Skynsamlegra að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. júlí 2017 19:00 Fulltrúi meirihlutans í Reykjavík segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll, til að létta á álagi á Keflavíkurflugvelli, ætti Isavia að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni í stað þess að auka flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Auk þess mætti byggja upp flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum til þess að dreifa ferðamönnum betur um landið. Framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að vilji væri til að opna meira á millilandaflug um Reykjavíkurflugvöll en það yrði gert til þess að stytta ferðatíma flugfarþega og létta á álagi á Keflavíkurflugvelli. Hugmyndin hefur verið rædd eftir að British Airways ákváðu að hefja beint flug á milli Keflavíkur og London City-flugvallar. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli vera eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum og að ljóst sé draga verði úr álagi á Keflavíkurflugvöll. Hann vill skoða hugmyndir Isavia þess efnis, með þeim skilyrðum að um verði að ræða hljóðlátari flugvélar, líkt og Isavia leggur til. Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. „Það er nú ekki markmið borgaryfirvalda að auka umferð á Reykjavíkurflugvelli enda er þetta nú ekki flugvöllur sem að verður þarna um ókomna tíð. Ef að það er orðin einhver knýjandi þörf á öðrum alþjóðaflugvelli að þá mundi ég nú telja skynsamlegra að ráðast bara strax í uppbyggingu Hvassahrauns-flugvallar,“ segir S. Björn Blöndal, staðgengill borgarstjóra. Björn segir skynsamlegt að huga að því að tengja betur saman innanlandsflug og millilandaflug, með tilliti til dreifingar ferðamanna um landið og jafnvel með því ná skaplegra verði á farmiðum í innanldansflugi. „Ef að þetta verður til þess að opna augu Isavia, flufélaganna og ríkisins á brýnni þörf fyrir beina tenginu innanlands- og millilandaflugs að þá er það í sjálfu sér ágætt. En þetta er engin framtíðarlausn,“ segir Björn. Björn segir það skýrt í stjórnarsáttmála Ríkisstjórnarflokkanna að flugvallarmálið í Vatnsmýri verði leitt til lykta. „Það gera sér allir grein fyrir því að það er aðeins tímaspursmál hvenær flugvöllurinn í Vatnsmýri í raun og veru lokar en ég mundi nú segja ef að það knýjandi þörf á að fá hér annan alþjóðaflugvöll að þá væri kannski skynsamlegra að styrkja flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri en frekar til þess að létta á Keflavíkurflugvelli. Það mundi líka stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna,“ segir Björn. Tengdar fréttir Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni "Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn Teitsson í samtali við Vísi. 23. júlí 2017 18:47 Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Fulltrúi meirihlutans í Reykjavík segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll, til að létta á álagi á Keflavíkurflugvelli, ætti Isavia að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni í stað þess að auka flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Auk þess mætti byggja upp flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum til þess að dreifa ferðamönnum betur um landið. Framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að vilji væri til að opna meira á millilandaflug um Reykjavíkurflugvöll en það yrði gert til þess að stytta ferðatíma flugfarþega og létta á álagi á Keflavíkurflugvelli. Hugmyndin hefur verið rædd eftir að British Airways ákváðu að hefja beint flug á milli Keflavíkur og London City-flugvallar. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli vera eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum og að ljóst sé draga verði úr álagi á Keflavíkurflugvöll. Hann vill skoða hugmyndir Isavia þess efnis, með þeim skilyrðum að um verði að ræða hljóðlátari flugvélar, líkt og Isavia leggur til. Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. „Það er nú ekki markmið borgaryfirvalda að auka umferð á Reykjavíkurflugvelli enda er þetta nú ekki flugvöllur sem að verður þarna um ókomna tíð. Ef að það er orðin einhver knýjandi þörf á öðrum alþjóðaflugvelli að þá mundi ég nú telja skynsamlegra að ráðast bara strax í uppbyggingu Hvassahrauns-flugvallar,“ segir S. Björn Blöndal, staðgengill borgarstjóra. Björn segir skynsamlegt að huga að því að tengja betur saman innanlandsflug og millilandaflug, með tilliti til dreifingar ferðamanna um landið og jafnvel með því ná skaplegra verði á farmiðum í innanldansflugi. „Ef að þetta verður til þess að opna augu Isavia, flufélaganna og ríkisins á brýnni þörf fyrir beina tenginu innanlands- og millilandaflugs að þá er það í sjálfu sér ágætt. En þetta er engin framtíðarlausn,“ segir Björn. Björn segir það skýrt í stjórnarsáttmála Ríkisstjórnarflokkanna að flugvallarmálið í Vatnsmýri verði leitt til lykta. „Það gera sér allir grein fyrir því að það er aðeins tímaspursmál hvenær flugvöllurinn í Vatnsmýri í raun og veru lokar en ég mundi nú segja ef að það knýjandi þörf á að fá hér annan alþjóðaflugvöll að þá væri kannski skynsamlegra að styrkja flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri en frekar til þess að létta á Keflavíkurflugvelli. Það mundi líka stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna,“ segir Björn.
Tengdar fréttir Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni "Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn Teitsson í samtali við Vísi. 23. júlí 2017 18:47 Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni "Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn Teitsson í samtali við Vísi. 23. júlí 2017 18:47
Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30