Skynsamlegra að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. júlí 2017 19:00 Fulltrúi meirihlutans í Reykjavík segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll, til að létta á álagi á Keflavíkurflugvelli, ætti Isavia að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni í stað þess að auka flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Auk þess mætti byggja upp flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum til þess að dreifa ferðamönnum betur um landið. Framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að vilji væri til að opna meira á millilandaflug um Reykjavíkurflugvöll en það yrði gert til þess að stytta ferðatíma flugfarþega og létta á álagi á Keflavíkurflugvelli. Hugmyndin hefur verið rædd eftir að British Airways ákváðu að hefja beint flug á milli Keflavíkur og London City-flugvallar. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli vera eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum og að ljóst sé draga verði úr álagi á Keflavíkurflugvöll. Hann vill skoða hugmyndir Isavia þess efnis, með þeim skilyrðum að um verði að ræða hljóðlátari flugvélar, líkt og Isavia leggur til. Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. „Það er nú ekki markmið borgaryfirvalda að auka umferð á Reykjavíkurflugvelli enda er þetta nú ekki flugvöllur sem að verður þarna um ókomna tíð. Ef að það er orðin einhver knýjandi þörf á öðrum alþjóðaflugvelli að þá mundi ég nú telja skynsamlegra að ráðast bara strax í uppbyggingu Hvassahrauns-flugvallar,“ segir S. Björn Blöndal, staðgengill borgarstjóra. Björn segir skynsamlegt að huga að því að tengja betur saman innanlandsflug og millilandaflug, með tilliti til dreifingar ferðamanna um landið og jafnvel með því ná skaplegra verði á farmiðum í innanldansflugi. „Ef að þetta verður til þess að opna augu Isavia, flufélaganna og ríkisins á brýnni þörf fyrir beina tenginu innanlands- og millilandaflugs að þá er það í sjálfu sér ágætt. En þetta er engin framtíðarlausn,“ segir Björn. Björn segir það skýrt í stjórnarsáttmála Ríkisstjórnarflokkanna að flugvallarmálið í Vatnsmýri verði leitt til lykta. „Það gera sér allir grein fyrir því að það er aðeins tímaspursmál hvenær flugvöllurinn í Vatnsmýri í raun og veru lokar en ég mundi nú segja ef að það knýjandi þörf á að fá hér annan alþjóðaflugvöll að þá væri kannski skynsamlegra að styrkja flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri en frekar til þess að létta á Keflavíkurflugvelli. Það mundi líka stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna,“ segir Björn. Tengdar fréttir Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni "Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn Teitsson í samtali við Vísi. 23. júlí 2017 18:47 Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Fulltrúi meirihlutans í Reykjavík segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll, til að létta á álagi á Keflavíkurflugvelli, ætti Isavia að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni í stað þess að auka flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Auk þess mætti byggja upp flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum til þess að dreifa ferðamönnum betur um landið. Framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að vilji væri til að opna meira á millilandaflug um Reykjavíkurflugvöll en það yrði gert til þess að stytta ferðatíma flugfarþega og létta á álagi á Keflavíkurflugvelli. Hugmyndin hefur verið rædd eftir að British Airways ákváðu að hefja beint flug á milli Keflavíkur og London City-flugvallar. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli vera eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum og að ljóst sé draga verði úr álagi á Keflavíkurflugvöll. Hann vill skoða hugmyndir Isavia þess efnis, með þeim skilyrðum að um verði að ræða hljóðlátari flugvélar, líkt og Isavia leggur til. Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. „Það er nú ekki markmið borgaryfirvalda að auka umferð á Reykjavíkurflugvelli enda er þetta nú ekki flugvöllur sem að verður þarna um ókomna tíð. Ef að það er orðin einhver knýjandi þörf á öðrum alþjóðaflugvelli að þá mundi ég nú telja skynsamlegra að ráðast bara strax í uppbyggingu Hvassahrauns-flugvallar,“ segir S. Björn Blöndal, staðgengill borgarstjóra. Björn segir skynsamlegt að huga að því að tengja betur saman innanlandsflug og millilandaflug, með tilliti til dreifingar ferðamanna um landið og jafnvel með því ná skaplegra verði á farmiðum í innanldansflugi. „Ef að þetta verður til þess að opna augu Isavia, flufélaganna og ríkisins á brýnni þörf fyrir beina tenginu innanlands- og millilandaflugs að þá er það í sjálfu sér ágætt. En þetta er engin framtíðarlausn,“ segir Björn. Björn segir það skýrt í stjórnarsáttmála Ríkisstjórnarflokkanna að flugvallarmálið í Vatnsmýri verði leitt til lykta. „Það gera sér allir grein fyrir því að það er aðeins tímaspursmál hvenær flugvöllurinn í Vatnsmýri í raun og veru lokar en ég mundi nú segja ef að það knýjandi þörf á að fá hér annan alþjóðaflugvöll að þá væri kannski skynsamlegra að styrkja flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri en frekar til þess að létta á Keflavíkurflugvelli. Það mundi líka stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna,“ segir Björn.
Tengdar fréttir Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni "Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn Teitsson í samtali við Vísi. 23. júlí 2017 18:47 Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni "Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn Teitsson í samtali við Vísi. 23. júlí 2017 18:47
Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30