Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. júní 2017 09:00 Benedikt Jóhannesson kynnti tvær skýrslur til að bregðast við skattaundanskotum. Fréttablaðið/Anton Brink Efnahagsmál Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd fjármála- og efnahagsráðherra sem var falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Á meðal þess sem starfshópnum var falið að skoða var hvaða skorður megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Starfshópurinn leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. „Mér sýnist fljótt á litið að þetta sé á forræði Seðlabanka Íslands og þarna virðist hafa skort á samráð við bankann áður en þessar tillögur voru kynntar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Samkvæmt lögum um Seðlabankann ákveður ráðherra að fengnum tillögum Seðlabankans lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar sem bankinn gefur út.Lilja Alfreðsdóttir„Þetta er brjáluð forræðishyggja. Við viljum koma í veg fyrir skattsvik en ég efast um að þetta sé skilvirkasta leiðin til þess. Það eru góðar tillögur þarna sem við styðjum,“ segir Lilja. En það þurfi að grípa til markvissra aðgerða áður en farið verði í það að taka tíu þúsund kallinn úr umferð og síðan fimm þúsund króna seðilinn. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Lilju og segist hafa verulegar efasemdir um þær hugmyndir að setja skorður við reiðufé. „Það er verið að ganga of langt og það er verið að hefta hér athafnafrelsi og viðskiptafrelsi með þeim hætti að ég hygg að það standist ekki almenn lög og stjórnarskrárvarin réttindi,“ bætir hann við. Hins vegar segir Óli Björn að það þurfi að herða eftirlit með skattaundanskotum, um það hljóti allir að vera sammála. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir það hafa augljósa kosti að draga úr notkun reiðufjár og segir að það myndi draga úr skattaundansvikum. Hins vegar séu líka gallar. Til að það verði raunhæfur kostur að losna alveg við seðla og mynt í umferð þurfi hinir miðlarnir að verða skilvirkari og ódýrari. Þar vísar hann til færslu- og kortagjalda. Hann segir að þetta sé líka spurning um traust á rafræn greiðslukerfi. „Það er eitthvað sem þarf að byggja upp yfir lengri tíma. Það er spurning hvort við erum komin þangað. Það gæti verið eitthvað í land með það,“ segir hann. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira
Efnahagsmál Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd fjármála- og efnahagsráðherra sem var falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Á meðal þess sem starfshópnum var falið að skoða var hvaða skorður megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Starfshópurinn leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. „Mér sýnist fljótt á litið að þetta sé á forræði Seðlabanka Íslands og þarna virðist hafa skort á samráð við bankann áður en þessar tillögur voru kynntar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Samkvæmt lögum um Seðlabankann ákveður ráðherra að fengnum tillögum Seðlabankans lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar sem bankinn gefur út.Lilja Alfreðsdóttir„Þetta er brjáluð forræðishyggja. Við viljum koma í veg fyrir skattsvik en ég efast um að þetta sé skilvirkasta leiðin til þess. Það eru góðar tillögur þarna sem við styðjum,“ segir Lilja. En það þurfi að grípa til markvissra aðgerða áður en farið verði í það að taka tíu þúsund kallinn úr umferð og síðan fimm þúsund króna seðilinn. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Lilju og segist hafa verulegar efasemdir um þær hugmyndir að setja skorður við reiðufé. „Það er verið að ganga of langt og það er verið að hefta hér athafnafrelsi og viðskiptafrelsi með þeim hætti að ég hygg að það standist ekki almenn lög og stjórnarskrárvarin réttindi,“ bætir hann við. Hins vegar segir Óli Björn að það þurfi að herða eftirlit með skattaundanskotum, um það hljóti allir að vera sammála. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir það hafa augljósa kosti að draga úr notkun reiðufjár og segir að það myndi draga úr skattaundansvikum. Hins vegar séu líka gallar. Til að það verði raunhæfur kostur að losna alveg við seðla og mynt í umferð þurfi hinir miðlarnir að verða skilvirkari og ódýrari. Þar vísar hann til færslu- og kortagjalda. Hann segir að þetta sé líka spurning um traust á rafræn greiðslukerfi. „Það er eitthvað sem þarf að byggja upp yfir lengri tíma. Það er spurning hvort við erum komin þangað. Það gæti verið eitthvað í land með það,“ segir hann.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira