Forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði ekki lengur fyrir hendi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2017 11:03 Gísli Gíslason og Jón Gunnarsson virðast nokkuð sammála um að hefja eigi gjaldtöku til þess að fjármagna þær miklu framkvæmdir sem eru fram undan. vísir/pjetur Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að forsendur fyrir áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ekki verða lengur fyrir hendi þegar Spölur afhendir ríkinu göngin á næsta ári, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Stjórnarformaður Spalar telur hins vegar líklegt að gjaldtöku verði framhaldið, hvort sem í Hvalfjarðargöngum eða annars staðar. „Það stefnir í það að þetta verði um mitt næsta ár sem þessi merkilegi áfangi verður þegar þjóðin fær afhent þessi Hvalfjarðargöng til eignar. [...] Í sjálfu sér finnst mér mikilvægt að slíkt gangi eftir og í sjálfu sér er ekkert annað í hyggju en að leggja það til að gjaldtökunni ljúki. Enda má segja að grundvöllur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng sé þar með ekki lengur yfir hendi,“ segir Jón Gunnarsson, sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni á morgun.Nítján ár frá opnun Nítján ár voru í gær frá opnun Hvalfjarðarganga. Samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir að allar skuldir Spalar vegna ganganna yrðu greiddar árið 2018 og að í framhaldinu yrðu þau afhent ríkinu.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar og hafnarstjóri Faxaflóahafna.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir ljóst að ráðast þurfi í framkvæmdir í göngunum í ljósi stöðugrar umferðaraukningar. Þá muni umferð sömuleiðis aukast um að minnsta kosti 10 til 20 prósent verði gjaldið niðurfellt. „Umferðaraukningin kallar á nýtt mannvirki og þar er boltinn hjá ríkinu, hvað menn vilja gera. En nú er verið að ræða þetta í nefnd á vegum samgönguráðherra,“ segir Gísli, en hann situr í nefndinni sem um ræðir.Stór verkefni fram undan Jón Gunnarsson virðist sammála Gísla, en hann bendir á að umfangsmiklar framkvæmdir séu fram undan. Verkefnin séu það stór að leita þurfi leiða til þess að fjármagna þau með einum eða öðrum hætti, hvort sem um verði að ræða gjaldtöku eða annað. „Þetta er mjög einfalt í mínum huga. Forsendurnar fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng eru ekki fyrir hendi eftir að Spölur hefur greitt upp sínar skuldir vegna gerðar þeirra. Og síðan er það bara önnur ákvörðun hvort menn fara í gjaldtöku í önnur verkefni og tvöföldun ganganna gæti orðið hluti af því síðar,“ segir Jón. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að forsendur fyrir áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ekki verða lengur fyrir hendi þegar Spölur afhendir ríkinu göngin á næsta ári, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Stjórnarformaður Spalar telur hins vegar líklegt að gjaldtöku verði framhaldið, hvort sem í Hvalfjarðargöngum eða annars staðar. „Það stefnir í það að þetta verði um mitt næsta ár sem þessi merkilegi áfangi verður þegar þjóðin fær afhent þessi Hvalfjarðargöng til eignar. [...] Í sjálfu sér finnst mér mikilvægt að slíkt gangi eftir og í sjálfu sér er ekkert annað í hyggju en að leggja það til að gjaldtökunni ljúki. Enda má segja að grundvöllur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng sé þar með ekki lengur yfir hendi,“ segir Jón Gunnarsson, sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni á morgun.Nítján ár frá opnun Nítján ár voru í gær frá opnun Hvalfjarðarganga. Samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir að allar skuldir Spalar vegna ganganna yrðu greiddar árið 2018 og að í framhaldinu yrðu þau afhent ríkinu.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar og hafnarstjóri Faxaflóahafna.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir ljóst að ráðast þurfi í framkvæmdir í göngunum í ljósi stöðugrar umferðaraukningar. Þá muni umferð sömuleiðis aukast um að minnsta kosti 10 til 20 prósent verði gjaldið niðurfellt. „Umferðaraukningin kallar á nýtt mannvirki og þar er boltinn hjá ríkinu, hvað menn vilja gera. En nú er verið að ræða þetta í nefnd á vegum samgönguráðherra,“ segir Gísli, en hann situr í nefndinni sem um ræðir.Stór verkefni fram undan Jón Gunnarsson virðist sammála Gísla, en hann bendir á að umfangsmiklar framkvæmdir séu fram undan. Verkefnin séu það stór að leita þurfi leiða til þess að fjármagna þau með einum eða öðrum hætti, hvort sem um verði að ræða gjaldtöku eða annað. „Þetta er mjög einfalt í mínum huga. Forsendurnar fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng eru ekki fyrir hendi eftir að Spölur hefur greitt upp sínar skuldir vegna gerðar þeirra. Og síðan er það bara önnur ákvörðun hvort menn fara í gjaldtöku í önnur verkefni og tvöföldun ganganna gæti orðið hluti af því síðar,“ segir Jón. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira