Ringulreið á safnstæðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júlí 2017 20:00 Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Nokkur ringulreið var við safnstæðin í borginni í dag þar sem bílstjórar eru að venjast nýju banni við akstri hópferðabíla sem tók gildi í gær. Níu rútur biðu í röð við stæði sem ætlað er einu til þremur ökutækjum en minni bílar fluttu töskur farþega að stöðvunum. Auk bannsins hefur borgin sett tilmæli um akstursstefnu hópbifreiða um götur í útjaðri bannsvæðisins. Til dæmis er óheimilt að aka upp Njarðargötuna en svokölluðum hoppferðabílar Kynnisferða munu hundsa bannið þar til í ágúst þar sem tíma tekur að aðlaga leiðsögukerfið að nýrri akstursleið. Framkvæmdastjóri Kynnisferða lagði leið sína í bæinn í morgun og fylgdist með gangi mála. „Safnstæðin eru fyrir eina til tvær, kannski þrjár rútur af minni gerðinni. Ég fór og fylgdist með í morgun og sá níu hópferðabíla bíða í röð eftir að komast að safnstæðinu og inn á safnstæðið," segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það var smá ringulreið í fólkinu. Vissi ekki hvert það ætti að fara. Það voru margir bílar og þeir litu margir eins út. En þetta leystist allt á endanum," segir hann. Miðað er við að rútubílstjórar tæmi og fylli rúturnar á fimm á mínútum. Kristján segir það ekki ganga upp. „Í einstaka tilvikum kannski. En þegar þú ert að afferma bíl með 30 til 40 eða 50 farþegum eða að ferma bíl með 30, 40 eða 50 farþegum, þá gengur það ekki," segir hann. Bílstjórar fóru nokkrum sinum inn á bannsvæðið í dag en Kristján segir það meðal annars hafa verið gert til að sækja farþega í neyð. Einnig séu einhverjir bílstjórar á móti banninu og hafa ekki þar með hlýtt því en á því verður tekið. Þá var nokkuð um sendiferðabíla á bannsvæðinu í dag sem fluttu töskur farþega að rútustæðunum. Rútubannið verður endurskoðað hjá borginni í vetur og Kristján telur að ýmislegt mætti þá gera betur. „Ef það á að gera þessi safnstæði að veruleika til framtíðar þarf að gera þau enn betur. Það þarf að merkja þau betur. Við erum ennþá að sjá einkabíla leggja í stæðin. Það þarf að koma upp skýlum svo fólk geti átt einhvern stað á meðan það bíður. Við erum ekki að tala um nokkra einstaklinga. Við erum að tala um jafnvel þúsund manns á dag," segir Kristján. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Nokkur ringulreið var við safnstæðin í borginni í dag þar sem bílstjórar eru að venjast nýju banni við akstri hópferðabíla sem tók gildi í gær. Níu rútur biðu í röð við stæði sem ætlað er einu til þremur ökutækjum en minni bílar fluttu töskur farþega að stöðvunum. Auk bannsins hefur borgin sett tilmæli um akstursstefnu hópbifreiða um götur í útjaðri bannsvæðisins. Til dæmis er óheimilt að aka upp Njarðargötuna en svokölluðum hoppferðabílar Kynnisferða munu hundsa bannið þar til í ágúst þar sem tíma tekur að aðlaga leiðsögukerfið að nýrri akstursleið. Framkvæmdastjóri Kynnisferða lagði leið sína í bæinn í morgun og fylgdist með gangi mála. „Safnstæðin eru fyrir eina til tvær, kannski þrjár rútur af minni gerðinni. Ég fór og fylgdist með í morgun og sá níu hópferðabíla bíða í röð eftir að komast að safnstæðinu og inn á safnstæðið," segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það var smá ringulreið í fólkinu. Vissi ekki hvert það ætti að fara. Það voru margir bílar og þeir litu margir eins út. En þetta leystist allt á endanum," segir hann. Miðað er við að rútubílstjórar tæmi og fylli rúturnar á fimm á mínútum. Kristján segir það ekki ganga upp. „Í einstaka tilvikum kannski. En þegar þú ert að afferma bíl með 30 til 40 eða 50 farþegum eða að ferma bíl með 30, 40 eða 50 farþegum, þá gengur það ekki," segir hann. Bílstjórar fóru nokkrum sinum inn á bannsvæðið í dag en Kristján segir það meðal annars hafa verið gert til að sækja farþega í neyð. Einnig séu einhverjir bílstjórar á móti banninu og hafa ekki þar með hlýtt því en á því verður tekið. Þá var nokkuð um sendiferðabíla á bannsvæðinu í dag sem fluttu töskur farþega að rútustæðunum. Rútubannið verður endurskoðað hjá borginni í vetur og Kristján telur að ýmislegt mætti þá gera betur. „Ef það á að gera þessi safnstæði að veruleika til framtíðar þarf að gera þau enn betur. Það þarf að merkja þau betur. Við erum ennþá að sjá einkabíla leggja í stæðin. Það þarf að koma upp skýlum svo fólk geti átt einhvern stað á meðan það bíður. Við erum ekki að tala um nokkra einstaklinga. Við erum að tala um jafnvel þúsund manns á dag," segir Kristján.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent