Fleiri fyrirtæki farin að kanna vímuefnanotkun starfsmanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2017 06:00 Munnvatn starfsmanna er prófað til að kanna mögulega vímuefnanotkun. Nordicphotos/Getty Talsverð aukning hefur orðið á því að fyrirtæki hafi samband við Öryggismiðstöðina og óski eftir vímuefnaskimun fyrir starfsmenn. Þetta staðfestir Erla Björk Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Öryggismiðstöðinni. „Aukningin er ekki gríðarleg en þetta var mjög lítið til að byrja með. Svo hefur þetta verið að koma smám saman og það er mikið um fyrirspurnir. Þetta eru mikið til stór fyrirtæki. Til að mynda rútufyrirtæki og þau sem eru með mikla ábyrgð á þungavélum,“ segir hún. Erla segir fyrirkomulagið oftast þannig að starfsmannastjóri fyrirtækis ákveði hverjir séu prófaðir hverju sinni. Til þess aflar hann svo upplýsts samþykkis viðkomandi starfsmanna, sem er í sumum tilfellum innifalið í ráðningarsamningi. Ef samþykki liggur ekki fyrir er viðkomandi starfsmaður ekki prófaður. Hið sama myndi gilda um tilfelli þar sem starfsmaður neitaði prófi á staðnum. Það hefur þó ekki gerst. Þegar hjúkrunarfræðingur kemur á staðinn notar hann annars vegar áfengismæli og svo munnvatnsmæli sem mælir vímuefni. „Starfsmenn blása í áfengismælinn og svo er tekið munnvatnspróf. Iðulega eru niðurstöður vímuefnaskimunarinnar komnar innan fimm mínútna,“ segir Erla. Óalgengt er að starfsmenn falli á prófinu. „Það er ekki mikið um það svo ég viti. Ég held að þetta sé meira öryggisatriði. Bæði fyrir starfsmanninn sjálfan og líka fyrir viðskiptavini og vinnuveitanda.“ Erla segir skýringuna á auknum fjölda skimana og fyrirspurna líklega felast í aukinni umræðu. „Öryggismiðstöðin er búin að vera með þessa þjónustu í fimm eða sex ár og þetta hefur spurst út. Við höfum alltaf auglýst okkur þótt það hafi ekki verið stórar auglýsingar,“ segir Erla og bætir við: „Ég held að þetta sé einfaldlega liður í öryggisáætlunum fyrirtækja. Þá geta þau sýnt fram á að starfsfólk þeirra hafi farið í svona próf. En svo kemur alltaf eitt og eitt tilfelli þar sem grunur liggur fyrir um vímuefnanotkun einhverra starfsmanna og þá erum við líka kölluð til.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Talsverð aukning hefur orðið á því að fyrirtæki hafi samband við Öryggismiðstöðina og óski eftir vímuefnaskimun fyrir starfsmenn. Þetta staðfestir Erla Björk Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Öryggismiðstöðinni. „Aukningin er ekki gríðarleg en þetta var mjög lítið til að byrja með. Svo hefur þetta verið að koma smám saman og það er mikið um fyrirspurnir. Þetta eru mikið til stór fyrirtæki. Til að mynda rútufyrirtæki og þau sem eru með mikla ábyrgð á þungavélum,“ segir hún. Erla segir fyrirkomulagið oftast þannig að starfsmannastjóri fyrirtækis ákveði hverjir séu prófaðir hverju sinni. Til þess aflar hann svo upplýsts samþykkis viðkomandi starfsmanna, sem er í sumum tilfellum innifalið í ráðningarsamningi. Ef samþykki liggur ekki fyrir er viðkomandi starfsmaður ekki prófaður. Hið sama myndi gilda um tilfelli þar sem starfsmaður neitaði prófi á staðnum. Það hefur þó ekki gerst. Þegar hjúkrunarfræðingur kemur á staðinn notar hann annars vegar áfengismæli og svo munnvatnsmæli sem mælir vímuefni. „Starfsmenn blása í áfengismælinn og svo er tekið munnvatnspróf. Iðulega eru niðurstöður vímuefnaskimunarinnar komnar innan fimm mínútna,“ segir Erla. Óalgengt er að starfsmenn falli á prófinu. „Það er ekki mikið um það svo ég viti. Ég held að þetta sé meira öryggisatriði. Bæði fyrir starfsmanninn sjálfan og líka fyrir viðskiptavini og vinnuveitanda.“ Erla segir skýringuna á auknum fjölda skimana og fyrirspurna líklega felast í aukinni umræðu. „Öryggismiðstöðin er búin að vera með þessa þjónustu í fimm eða sex ár og þetta hefur spurst út. Við höfum alltaf auglýst okkur þótt það hafi ekki verið stórar auglýsingar,“ segir Erla og bætir við: „Ég held að þetta sé einfaldlega liður í öryggisáætlunum fyrirtækja. Þá geta þau sýnt fram á að starfsfólk þeirra hafi farið í svona próf. En svo kemur alltaf eitt og eitt tilfelli þar sem grunur liggur fyrir um vímuefnanotkun einhverra starfsmanna og þá erum við líka kölluð til.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira