Skynsamlegra að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. júlí 2017 19:00 Fulltrúi meirihlutans í Reykjavík segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll, til að létta á álagi á Keflavíkurflugvelli, ætti Isavia að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni í stað þess að auka flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Auk þess mætti byggja upp flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum til þess að dreifa ferðamönnum betur um landið. Framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að vilji væri til að opna meira á millilandaflug um Reykjavíkurflugvöll en það yrði gert til þess að stytta ferðatíma flugfarþega og létta á álagi á Keflavíkurflugvelli. Hugmyndin hefur verið rædd eftir að British Airways ákváðu að hefja beint flug á milli Keflavíkur og London City-flugvallar. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli vera eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum og að ljóst sé draga verði úr álagi á Keflavíkurflugvöll. Hann vill skoða hugmyndir Isavia þess efnis, með þeim skilyrðum að um verði að ræða hljóðlátari flugvélar, líkt og Isavia leggur til. Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. „Það er nú ekki markmið borgaryfirvalda að auka umferð á Reykjavíkurflugvelli enda er þetta nú ekki flugvöllur sem að verður þarna um ókomna tíð. Ef að það er orðin einhver knýjandi þörf á öðrum alþjóðaflugvelli að þá mundi ég nú telja skynsamlegra að ráðast bara strax í uppbyggingu Hvassahrauns-flugvallar,“ segir S. Björn Blöndal, staðgengill borgarstjóra. Björn segir skynsamlegt að huga að því að tengja betur saman innanlandsflug og millilandaflug, með tilliti til dreifingar ferðamanna um landið og jafnvel með því ná skaplegra verði á farmiðum í innanldansflugi. „Ef að þetta verður til þess að opna augu Isavia, flufélaganna og ríkisins á brýnni þörf fyrir beina tenginu innanlands- og millilandaflugs að þá er það í sjálfu sér ágætt. En þetta er engin framtíðarlausn,“ segir Björn. Björn segir það skýrt í stjórnarsáttmála Ríkisstjórnarflokkanna að flugvallarmálið í Vatnsmýri verði leitt til lykta. „Það gera sér allir grein fyrir því að það er aðeins tímaspursmál hvenær flugvöllurinn í Vatnsmýri í raun og veru lokar en ég mundi nú segja ef að það knýjandi þörf á að fá hér annan alþjóðaflugvöll að þá væri kannski skynsamlegra að styrkja flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri en frekar til þess að létta á Keflavíkurflugvelli. Það mundi líka stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna,“ segir Björn. Tengdar fréttir Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni "Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn Teitsson í samtali við Vísi. 23. júlí 2017 18:47 Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Fulltrúi meirihlutans í Reykjavík segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll, til að létta á álagi á Keflavíkurflugvelli, ætti Isavia að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni í stað þess að auka flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Auk þess mætti byggja upp flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum til þess að dreifa ferðamönnum betur um landið. Framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að vilji væri til að opna meira á millilandaflug um Reykjavíkurflugvöll en það yrði gert til þess að stytta ferðatíma flugfarþega og létta á álagi á Keflavíkurflugvelli. Hugmyndin hefur verið rædd eftir að British Airways ákváðu að hefja beint flug á milli Keflavíkur og London City-flugvallar. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli vera eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum og að ljóst sé draga verði úr álagi á Keflavíkurflugvöll. Hann vill skoða hugmyndir Isavia þess efnis, með þeim skilyrðum að um verði að ræða hljóðlátari flugvélar, líkt og Isavia leggur til. Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. „Það er nú ekki markmið borgaryfirvalda að auka umferð á Reykjavíkurflugvelli enda er þetta nú ekki flugvöllur sem að verður þarna um ókomna tíð. Ef að það er orðin einhver knýjandi þörf á öðrum alþjóðaflugvelli að þá mundi ég nú telja skynsamlegra að ráðast bara strax í uppbyggingu Hvassahrauns-flugvallar,“ segir S. Björn Blöndal, staðgengill borgarstjóra. Björn segir skynsamlegt að huga að því að tengja betur saman innanlandsflug og millilandaflug, með tilliti til dreifingar ferðamanna um landið og jafnvel með því ná skaplegra verði á farmiðum í innanldansflugi. „Ef að þetta verður til þess að opna augu Isavia, flufélaganna og ríkisins á brýnni þörf fyrir beina tenginu innanlands- og millilandaflugs að þá er það í sjálfu sér ágætt. En þetta er engin framtíðarlausn,“ segir Björn. Björn segir það skýrt í stjórnarsáttmála Ríkisstjórnarflokkanna að flugvallarmálið í Vatnsmýri verði leitt til lykta. „Það gera sér allir grein fyrir því að það er aðeins tímaspursmál hvenær flugvöllurinn í Vatnsmýri í raun og veru lokar en ég mundi nú segja ef að það knýjandi þörf á að fá hér annan alþjóðaflugvöll að þá væri kannski skynsamlegra að styrkja flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri en frekar til þess að létta á Keflavíkurflugvelli. Það mundi líka stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna,“ segir Björn.
Tengdar fréttir Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni "Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn Teitsson í samtali við Vísi. 23. júlí 2017 18:47 Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni "Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn Teitsson í samtali við Vísi. 23. júlí 2017 18:47
Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30