Brúðkaupsljósmyndarar komnir í hár saman vegna Hjörleifshöfða Benedikt Bóas skrifar 21. júní 2017 06:00 Katla Track hefur Hjörleifshöfða á leigu og er í samstarfi við bandarískan brúðkaupsljósmyndara. Þau vilja hafa vinsælan helli á svæðinu fyrir sig. Bragi Þór Jósefsson Hellir í Hjörleifshöfða, sem hefur verið notaður í ótal brúðkaup og er vinsælt myndefni fyrir brúðkaupsmyndir, er nú kominn í hendur bandarísks ljósmyndara, Ann Peters, sem sérhæfir sig í ljósmyndum fyrir brúðhjón. Hefur hún sent íslenskum brúðkaupsljósmyndurum póst þar sem hún biður þá um að virða að hún hafi einkarétt á að mynda þar.Brúðkaupsmyndatökur eru vinsælar við Hjörleifshöfða enda ákaflega fallegur staður.Mynd/Bragi Þór JósefssonÞórir Níels Kjartansson, framkvæmdastjóri í Vík og einn eigenda jarðarinnar Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi, segir fyrirtæki Peters, icelandweddingplanner.com, hafa verið með margar myndatökur í hellinum og því hafi hann ákveðið, í samráði við Katla Track, íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki og samstarfsaðila hennar hér á landi, að leigja Peters hellinn. Þetta eru íslenskir brúðkaupsljósmyndarar ekki sáttir við. „Það er ekkert sem segir að það megi ekki mynda annars staðar í Hjörleifshöfðalandi. Þetta fyrirtæki hennar er með hellinn á leigu og mér skilst að það sé ekkert vandamál að koma þegar þau eru ekki að nota hann, það þarf bara að biðja hana um leyfi. Ég er ekki hrifinn af að selja inn á náttúruperlur en sem landeigandi þá hugsar maður sig aðeins um ef aðrir eru farnir að gera út á landið manns sér til hagnaðar. Ég leigði hellinn til eins árs og ætla að sjá til hvernig gengur,“ segir Þórir Níels. Ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland hefur notað hellinn í fjölmargar myndatökur og brúðkaup en fær ekki lengur að nota hann. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um málið. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur notað hellinn í nokkur skipti og var einn af þeim sem fengu póstinn. „Hún er ekki að bæta neina aðstöðu þar eða neitt slíkt. Hún er bara að senda þetta á samkeppnisaðila sína því ef það á að halda eitthvert partí eða annað þá er það allt í lagi. Hún tekur fram í þessum pósti að hún hafi einkarétt á að mynda á þessum stað og það þurfi að fara í gegnum hana vilji maður nota hellinn.“ Ekki náðist í Anne Peters við vinnslu fréttarinnar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Hellir í Hjörleifshöfða, sem hefur verið notaður í ótal brúðkaup og er vinsælt myndefni fyrir brúðkaupsmyndir, er nú kominn í hendur bandarísks ljósmyndara, Ann Peters, sem sérhæfir sig í ljósmyndum fyrir brúðhjón. Hefur hún sent íslenskum brúðkaupsljósmyndurum póst þar sem hún biður þá um að virða að hún hafi einkarétt á að mynda þar.Brúðkaupsmyndatökur eru vinsælar við Hjörleifshöfða enda ákaflega fallegur staður.Mynd/Bragi Þór JósefssonÞórir Níels Kjartansson, framkvæmdastjóri í Vík og einn eigenda jarðarinnar Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi, segir fyrirtæki Peters, icelandweddingplanner.com, hafa verið með margar myndatökur í hellinum og því hafi hann ákveðið, í samráði við Katla Track, íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki og samstarfsaðila hennar hér á landi, að leigja Peters hellinn. Þetta eru íslenskir brúðkaupsljósmyndarar ekki sáttir við. „Það er ekkert sem segir að það megi ekki mynda annars staðar í Hjörleifshöfðalandi. Þetta fyrirtæki hennar er með hellinn á leigu og mér skilst að það sé ekkert vandamál að koma þegar þau eru ekki að nota hann, það þarf bara að biðja hana um leyfi. Ég er ekki hrifinn af að selja inn á náttúruperlur en sem landeigandi þá hugsar maður sig aðeins um ef aðrir eru farnir að gera út á landið manns sér til hagnaðar. Ég leigði hellinn til eins árs og ætla að sjá til hvernig gengur,“ segir Þórir Níels. Ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland hefur notað hellinn í fjölmargar myndatökur og brúðkaup en fær ekki lengur að nota hann. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um málið. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur notað hellinn í nokkur skipti og var einn af þeim sem fengu póstinn. „Hún er ekki að bæta neina aðstöðu þar eða neitt slíkt. Hún er bara að senda þetta á samkeppnisaðila sína því ef það á að halda eitthvert partí eða annað þá er það allt í lagi. Hún tekur fram í þessum pósti að hún hafi einkarétt á að mynda á þessum stað og það þurfi að fara í gegnum hana vilji maður nota hellinn.“ Ekki náðist í Anne Peters við vinnslu fréttarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira