Fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. júní 2017 11:45 Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni. Brotin voru öll framin á Hóteli á Suðurlandi í febrúar í kjölfar árshátíðar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Manninum var gefin að sök nauðgun, með því að hafa farið inn í herbergi nr. 311 á hóteli þar sem kona lá sofandi í rúmi, strokið læri hennar, fært nærbuxur hennar til hliðar og haft samræði við hana gegn hennar vilja, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Konan ýtti ákærða ofan af sér um leið og hún vaknaði og varð þess vör að ákærði var að hafa samræði við sig og í kjölfarið yfirgaf ákærði herbergið. Önnur kona kærði manninn fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa í kjölfarið á fyrsta atvikinu farið inn í herbergi nr. 203, þar sem konan lá sofandi í rúmi ásamt fleirum, strokið bæði læri hennar að innanverðu og innan klæða, og rass utan klæða. Í kjölfarið vaknaði konan og ásamt vitni sem vísaði ákærða út úr herberginu. Í kjölfarið á þessu fór maðurinn inn í herbergi nr. 207, þar sem þriðja konan lá sofandi í rúmi, klæddi hana úr nærbuxum og stakk fingrum inn í leggöng hennar gegn hennar vilja, notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn hætti um leið og hann varð var við að konan væri vöknuð og fór þá inn á salerni herbergisins þar sem lögregla handtók ákærða skömmu síðar.Bar fyrir sig ljótan misskilning Við handtöku var maðurinn með kvenmannsnærbuxur í brjóstvasa sínum sem voru í eigu þriðju konunnar. Þegar maðurinn var spurður hvort hann hefði brotið gegn fyrstu konunni sagðist hann ekki hafa áttað sig á því að hún hefði upplifað að hann hefði brotið gegn sér fyrr en hún hefði sagt honum að hætta og þá hafi hann gert það. Um annað brotið sagðist hann hafa verið að leita að tóbaki í rúmi konunnar en að hann hefði ekki snert hana. Um þriðja brotið sagði hann að um ljótan misskilning væri að ræða og að honum hefði verið boðið til konunnar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ásetningur mannsins til brotanna hafi verið einbeittur, en hann hélt brotum sínum áfram þrátt fyrir að hafa verið hent út af tveimur hótelherbergjum og hætti ekki fyrr en komið var að honum. Allir brotaþolar hafi verið sofandi þegar hann kom að þeim og að það hafi verið honum ljóst. Framburður mannsins þótti ekki að öllu leyti skýr, en framburður kvennanna þriggja þótti hins vegar stöðugur og skýr. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Honum var auk þess gert að greiða tveimur kvennanna 1.500.000 krónur í miskabætur og þriðju konunni 800.000 krónur. Þá þarf hann að greiða allan kostnað af málsvörn sinni og réttargæslu kvennanna. Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni. Brotin voru öll framin á Hóteli á Suðurlandi í febrúar í kjölfar árshátíðar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Manninum var gefin að sök nauðgun, með því að hafa farið inn í herbergi nr. 311 á hóteli þar sem kona lá sofandi í rúmi, strokið læri hennar, fært nærbuxur hennar til hliðar og haft samræði við hana gegn hennar vilja, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Konan ýtti ákærða ofan af sér um leið og hún vaknaði og varð þess vör að ákærði var að hafa samræði við sig og í kjölfarið yfirgaf ákærði herbergið. Önnur kona kærði manninn fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa í kjölfarið á fyrsta atvikinu farið inn í herbergi nr. 203, þar sem konan lá sofandi í rúmi ásamt fleirum, strokið bæði læri hennar að innanverðu og innan klæða, og rass utan klæða. Í kjölfarið vaknaði konan og ásamt vitni sem vísaði ákærða út úr herberginu. Í kjölfarið á þessu fór maðurinn inn í herbergi nr. 207, þar sem þriðja konan lá sofandi í rúmi, klæddi hana úr nærbuxum og stakk fingrum inn í leggöng hennar gegn hennar vilja, notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn hætti um leið og hann varð var við að konan væri vöknuð og fór þá inn á salerni herbergisins þar sem lögregla handtók ákærða skömmu síðar.Bar fyrir sig ljótan misskilning Við handtöku var maðurinn með kvenmannsnærbuxur í brjóstvasa sínum sem voru í eigu þriðju konunnar. Þegar maðurinn var spurður hvort hann hefði brotið gegn fyrstu konunni sagðist hann ekki hafa áttað sig á því að hún hefði upplifað að hann hefði brotið gegn sér fyrr en hún hefði sagt honum að hætta og þá hafi hann gert það. Um annað brotið sagðist hann hafa verið að leita að tóbaki í rúmi konunnar en að hann hefði ekki snert hana. Um þriðja brotið sagði hann að um ljótan misskilning væri að ræða og að honum hefði verið boðið til konunnar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ásetningur mannsins til brotanna hafi verið einbeittur, en hann hélt brotum sínum áfram þrátt fyrir að hafa verið hent út af tveimur hótelherbergjum og hætti ekki fyrr en komið var að honum. Allir brotaþolar hafi verið sofandi þegar hann kom að þeim og að það hafi verið honum ljóst. Framburður mannsins þótti ekki að öllu leyti skýr, en framburður kvennanna þriggja þótti hins vegar stöðugur og skýr. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Honum var auk þess gert að greiða tveimur kvennanna 1.500.000 krónur í miskabætur og þriðju konunni 800.000 krónur. Þá þarf hann að greiða allan kostnað af málsvörn sinni og réttargæslu kvennanna.
Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15