Innlent

Guðna Th. boðið í opinbera heimsókn í Reykjadal

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Guðni heldur á gjöf frá vinum sínum í Reykjadal. Mynd af forsetanum prýðir framhlið bolsins. Myndin er ansi lík forsetanum og hver veit nema hann skarti honum við næstu opinberu heimsókn.
Guðni heldur á gjöf frá vinum sínum í Reykjadal. Mynd af forsetanum prýðir framhlið bolsins. Myndin er ansi lík forsetanum og hver veit nema hann skarti honum við næstu opinberu heimsókn. Vísir/Anton Brink
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti gesti sumarbúðanna í Reykjadal í dag eftir að þrír gestir sumarbúðanna höfðu óskað þess sérstaklega að hann kæmi í opinbera heimsókn.

Gleðin er við völd í Reykjadal.Vísir/Anton Brink
Starfsmenn Reykjadals skrifuðu forsetanum tölvupóst þess efnis að hann væri hjartanlega velkominn og Guðni tók boðinu fagnandi. Hann mætti í blíðuna í Reykjadal gestunum, honum sjálfum og fjölskyldu sinni, til mikillar ánægju.

Forsetanum bauðst að taka þátt í dagskrá sumarbúðanna ásamt því að skoða litríkasta leikvöll landsins sem staðsettur er á svæðinu. Guðni var leystur út með gjöfum og þar á meðal var bolur sem prýddi handmálaða mynd af forsetanum sjálfum.

Viðtal við Andrés Pál Baldursson, forstöðumann Reykjadals, og Guðna Th. Jóhannesson, má sjá hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×