Mikið tjón eftir brunann í Skerjafirði: „Það var bara bál upp í loft“ Gissur Sigurðsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. júní 2017 14:19 Mikið tjón varð á sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi þegar eldur kviknaði út frá gasgrilli sem búið var að slökkva á. Ef einhver gasleki er, jafnvel þó búið sé að slökkva á grillinu, getur stöðurafmagn valdið íkveikju að sögn forvarnardeildar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöldi vegna eldsins. „Við áttum ekki von á þessu, með nýja, fína grillið okkar. Við grilluðum bara úti og settumst inn að borða. Vorum búin að vera að borða í svona tíu mínútum og kíkjum út þá stendur grillið í ljósum logum. Mér heyrðist á lögreglumönnum að þau héldu að það hefði lekið fita á gasslöngu eftir að við hættum að grilla,“ segir Stefán Sigurjónsson, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Þegar slökkviliði hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins og verið var að reykræsta kom í ljós að reykurinn hafði borist yfir í þakrennu og inn í húsið. „Það var bara bál upp í loft,“ segir Stefán. „Mér var verulega brugðið en ég átti svo sem alveg von á því, það er mikið af þurru spreki þarna uppi.“Skemmdir eru talsverðar.Vísir/EyþórHreinn olíubruni Bjarni Kjartansson, forstöðumaður forvarnardeildar slökkviliðsins, segir að fyrst og fremst sé tvennt sem þurfi að hafa í huga til að forðast að eldur komi upp í grilli. „Annars vegar eru það þrif á grillinu sjálfu vegna þess að það er alveg lygilega mikil fitusöfnun sem getur orðið við þessa steikingu og þetta safnast upp í annaðhvort einhverja bakka eða skúffu eða sérstaka fitugildru. Getur líka safnast upp innan á við brennara og bara hvar sem það getur lekið. Ef það kviknar síðan í við eldun, bara í kjötinu sjálfu eða í fitu á grindunum, þá getur sá eldur mjög hratt borist í aðra fitu á grillinu,“ segir Bjarni. „Þetta er ekkert annað en hreinn olíubruni þegar þetta fer af stað. Síðan getur bruni í grillinu sjálfu líka laskað eða hreinlega rofið gaslögnina.“ En hvernig getur eldur kviknað ef búið er að drepa á grillinu? „Ef það lekur gas einhverstaðar þá getur stöðurafmagn nægt til að kveikja í því.“ Tengdar fréttir Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Mikið tjón varð á sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi þegar eldur kviknaði út frá gasgrilli sem búið var að slökkva á. Ef einhver gasleki er, jafnvel þó búið sé að slökkva á grillinu, getur stöðurafmagn valdið íkveikju að sögn forvarnardeildar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöldi vegna eldsins. „Við áttum ekki von á þessu, með nýja, fína grillið okkar. Við grilluðum bara úti og settumst inn að borða. Vorum búin að vera að borða í svona tíu mínútum og kíkjum út þá stendur grillið í ljósum logum. Mér heyrðist á lögreglumönnum að þau héldu að það hefði lekið fita á gasslöngu eftir að við hættum að grilla,“ segir Stefán Sigurjónsson, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Þegar slökkviliði hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins og verið var að reykræsta kom í ljós að reykurinn hafði borist yfir í þakrennu og inn í húsið. „Það var bara bál upp í loft,“ segir Stefán. „Mér var verulega brugðið en ég átti svo sem alveg von á því, það er mikið af þurru spreki þarna uppi.“Skemmdir eru talsverðar.Vísir/EyþórHreinn olíubruni Bjarni Kjartansson, forstöðumaður forvarnardeildar slökkviliðsins, segir að fyrst og fremst sé tvennt sem þurfi að hafa í huga til að forðast að eldur komi upp í grilli. „Annars vegar eru það þrif á grillinu sjálfu vegna þess að það er alveg lygilega mikil fitusöfnun sem getur orðið við þessa steikingu og þetta safnast upp í annaðhvort einhverja bakka eða skúffu eða sérstaka fitugildru. Getur líka safnast upp innan á við brennara og bara hvar sem það getur lekið. Ef það kviknar síðan í við eldun, bara í kjötinu sjálfu eða í fitu á grindunum, þá getur sá eldur mjög hratt borist í aðra fitu á grillinu,“ segir Bjarni. „Þetta er ekkert annað en hreinn olíubruni þegar þetta fer af stað. Síðan getur bruni í grillinu sjálfu líka laskað eða hreinlega rofið gaslögnina.“ En hvernig getur eldur kviknað ef búið er að drepa á grillinu? „Ef það lekur gas einhverstaðar þá getur stöðurafmagn nægt til að kveikja í því.“
Tengdar fréttir Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18