Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. júní 2017 09:00 Benedikt Jóhannesson kynnti tvær skýrslur til að bregðast við skattaundanskotum. Fréttablaðið/Anton Brink Efnahagsmál Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd fjármála- og efnahagsráðherra sem var falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Á meðal þess sem starfshópnum var falið að skoða var hvaða skorður megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Starfshópurinn leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. „Mér sýnist fljótt á litið að þetta sé á forræði Seðlabanka Íslands og þarna virðist hafa skort á samráð við bankann áður en þessar tillögur voru kynntar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Samkvæmt lögum um Seðlabankann ákveður ráðherra að fengnum tillögum Seðlabankans lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar sem bankinn gefur út.Lilja Alfreðsdóttir„Þetta er brjáluð forræðishyggja. Við viljum koma í veg fyrir skattsvik en ég efast um að þetta sé skilvirkasta leiðin til þess. Það eru góðar tillögur þarna sem við styðjum,“ segir Lilja. En það þurfi að grípa til markvissra aðgerða áður en farið verði í það að taka tíu þúsund kallinn úr umferð og síðan fimm þúsund króna seðilinn. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Lilju og segist hafa verulegar efasemdir um þær hugmyndir að setja skorður við reiðufé. „Það er verið að ganga of langt og það er verið að hefta hér athafnafrelsi og viðskiptafrelsi með þeim hætti að ég hygg að það standist ekki almenn lög og stjórnarskrárvarin réttindi,“ bætir hann við. Hins vegar segir Óli Björn að það þurfi að herða eftirlit með skattaundanskotum, um það hljóti allir að vera sammála. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir það hafa augljósa kosti að draga úr notkun reiðufjár og segir að það myndi draga úr skattaundansvikum. Hins vegar séu líka gallar. Til að það verði raunhæfur kostur að losna alveg við seðla og mynt í umferð þurfi hinir miðlarnir að verða skilvirkari og ódýrari. Þar vísar hann til færslu- og kortagjalda. Hann segir að þetta sé líka spurning um traust á rafræn greiðslukerfi. „Það er eitthvað sem þarf að byggja upp yfir lengri tíma. Það er spurning hvort við erum komin þangað. Það gæti verið eitthvað í land með það,“ segir hann. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Sjá meira
Efnahagsmál Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd fjármála- og efnahagsráðherra sem var falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Á meðal þess sem starfshópnum var falið að skoða var hvaða skorður megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Starfshópurinn leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. „Mér sýnist fljótt á litið að þetta sé á forræði Seðlabanka Íslands og þarna virðist hafa skort á samráð við bankann áður en þessar tillögur voru kynntar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Samkvæmt lögum um Seðlabankann ákveður ráðherra að fengnum tillögum Seðlabankans lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar sem bankinn gefur út.Lilja Alfreðsdóttir„Þetta er brjáluð forræðishyggja. Við viljum koma í veg fyrir skattsvik en ég efast um að þetta sé skilvirkasta leiðin til þess. Það eru góðar tillögur þarna sem við styðjum,“ segir Lilja. En það þurfi að grípa til markvissra aðgerða áður en farið verði í það að taka tíu þúsund kallinn úr umferð og síðan fimm þúsund króna seðilinn. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Lilju og segist hafa verulegar efasemdir um þær hugmyndir að setja skorður við reiðufé. „Það er verið að ganga of langt og það er verið að hefta hér athafnafrelsi og viðskiptafrelsi með þeim hætti að ég hygg að það standist ekki almenn lög og stjórnarskrárvarin réttindi,“ bætir hann við. Hins vegar segir Óli Björn að það þurfi að herða eftirlit með skattaundanskotum, um það hljóti allir að vera sammála. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir það hafa augljósa kosti að draga úr notkun reiðufjár og segir að það myndi draga úr skattaundansvikum. Hins vegar séu líka gallar. Til að það verði raunhæfur kostur að losna alveg við seðla og mynt í umferð þurfi hinir miðlarnir að verða skilvirkari og ódýrari. Þar vísar hann til færslu- og kortagjalda. Hann segir að þetta sé líka spurning um traust á rafræn greiðslukerfi. „Það er eitthvað sem þarf að byggja upp yfir lengri tíma. Það er spurning hvort við erum komin þangað. Það gæti verið eitthvað í land með það,“ segir hann.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Sjá meira