Vildum kaupa það sem börnin hefðu gaman af Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2017 09:15 Fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar við afhendingu gjafanna á skrifstofu SKB í Hlíðasmára, Katrín Halldórsdóttir, Kristín Ísold Jóhannesdóttir, Andrea Þórey Sigurðardóttir og Snorri Páll Þórðarson. Unglingar í félagsmiðstöðinni Pegasus í Álfhólsskóla héldu bingó á dögunum og gáfu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) leikjatölvur og spil. „Við vildum kaupa eitthvað sem börnin hefðu gaman af,“ segir Snorri Páll Þórðarson, forstöðumaður Pegasus, og lýsir verkefninu. „Við ákváðum fyrst hvaða málefni við vildum styrkja. Ein stúlka í hópnum hafði misst systur sína úr krabbameini og kynnst SKB af eigin raun og það var einróma samþykkt að styrkja þau samtök. Við vildum ekki gefa pening svo við höfðum samband við félagið og fréttum þar að það vantaði leikjatölvur í hvíldaríbúðirnar sem foreldrar utan af landi dvelja í þegar börn þeirra eru í meðferð. Oft eru systkini með og börnin sem liggja inni koma þangað í heimsókn.“ Snorri segir unglingana hafa safnað alveg fáránlega flottum vinningum. „Krakkarnir notuðu sín tengsl. Vinningarnir voru að andvirði þrjú til fjögur hundruð þúsunda. Það eina sem við eyddum pening í var kakó, við fengum meira að segja vöffludeigið frítt.“ Aðsóknin að bingókvöldinu var ágæt, hefði þó mátt vera betri, að sögn Snorra Páls. „En af því að Landsbankinn tvöfaldaði upphæðina sem við fengum inn fyrir bingóið náðum við um 320 þúsundum þetta kvöld og gátum keypt Play Station leikjatölvur, þrjá leiki, auka fjarstýringar og svo þrjú borðspil á hvert heimili. Krakkar vilja spila það sem er nýtt. Ég veit hvernig það er í félagsmiðstöðvum og ef börn eru í krabbameinsrannsóknum og meðferðum þá eiga þau það fyllilega skilið,“ segir hann og telur verkefnið hafa verið bæði skemmtilegt og þroskandi fyrir hópinn sem að því stóð. „Það er ekkert sjálfgefið að vera heilbrigður og viðfangsefnið vakti okkur til umhugsunar um það. Svo skiptir máli að hjálpa svona samtökum því yfirleitt er bágborin staða hjá þeim.“ Borðspil Kópavogur Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Unglingar í félagsmiðstöðinni Pegasus í Álfhólsskóla héldu bingó á dögunum og gáfu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) leikjatölvur og spil. „Við vildum kaupa eitthvað sem börnin hefðu gaman af,“ segir Snorri Páll Þórðarson, forstöðumaður Pegasus, og lýsir verkefninu. „Við ákváðum fyrst hvaða málefni við vildum styrkja. Ein stúlka í hópnum hafði misst systur sína úr krabbameini og kynnst SKB af eigin raun og það var einróma samþykkt að styrkja þau samtök. Við vildum ekki gefa pening svo við höfðum samband við félagið og fréttum þar að það vantaði leikjatölvur í hvíldaríbúðirnar sem foreldrar utan af landi dvelja í þegar börn þeirra eru í meðferð. Oft eru systkini með og börnin sem liggja inni koma þangað í heimsókn.“ Snorri segir unglingana hafa safnað alveg fáránlega flottum vinningum. „Krakkarnir notuðu sín tengsl. Vinningarnir voru að andvirði þrjú til fjögur hundruð þúsunda. Það eina sem við eyddum pening í var kakó, við fengum meira að segja vöffludeigið frítt.“ Aðsóknin að bingókvöldinu var ágæt, hefði þó mátt vera betri, að sögn Snorra Páls. „En af því að Landsbankinn tvöfaldaði upphæðina sem við fengum inn fyrir bingóið náðum við um 320 þúsundum þetta kvöld og gátum keypt Play Station leikjatölvur, þrjá leiki, auka fjarstýringar og svo þrjú borðspil á hvert heimili. Krakkar vilja spila það sem er nýtt. Ég veit hvernig það er í félagsmiðstöðvum og ef börn eru í krabbameinsrannsóknum og meðferðum þá eiga þau það fyllilega skilið,“ segir hann og telur verkefnið hafa verið bæði skemmtilegt og þroskandi fyrir hópinn sem að því stóð. „Það er ekkert sjálfgefið að vera heilbrigður og viðfangsefnið vakti okkur til umhugsunar um það. Svo skiptir máli að hjálpa svona samtökum því yfirleitt er bágborin staða hjá þeim.“
Borðspil Kópavogur Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira