Innlent

John Snorri kominn á toppinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
John Snorri er fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp K2.
John Snorri er fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp K2. Kári Schram
John Snorri Sigurjónsson, fjallgöngumaður, komst í morgun á topp næsthæsta fjalls heims K2, fyrstur Íslendinga. Leið hans á toppinn hefur tekið rúman mánuð en seinasti leggur ferðarinnar upp á toppinn hófst í gærkvöldi.

K2 er eitt hættulegasta fjall heims og er um mikið afrek að ræða hjá John Snorra en fjallið er 8.611 metrar.

Gangan hefur verið erfið og hafa veður og snjóflóð meðal annars sett strik í reikninginn. John Snorri safnar áheitum fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, með göngunni á K2 og hefur mátt fylgjast með leiðangrinum á Facebook-síðunni Lífsspor á K2.

Þeir sem vilja styðja John Snorra og um leið Líf geta gert það á www.lifsspor.is og í síma 9081515. Allur ágóðinn rennur óskertur til uppbyggingar á Kvennadeild Landspítalans.

Nú tekur við gangan niður fjallið en hér fyrir neðan má sjá viðtal sem tekið var við John Snorra áður en hann fór í gönguna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×