Kvikmyndaframleiðendur óhressir með úthlutun til Baltasars Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2017 15:47 Nú gustar um Laufey Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð eftir að Kvikmyndasjóður úthlutaði 60 milljónum til Baltasars Kormáks. Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, telur að reglur hafi verið brotnar við ákvörðun um vilyrði fyrir úthlutun á 60 milljóna króna styrk frá Kvikmyndasjóði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SÍK sendi frá sér nú fyrir stundu. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði til handa Baltasar Kormáks. „Reglan hefur verið sú að það hefur þurft að skila inn handritum. Þarna er skilað inn 40 prósentum af því sem átti að skila inn,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Snorri er jafnframt ósáttur við ummæli Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndastöðvar þess efnis að ábendingar um að reglur hafi verið brotnar séu ættaðar frá vonsviknum aðilum, og segir þau ósmekkleg. Í tilkynningunni frá SÍK segir að heimild til að veita vilyrði um framleiðslustyrk sé meðal annars bundin því skilyrði að fullbúið handrit liggi fyrir og sé um það fjallað í reglugerð um Kvikmyndasjóð. Ekki sé að finna neinar undantekningar frá því skilyrði. „Vilyrði fyrir styrk var því veitt í andstöðu við skýrt og afdráttarlaust ákvæði reglugerðarinnar," segir í tilkynningunni frá SÍK sem hefur sent formlegt erindi til forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, KMÍ, með afriti á mennta- og menningarmálaráðherra þar sem gerðar eru athugasemdir við framkvæmd á úthlutun styrkja úr Kvikmyndasjóði. Í téðu erindi er kallað eftir endurskoðun á verklagi við úthlutun styrkja: „Það er ósk samtakanna að íslenskur kvikmyndaiðnaður blómstri á komandi árum enda ljóst að eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni er mikil. Kvikmyndasjóður og KMÍ spila þar lykilhlutverk og að mati SÍK er gott samstarf milli kvikmyndaiðnaðarins og stjórnvalda forsenda þess að tryggja farsæld greinarinnar og aukin verðmæti.“ Tengdar fréttir Segir Baltasar Kormák fá meira en aðra Eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda Íslands segir tugmilljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 koma á óvart. Takmarka eigi hversu lengi forstöðumaður Kvikmyndasjóðs geti setið í starfi. 10. júlí 2017 06:00 Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, telur að reglur hafi verið brotnar við ákvörðun um vilyrði fyrir úthlutun á 60 milljóna króna styrk frá Kvikmyndasjóði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SÍK sendi frá sér nú fyrir stundu. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði til handa Baltasar Kormáks. „Reglan hefur verið sú að það hefur þurft að skila inn handritum. Þarna er skilað inn 40 prósentum af því sem átti að skila inn,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Snorri er jafnframt ósáttur við ummæli Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndastöðvar þess efnis að ábendingar um að reglur hafi verið brotnar séu ættaðar frá vonsviknum aðilum, og segir þau ósmekkleg. Í tilkynningunni frá SÍK segir að heimild til að veita vilyrði um framleiðslustyrk sé meðal annars bundin því skilyrði að fullbúið handrit liggi fyrir og sé um það fjallað í reglugerð um Kvikmyndasjóð. Ekki sé að finna neinar undantekningar frá því skilyrði. „Vilyrði fyrir styrk var því veitt í andstöðu við skýrt og afdráttarlaust ákvæði reglugerðarinnar," segir í tilkynningunni frá SÍK sem hefur sent formlegt erindi til forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, KMÍ, með afriti á mennta- og menningarmálaráðherra þar sem gerðar eru athugasemdir við framkvæmd á úthlutun styrkja úr Kvikmyndasjóði. Í téðu erindi er kallað eftir endurskoðun á verklagi við úthlutun styrkja: „Það er ósk samtakanna að íslenskur kvikmyndaiðnaður blómstri á komandi árum enda ljóst að eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni er mikil. Kvikmyndasjóður og KMÍ spila þar lykilhlutverk og að mati SÍK er gott samstarf milli kvikmyndaiðnaðarins og stjórnvalda forsenda þess að tryggja farsæld greinarinnar og aukin verðmæti.“
Tengdar fréttir Segir Baltasar Kormák fá meira en aðra Eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda Íslands segir tugmilljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 koma á óvart. Takmarka eigi hversu lengi forstöðumaður Kvikmyndasjóðs geti setið í starfi. 10. júlí 2017 06:00 Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Segir Baltasar Kormák fá meira en aðra Eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda Íslands segir tugmilljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 koma á óvart. Takmarka eigi hversu lengi forstöðumaður Kvikmyndasjóðs geti setið í starfi. 10. júlí 2017 06:00
Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00