Trúnaðarmaður segir starf Fjölbrautarskólans í Ármúla stopp Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Kristján Þór Júlíusson tók í janúar við lyklavöldum í menntamálaráðuneytinu af Illuga Gunnarssyni sem í ráðherratíð sinni stytti framhaldsnám í þrjú ár. Vísir/Ernir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennarara í Fjölbrautaskólanum Ármúla, segist hafa „einhvern veginn á tilfinningunni að það sé verið að reyna að skemma kerfið til þess að koma einkavæðingu á“. Þetta kemur fram í færslu Unnars Þórs í Facebook-hópi meðal framhaldsskólakennara. Ekki náðist tal af Unnari í gær en í Facebook-færslunni segir hann alveg ljóst að FÁ hafi laskast í þessu ferli. Fimm kennarar séu farnir og skólastjórinn. „Ekki hefur verið hægt að endurskoða fjarnámssamning, skóladagatal eða annað í skólastarfinu,“ segir hann um afleiðingarnar. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sagði við Vísi í gær að ekki stæði til að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann líkt og Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í MR sem starfaði um skeið sem rektor skólans, sagðist í Fréttablaðinu í gær gruna að væri í undirbúningi. Þann grun byggði Linda á því að ekki hefur enn verið auglýst eftir nýjum rektor fyrir MR jafnvel þótt sá sem nú gegni stöðunni hafi sagt starfinu lausu fyrir nokkru. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið að fólk sé að velta fyrir sér ýmsu varðandi framhaldsskólann,“ sagði Kristján Þór við Vísi. Tíma tæki að átta sig hvernig breytingar í ríkisfjármálaáætlun varðandi framhaldsskóla myndu virka. Hann ítrekaði að ekkert nýtt væri að frétta varðandi ákvörðun um sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskólans. „Eðli málsins samkvæmt hljótum við að gera kröfu á stjórnvöld hvers tíma að þau skoði þá kosti sem í stöðunni eru þegar að nemendum á framhaldsskólastigi er að fækka um 600 á ári hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá verðum við að skoða fyrirkomulag fræðslunnar.“ Í fyrrgreindri færslu á Facebokk segir Unnar Þór Bachmann að Sjálfstæðisflokkurinn, sem Kristján Þór er fulltrúi fyrir, hafi þanið kerfið út áður en síðan staðið fyrir því að draga það saman harkalega með styttingu námstíma til stúdentsprófs. „Samt er eins og ráðherrann hafi ekkert heildstætt plan til að bregðast við þeim vanda sem hans eigin flokkur stendur fyrir. Hann slær sameiningu MR og Kvennó út af borðinu en setur sameiningu FÁ og Tækniskólans í sameiningarferli sem hann er samt enn að kanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennarara í Fjölbrautaskólanum Ármúla, segist hafa „einhvern veginn á tilfinningunni að það sé verið að reyna að skemma kerfið til þess að koma einkavæðingu á“. Þetta kemur fram í færslu Unnars Þórs í Facebook-hópi meðal framhaldsskólakennara. Ekki náðist tal af Unnari í gær en í Facebook-færslunni segir hann alveg ljóst að FÁ hafi laskast í þessu ferli. Fimm kennarar séu farnir og skólastjórinn. „Ekki hefur verið hægt að endurskoða fjarnámssamning, skóladagatal eða annað í skólastarfinu,“ segir hann um afleiðingarnar. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sagði við Vísi í gær að ekki stæði til að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann líkt og Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í MR sem starfaði um skeið sem rektor skólans, sagðist í Fréttablaðinu í gær gruna að væri í undirbúningi. Þann grun byggði Linda á því að ekki hefur enn verið auglýst eftir nýjum rektor fyrir MR jafnvel þótt sá sem nú gegni stöðunni hafi sagt starfinu lausu fyrir nokkru. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið að fólk sé að velta fyrir sér ýmsu varðandi framhaldsskólann,“ sagði Kristján Þór við Vísi. Tíma tæki að átta sig hvernig breytingar í ríkisfjármálaáætlun varðandi framhaldsskóla myndu virka. Hann ítrekaði að ekkert nýtt væri að frétta varðandi ákvörðun um sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskólans. „Eðli málsins samkvæmt hljótum við að gera kröfu á stjórnvöld hvers tíma að þau skoði þá kosti sem í stöðunni eru þegar að nemendum á framhaldsskólastigi er að fækka um 600 á ári hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá verðum við að skoða fyrirkomulag fræðslunnar.“ Í fyrrgreindri færslu á Facebokk segir Unnar Þór Bachmann að Sjálfstæðisflokkurinn, sem Kristján Þór er fulltrúi fyrir, hafi þanið kerfið út áður en síðan staðið fyrir því að draga það saman harkalega með styttingu námstíma til stúdentsprófs. „Samt er eins og ráðherrann hafi ekkert heildstætt plan til að bregðast við þeim vanda sem hans eigin flokkur stendur fyrir. Hann slær sameiningu MR og Kvennó út af borðinu en setur sameiningu FÁ og Tækniskólans í sameiningarferli sem hann er samt enn að kanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira