Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2017 06:00 Fjölmargir koma að skipulagningu mótsins enda í mörg horn að líta og var líf og fjör þegar Fréttablaðið leit við. Tryggt er að 36 skátar sem ekki hefðu annars efni á því geti komist með aðstoð Aurora-styrktarsjóðsins. vísir/eyþór „Þetta verður eitt langstærsta skátamót á Íslandi til þessa,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, en undirbúningur fyrir World Scout Moot, sem haldið verður í lok júlí, er nú í fullum gangi. Um fimm þúsund manns munu taka þátt í mótinu, fjögur þúsund skátar og yfir þúsund sjálfboðaliðar, þar af 650 erlendir. Mótið er haldið í fimmtánda sinn og hefur aldrei verið stærra en það er fyrir 18-25 ára skáta um allan heim. Alls koma þátttakendur frá 106 löndum.„Heildargjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið vegna mótsins eru áætlaðar um tveir og hálfur milljarður króna. Einstaklingar með ævintýraþrá sem vilja kynnast ólíkum menningarheimum sækja svona mót,“ segir hann. Hermann segir að krónan hafi leikið mótið grátt en vonast er til að það komi út á sléttu þrátt fyrir styrkingu krónunnar. „Við settum upp áætlun árið 2015. Þá var gengið 130. Þetta hefur vissulega gert okkur erfitt fyrir eins og öllum öðrum sem eru í ferðaþjónustu. Við eigum marga góða samstarfsaðila sem hafa lagt okkur lið og hefur það verið ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna.“ Áætlað er að skátarnir leggi fram um 20 þúsund sjálfboðaliðavinnustundir á stöðum sem þeim verður dreift á og segir Hermann að þeir muni meðal annars laga stíginn í Reykjadal við Hveragerði, búa til nestislund í Öskjuhlíð, hreinsa mýrlendi á Akranesi og fleira og fleira. Íslenska ríkið hefur stutt verkefnið um ríflega 100 milljónir sem hefur gert það mögulegt að stækka mótið frá því að vera 2.000 manna mót í Kanada árið árið 2013 í það að vera yfir 5.000 manna mót. „Á mótinu mætast ólíkir menningarheimar, fólk með ólík trúarbrögð, umgengnisvenjur, matarvenjur og fleira. Þetta er heillandi áskorun sem íslensku skátarnir hlakka til að mæta í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað að undanförnu í heiminum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
„Þetta verður eitt langstærsta skátamót á Íslandi til þessa,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, en undirbúningur fyrir World Scout Moot, sem haldið verður í lok júlí, er nú í fullum gangi. Um fimm þúsund manns munu taka þátt í mótinu, fjögur þúsund skátar og yfir þúsund sjálfboðaliðar, þar af 650 erlendir. Mótið er haldið í fimmtánda sinn og hefur aldrei verið stærra en það er fyrir 18-25 ára skáta um allan heim. Alls koma þátttakendur frá 106 löndum.„Heildargjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið vegna mótsins eru áætlaðar um tveir og hálfur milljarður króna. Einstaklingar með ævintýraþrá sem vilja kynnast ólíkum menningarheimum sækja svona mót,“ segir hann. Hermann segir að krónan hafi leikið mótið grátt en vonast er til að það komi út á sléttu þrátt fyrir styrkingu krónunnar. „Við settum upp áætlun árið 2015. Þá var gengið 130. Þetta hefur vissulega gert okkur erfitt fyrir eins og öllum öðrum sem eru í ferðaþjónustu. Við eigum marga góða samstarfsaðila sem hafa lagt okkur lið og hefur það verið ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna.“ Áætlað er að skátarnir leggi fram um 20 þúsund sjálfboðaliðavinnustundir á stöðum sem þeim verður dreift á og segir Hermann að þeir muni meðal annars laga stíginn í Reykjadal við Hveragerði, búa til nestislund í Öskjuhlíð, hreinsa mýrlendi á Akranesi og fleira og fleira. Íslenska ríkið hefur stutt verkefnið um ríflega 100 milljónir sem hefur gert það mögulegt að stækka mótið frá því að vera 2.000 manna mót í Kanada árið árið 2013 í það að vera yfir 5.000 manna mót. „Á mótinu mætast ólíkir menningarheimar, fólk með ólík trúarbrögð, umgengnisvenjur, matarvenjur og fleira. Þetta er heillandi áskorun sem íslensku skátarnir hlakka til að mæta í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað að undanförnu í heiminum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira