Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Jakob Bjarnar skrifar 20. júlí 2017 15:33 Nýjustu tíðindi úr herbúðum atvinnurekenda koma kannski ekki öllum á óvart en ef að líkum lætur munu þau Sigmundur Davíð og Sigrún Magnúsdóttir reka upp stór augu. Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra segir í fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda. Er þá vísað sérstaklega til innflutnings á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti, þetta muni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu fólks og heilsufar dýra. „Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum.“ Í tilkynningunni kemur fram að þetta sé meðal niðurstaðna rannsókna sem kynntar eru í skýrslu um innflutning búvöru og heilbrigði manna og dýra, sem ráðgjafarfyrirtækið Food Control Consultants vann fyrir félagið en það „beindi til fyrirtækisins nokkrum spurningum vegna umræðna um innflutning ferskrar búvöru og er þeim svarað í ýtarlegu máli í skýrslunni.“Toxoplasminn skelfilegiEinhver gæti haldið því fram að þessar upplýsingar teljist tæplega til tíðinda en fyrir liggur að á einhverjum bæjum mun þetta valda nokkurri furðu. Umræðan sem vísað er til eru líkast til ummæli sem íslenskir stjórnmálamenn hafa haft uppi um meint óheilnæmi erlendra matvæla. Einkum hafa Framsóknarmenn verið duglegir við að vara við slíku fóðri. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, hefur talað með afgerandi hætti um erlend matvæli, svo varasöm að þau geti breytt hegðunarmynstri heilu þjóðanna. Hann er að tala um toxoplasma: „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ sagði Sigmundur Davíð meðal annars um veiruna þá.Ég segi nei takk!Og Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, er ekki heldur hrifin af matvælum öðrum en íslenskum og hefur meðal annars sagt að hún telji langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði. Var það í tengslum við umræðuna um komu Costco á sínum tíma: „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“ Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra segir í fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda. Er þá vísað sérstaklega til innflutnings á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti, þetta muni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu fólks og heilsufar dýra. „Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum.“ Í tilkynningunni kemur fram að þetta sé meðal niðurstaðna rannsókna sem kynntar eru í skýrslu um innflutning búvöru og heilbrigði manna og dýra, sem ráðgjafarfyrirtækið Food Control Consultants vann fyrir félagið en það „beindi til fyrirtækisins nokkrum spurningum vegna umræðna um innflutning ferskrar búvöru og er þeim svarað í ýtarlegu máli í skýrslunni.“Toxoplasminn skelfilegiEinhver gæti haldið því fram að þessar upplýsingar teljist tæplega til tíðinda en fyrir liggur að á einhverjum bæjum mun þetta valda nokkurri furðu. Umræðan sem vísað er til eru líkast til ummæli sem íslenskir stjórnmálamenn hafa haft uppi um meint óheilnæmi erlendra matvæla. Einkum hafa Framsóknarmenn verið duglegir við að vara við slíku fóðri. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, hefur talað með afgerandi hætti um erlend matvæli, svo varasöm að þau geti breytt hegðunarmynstri heilu þjóðanna. Hann er að tala um toxoplasma: „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ sagði Sigmundur Davíð meðal annars um veiruna þá.Ég segi nei takk!Og Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, er ekki heldur hrifin af matvælum öðrum en íslenskum og hefur meðal annars sagt að hún telji langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði. Var það í tengslum við umræðuna um komu Costco á sínum tíma: „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira