Samgönguráðherra telur nauðsynlegt að auka frjálsræði í leigubílaakstri Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 19:41 Formaður Frama, félags leigubílstjóra leggst gegn áformum samgönguráðherra um að gefa út eitt hundrað ný leyfi fyrir leigubíla og segir enga þörf á fjölgun leigubíla. Samgönguráðherra segir hins vegar að fjölga þurfi leyfunum vegna álags og segir að frekara frjálsræði í leigubílaakstri hljóti að verða skoðað í framtíðinni. Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. „Það er alveg ljóst að þjónustan hefur á ákveðnum álagstímum sérstaklega um helgar verið óásættanleg í miðborginni. Leyfum hefur ekki verið fjölgað á undanförnum árum til dæmis í neinu samræmi við til dæmis aukningu á ferðamannastraumi og öðru,“ segir Jón. En leyfum hafi nánast ekkert fjölgað frá því reglugerð var breytt árið 2003. Nú sé verið að skoða breytt umhverfi í þessum efnum. „Og í mínum huga munum við þurfa einhvern veginn að opna þetta kerfi meira en verið hefur. Við þurfum að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum,“ segir samgönguráðherra. Þótt hér séu ríkar kröfur gerðar til þeirra sem stundi leigubílaakstur vill ráðherrann skoða ferkari breytingar í frjálsræðisátt þótt Uber sé kannski ekki í myndinni í bráð. „Hvaða fyrirkomulag sem það verður held ég að það sé óumflyjanlegt hjá okkur að við munum sjá breytingar á þessu umhverfi. Það er slæmt að þróunin sé að gerast með þeim hætti að það séu hér einhverjar fésbókarsíður sem eru farnar að sinna þessu hlutverki. Við þurfum að ná utan um það með einhverjum lagaramma þannig að hér sé þá verið að fylgja þeim grundvallarreglum sem við setjum,“ segir Jón. Ástgeir Þorsteinsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa. Bílstjórar bíði í allt að 45 mínútur eftir næsta verkefni. Hann vill ekki meina að leigubílar á Íslandi séu dýrir og því hafi eftirspurn eftir þeim ekki vaxið með auknum fólksfjölda og ferðamannastraumi. „Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu,“ segir Ástgeir Þorsteinsson. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Formaður Frama, félags leigubílstjóra leggst gegn áformum samgönguráðherra um að gefa út eitt hundrað ný leyfi fyrir leigubíla og segir enga þörf á fjölgun leigubíla. Samgönguráðherra segir hins vegar að fjölga þurfi leyfunum vegna álags og segir að frekara frjálsræði í leigubílaakstri hljóti að verða skoðað í framtíðinni. Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. „Það er alveg ljóst að þjónustan hefur á ákveðnum álagstímum sérstaklega um helgar verið óásættanleg í miðborginni. Leyfum hefur ekki verið fjölgað á undanförnum árum til dæmis í neinu samræmi við til dæmis aukningu á ferðamannastraumi og öðru,“ segir Jón. En leyfum hafi nánast ekkert fjölgað frá því reglugerð var breytt árið 2003. Nú sé verið að skoða breytt umhverfi í þessum efnum. „Og í mínum huga munum við þurfa einhvern veginn að opna þetta kerfi meira en verið hefur. Við þurfum að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum,“ segir samgönguráðherra. Þótt hér séu ríkar kröfur gerðar til þeirra sem stundi leigubílaakstur vill ráðherrann skoða ferkari breytingar í frjálsræðisátt þótt Uber sé kannski ekki í myndinni í bráð. „Hvaða fyrirkomulag sem það verður held ég að það sé óumflyjanlegt hjá okkur að við munum sjá breytingar á þessu umhverfi. Það er slæmt að þróunin sé að gerast með þeim hætti að það séu hér einhverjar fésbókarsíður sem eru farnar að sinna þessu hlutverki. Við þurfum að ná utan um það með einhverjum lagaramma þannig að hér sé þá verið að fylgja þeim grundvallarreglum sem við setjum,“ segir Jón. Ástgeir Þorsteinsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa. Bílstjórar bíði í allt að 45 mínútur eftir næsta verkefni. Hann vill ekki meina að leigubílar á Íslandi séu dýrir og því hafi eftirspurn eftir þeim ekki vaxið með auknum fólksfjölda og ferðamannastraumi. „Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu,“ segir Ástgeir Þorsteinsson.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira