Sjómenn uggandi vegna verðfalls Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Gengisstyrking krónunnar skýrir ekki verðfallið á fiskmörkuðum að öllu leyti. Verðið hefur lækkað um meira en 50 prósent milli ára. vísir/stefán Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að þær verðlækkanir sem hafa orðið á fiskmörkuðum í sumar valdi sjómönnum miklum áhyggjum. Verði þær viðvarandi gætu þær reynst þjóðarbúinu afar dýrkeyptar. Engin einhlít skýring hefur fundist á lækkununum. „Ef þorskverðið heldur áfram að lækka svona gríðarlega, þá munu áhrifin á þjóðarbúið koma fljótt í ljós þar sem þorskur er um 45 prósent af öllu aflaverðmæti. Þannig munu laun allra sjómanna lækka sem leiðir til minnkandi tekna sveitarfélaga í formi útsvars og annarra gjalda. Þannig að lækkunin smitar út frá sér. Það er engin spurning um það. Og ef hún verður viðvarandi, sem ég vona auðvitað ekki, þá er alvarleikinn mikill,“ segir hann í samtali við blaðið. Dæmi eru um að verð á óslægðum þorski hafi lækkað um 52 prósent á milli ára. Meðalverð á fiskmörkuðum í lok júnímánaðar var 157 krónur á kíló en kílóverðið var 327 krónur á sama tíma í fyrra. Örn segir að mikil gengisstyrking krónunnar skýri þessa lækkun að einhverju leyti, en þó ekki að öllu. Einnig hafi kostnaður við vinnslu hækkað og þá hafi stóru sjávarútvegsfyrirtækin ekki keypt eins mikið af fiski í sumar og síðustu sumur. Kaupendahópurinn sé því annar en áður. Það geti skýrt lækkunina að hluta. Lækkanirnar hafa, að sögn Arnar, dregið úr áhuga sjómanna og jafnframt leitt til þess að mun færri stunda strandveiðar í ár en í fyrra. „En sumir vilja blása á móti og ég veit til dæmis um strandveiðimenn sem hafa verið að hugleiða það að kanna útflutning á fiski í gámum til þess að selja á erlenda markaði,“ nefnir hann. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að þær verðlækkanir sem hafa orðið á fiskmörkuðum í sumar valdi sjómönnum miklum áhyggjum. Verði þær viðvarandi gætu þær reynst þjóðarbúinu afar dýrkeyptar. Engin einhlít skýring hefur fundist á lækkununum. „Ef þorskverðið heldur áfram að lækka svona gríðarlega, þá munu áhrifin á þjóðarbúið koma fljótt í ljós þar sem þorskur er um 45 prósent af öllu aflaverðmæti. Þannig munu laun allra sjómanna lækka sem leiðir til minnkandi tekna sveitarfélaga í formi útsvars og annarra gjalda. Þannig að lækkunin smitar út frá sér. Það er engin spurning um það. Og ef hún verður viðvarandi, sem ég vona auðvitað ekki, þá er alvarleikinn mikill,“ segir hann í samtali við blaðið. Dæmi eru um að verð á óslægðum þorski hafi lækkað um 52 prósent á milli ára. Meðalverð á fiskmörkuðum í lok júnímánaðar var 157 krónur á kíló en kílóverðið var 327 krónur á sama tíma í fyrra. Örn segir að mikil gengisstyrking krónunnar skýri þessa lækkun að einhverju leyti, en þó ekki að öllu. Einnig hafi kostnaður við vinnslu hækkað og þá hafi stóru sjávarútvegsfyrirtækin ekki keypt eins mikið af fiski í sumar og síðustu sumur. Kaupendahópurinn sé því annar en áður. Það geti skýrt lækkunina að hluta. Lækkanirnar hafa, að sögn Arnar, dregið úr áhuga sjómanna og jafnframt leitt til þess að mun færri stunda strandveiðar í ár en í fyrra. „En sumir vilja blása á móti og ég veit til dæmis um strandveiðimenn sem hafa verið að hugleiða það að kanna útflutning á fiski í gámum til þess að selja á erlenda markaði,“ nefnir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira