Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. júlí 2017 15:00 Kassi sem AMS vill skyggnast í er í sérstyrktu rými undir efsta þilfari Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi um 120 mílur undan Íslandi. MYND/AMS Kassi sem breska fyrirtækið Advanced Marine Services vill koma höndum yfir og liggur í flaki þýska flutningaskipsins Minden gæti rúmað gull fyrir meira en tólf milljarða króna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur AMS í starfsleyfisumsókn til Umhverfisstofnunar sagst hafa fundið áhugaverðan kassa í póstherbergi undir efsta þilfari Minden. Segist fyrirtækið telja að í kassanum séu verðmætir málmar. Samkvæmt mati AMS á stærð kassans gæti hann verið um það bil 0,2 rúmmetrar. Slíkur kassi gæti rúmað hátt í fjögur tonn af gulli. Sé verðmætur málmur í kassanum og sé sá málmur gull gæti því verið um gríðarleg auðævi að tefla. Ef þar væru til dæmis þrjú tonn af gulli væri markaðsverðmæti þess liðlega 12 milljarðar króna. Ekki er gefið upp af hálfu AMS nákvæmlega hvaða verðmætu málma fyrirtækið telur vera í kassanum. Aðspurður útilokar Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ekki að það gætu verið málmar á borð við gull eða silfur. „Það gæti bara vel verið en ég veit það ekki,“ svarar hann. AMS telur Minden og allt sem er í flakinu ekki tilheyra neinum. Skipið hafi legið óhreyft á hafsbotni frá því áhöfnin sökkti því fyrir nærri 78 árum og enginn gert tilraun til að endurheimta það. Ætlunin sé að skera gat á skrokk skipsins til að ná kassanum út, lyfta honum upp á yfirborðið og flytja til Bretlands. Ítarlega var fjallað um Minden-málið í Fréttablaðinu 29. apríl síðastliðinn. Sagt var frá því að engar heimildir bentu til þess að verðmætur farmur hefði verið um borð er Minden sigldi frá Ríó í Brasilíu áleiðis til Þýskalands þegar heimsstyrjöldin síðari var að brjótast út. Hins vegar kom fram að stuttu fyrir brottför 6. september 1939 hefðu komið tveir menn frá fyrirtækinu Stolze og Co. og einn starfsmaður Banco Germanico og viljað sigla með skipinu sem farþegar. Banco Germanico hafi verið dótturfyrirtæki þýsku bankanna Dresdner Bank og Darmstädter und Nationalbank og starfað í Suður-Ameríku. Í gær rann út frestur ýmissa stofnana auk utanríkisráðuneytisins til að senda Umhverfisstofnun umsagnir vegna beiðni AMS um starfsleyfi til að skera gat á Minden. Ekki fengust upplýsingar í gær um hvaða umsagnir hefðu borist en þess er vænst að utanríkisráðuneytið geri í umsögn sinni grein fyrir lagalegum álitamálum varðandi eignarhald og umráðarétt yfir Minden. Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Kassi sem breska fyrirtækið Advanced Marine Services vill koma höndum yfir og liggur í flaki þýska flutningaskipsins Minden gæti rúmað gull fyrir meira en tólf milljarða króna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur AMS í starfsleyfisumsókn til Umhverfisstofnunar sagst hafa fundið áhugaverðan kassa í póstherbergi undir efsta þilfari Minden. Segist fyrirtækið telja að í kassanum séu verðmætir málmar. Samkvæmt mati AMS á stærð kassans gæti hann verið um það bil 0,2 rúmmetrar. Slíkur kassi gæti rúmað hátt í fjögur tonn af gulli. Sé verðmætur málmur í kassanum og sé sá málmur gull gæti því verið um gríðarleg auðævi að tefla. Ef þar væru til dæmis þrjú tonn af gulli væri markaðsverðmæti þess liðlega 12 milljarðar króna. Ekki er gefið upp af hálfu AMS nákvæmlega hvaða verðmætu málma fyrirtækið telur vera í kassanum. Aðspurður útilokar Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ekki að það gætu verið málmar á borð við gull eða silfur. „Það gæti bara vel verið en ég veit það ekki,“ svarar hann. AMS telur Minden og allt sem er í flakinu ekki tilheyra neinum. Skipið hafi legið óhreyft á hafsbotni frá því áhöfnin sökkti því fyrir nærri 78 árum og enginn gert tilraun til að endurheimta það. Ætlunin sé að skera gat á skrokk skipsins til að ná kassanum út, lyfta honum upp á yfirborðið og flytja til Bretlands. Ítarlega var fjallað um Minden-málið í Fréttablaðinu 29. apríl síðastliðinn. Sagt var frá því að engar heimildir bentu til þess að verðmætur farmur hefði verið um borð er Minden sigldi frá Ríó í Brasilíu áleiðis til Þýskalands þegar heimsstyrjöldin síðari var að brjótast út. Hins vegar kom fram að stuttu fyrir brottför 6. september 1939 hefðu komið tveir menn frá fyrirtækinu Stolze og Co. og einn starfsmaður Banco Germanico og viljað sigla með skipinu sem farþegar. Banco Germanico hafi verið dótturfyrirtæki þýsku bankanna Dresdner Bank og Darmstädter und Nationalbank og starfað í Suður-Ameríku. Í gær rann út frestur ýmissa stofnana auk utanríkisráðuneytisins til að senda Umhverfisstofnun umsagnir vegna beiðni AMS um starfsleyfi til að skera gat á Minden. Ekki fengust upplýsingar í gær um hvaða umsagnir hefðu borist en þess er vænst að utanríkisráðuneytið geri í umsögn sinni grein fyrir lagalegum álitamálum varðandi eignarhald og umráðarétt yfir Minden.
Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira