reykjavíkurborgar segir að tröllahvannir hafi dreift sér hratt um borgarland Reykjavíkur og það sé áhyggjuefni.Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu „Þær eru þekktar erlendis fyrir að vera ágengar og bola öðrum gróðri burt. Vegna stærðar sinnar geta þær myndað mjög þétt gróðurbelti. Þær eru skilgreindar sem framandi, ágengar tegundir hérlendis sem geta ógnað öðrum gróðursamfélögum og því er óheimilt að flytja þær til landsins. Af tröllahvönnum stafar einnig slysahætta því safinn í stönglum og blöðum þeirra er eitraður. Í honum eru efni sem virkjast í sólarljósi og geta valdið alvarlegum bruna á húð og skilið eftir sig varanleg ör. Einnig getur safinn valdið blindu ef hann berst í augu,“ segir á vef borgarinnar. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnisstjóri deildar náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, segir að þau viti af slysinu sem átti sér stað í Vesturbænum. „Þetta heitir húnakló og er öllu minni og ekki eins ógnvænleg en hefur verið að dreifast á ákveðnum svæðum í Vesturbænum á síðustu árum mjög mikið. Þetta er bara frekar nýtt vandamál,“ segir Snorri sem segir verk að vinna við að uppræta tröllahvannir á Reykjavíkursvæðinu.Kortleggja tröllahvönn Reykjavíkurborg vinnur nú að því að kortleggja tröllahvönn á Reykjavíkursvæðinu. Kortlagning hafðist fyrir þremur árum en í sumar hefur allt farið á fullt og er sérstakur starfsmaður sem sér um verkefnið. Snorri segir að heildarútbreiðslan sé ekki að stækka mikið á milli ára en hins vegar séu tilfellin á hverjum stað oft að versna. „Þetta er svolítil tímasprengja,“ segir Snorri. Hann segir að þeir fylgist vel með málum. „Við vitum hvar þær eru í borginni. Nýjustu skref voru einmitt, núna þegar það hefur verið staðfest, að senda út tilkynningar til almennings um stöðuna en það á eftir að útfæra betur verkáætlun hjá okkur um upprætingu,“ segir Snorri.Eiga fullt í fangi Hann bendir á að bjarnarklóin sé hættulegust af tröllahvönn. Snorri segir að fólk sé ekki mjög meðvitað um skaðsemi tröllahvannar. „Bjarnarklóin er í raun miklu hættulegri og finnst allvíða líka. Á morgun verður stórt upprætingaverkefni í Laugarnesi sem er í raun erfiðasti staðurinn hvað varðar þá tegund. Þetta er bara svo mikið verkefni að við eigum í fullu fangi með þetta,“ segir Snorri og nefnir að þetta sé fremur nýtt vandamál fyrir alla. Fólk er ekki duglegt að tilkynna tilfelli inn að sögn Snorra en oft séu þær að koma seinni part sumars. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Tólf ára drengur brann á höndum í Vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku eftir að hafa komist í nálægð við svokallaða húnakló sem er ein tegund tröllahvannar. Amma drengsins birti mynd af sárum hans á Facebook í vikunni til að vekja athygli á þeim skaða sem plantan getur valdið og til að vara aðra við honum. Skaðinn kom þó ekki í ljós fyrr en 48 klukkustundum eftir að drengurinn komst í snertingu við plöntuna. Á vef Reykjavíkurborgar segir að tröllahvannir hafi dreift sér hratt um borgarland Reykjavíkur og það sé áhyggjuefni.Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu „Þær eru þekktar erlendis fyrir að vera ágengar og bola öðrum gróðri burt. Vegna stærðar sinnar geta þær myndað mjög þétt gróðurbelti. Þær eru skilgreindar sem framandi, ágengar tegundir hérlendis sem geta ógnað öðrum gróðursamfélögum og því er óheimilt að flytja þær til landsins. Af tröllahvönnum stafar einnig slysahætta því safinn í stönglum og blöðum þeirra er eitraður. Í honum eru efni sem virkjast í sólarljósi og geta valdið alvarlegum bruna á húð og skilið eftir sig varanleg ör. Einnig getur safinn valdið blindu ef hann berst í augu,“ segir á vef borgarinnar. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnisstjóri deildar náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, segir að þau viti af slysinu sem átti sér stað í Vesturbænum. „Þetta heitir húnakló og er öllu minni og ekki eins ógnvænleg en hefur verið að dreifast á ákveðnum svæðum í Vesturbænum á síðustu árum mjög mikið. Þetta er bara frekar nýtt vandamál,“ segir Snorri sem segir verk að vinna við að uppræta tröllahvannir á Reykjavíkursvæðinu.Kortleggja tröllahvönn Reykjavíkurborg vinnur nú að því að kortleggja tröllahvönn á Reykjavíkursvæðinu. Kortlagning hafðist fyrir þremur árum en í sumar hefur allt farið á fullt og er sérstakur starfsmaður sem sér um verkefnið. Snorri segir að heildarútbreiðslan sé ekki að stækka mikið á milli ára en hins vegar séu tilfellin á hverjum stað oft að versna. „Þetta er svolítil tímasprengja,“ segir Snorri. Hann segir að þeir fylgist vel með málum. „Við vitum hvar þær eru í borginni. Nýjustu skref voru einmitt, núna þegar það hefur verið staðfest, að senda út tilkynningar til almennings um stöðuna en það á eftir að útfæra betur verkáætlun hjá okkur um upprætingu,“ segir Snorri.Eiga fullt í fangi Hann bendir á að bjarnarklóin sé hættulegust af tröllahvönn. Snorri segir að fólk sé ekki mjög meðvitað um skaðsemi tröllahvannar. „Bjarnarklóin er í raun miklu hættulegri og finnst allvíða líka. Á morgun verður stórt upprætingaverkefni í Laugarnesi sem er í raun erfiðasti staðurinn hvað varðar þá tegund. Þetta er bara svo mikið verkefni að við eigum í fullu fangi með þetta,“ segir Snorri og nefnir að þetta sé fremur nýtt vandamál fyrir alla. Fólk er ekki duglegt að tilkynna tilfelli inn að sögn Snorra en oft séu þær að koma seinni part sumars.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira