Innlent

Fréttamaður spilaði með ítölskum píanósnillingi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Ludovico Einaudi við flygilinn í Eldborgarsalnum í dag
Ludovico Einaudi við flygilinn í Eldborgarsalnum í dag Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Ítalska tónskáldið og píanóleikarinn Ludovico Einaudi er staddur hér á landi og undirbýr tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar á morgun. Í dag valdi hann píanóið sem hann mun nota og morgun.

Ludovico Einaudi hefur samið mörg þekkt verk í gegnum tíðina og samdi hann meðal annars tónlist fyrir frönsku kvikmyndina The Untouchables sem tilnefnd var til óskarsverðlauna en önnur verk Einaudi hafa verið notuð í meira en tuttugu öðrum kvikmyndum.

Einaudi heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar á morgun en þar var hann í dag til þess að velja flygil sem að spilar á á tónleikunum. Á morgun mun hann leika úrval verka af nýjustu plötu sinni „Elements” auk fjölda annarra verka frá hans magnaða tónsmíðaferli en með honum kemur fram sex manna hljómsveit. Hann segir píanóáhugan hafa vaknað þegar hann var ungur að árum.

„Píanóið var fyrsta hljóðfærið sem ég kynntist þegar ég var barn því móðir mín lék á það heima.Það lá því beinast við að ég myndi læra á píanó,“ segir Einaudi.

Einaudi hefur komið hingað til lands áður og lætur vel af landi og þjóð.

„Ég kann vel við mig hér. Birtan sem mætir manni og loftið sem maður andar að sér þegar maður kemurút úr flugvélinni er engu líkt. Ég hlakka mikið til að dvelja hér í nokkra daga eftir tónleikana,“ segir Einaudi.

Einaudi og hljómsveit hans hafa verið á tónleikaferðalagi víða um heim frá árinu 2015 allt frá Óperuhúsinu í Sidney til Royal Albert Hall en tónleikar hans draga að húsfylli á þeim stöðum þar sem hann hefur spilað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×