Trúnaðarmaður segir starf Fjölbrautarskólans í Ármúla stopp Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Kristján Þór Júlíusson tók í janúar við lyklavöldum í menntamálaráðuneytinu af Illuga Gunnarssyni sem í ráðherratíð sinni stytti framhaldsnám í þrjú ár. Vísir/Ernir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennarara í Fjölbrautaskólanum Ármúla, segist hafa „einhvern veginn á tilfinningunni að það sé verið að reyna að skemma kerfið til þess að koma einkavæðingu á“. Þetta kemur fram í færslu Unnars Þórs í Facebook-hópi meðal framhaldsskólakennara. Ekki náðist tal af Unnari í gær en í Facebook-færslunni segir hann alveg ljóst að FÁ hafi laskast í þessu ferli. Fimm kennarar séu farnir og skólastjórinn. „Ekki hefur verið hægt að endurskoða fjarnámssamning, skóladagatal eða annað í skólastarfinu,“ segir hann um afleiðingarnar. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sagði við Vísi í gær að ekki stæði til að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann líkt og Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í MR sem starfaði um skeið sem rektor skólans, sagðist í Fréttablaðinu í gær gruna að væri í undirbúningi. Þann grun byggði Linda á því að ekki hefur enn verið auglýst eftir nýjum rektor fyrir MR jafnvel þótt sá sem nú gegni stöðunni hafi sagt starfinu lausu fyrir nokkru. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið að fólk sé að velta fyrir sér ýmsu varðandi framhaldsskólann,“ sagði Kristján Þór við Vísi. Tíma tæki að átta sig hvernig breytingar í ríkisfjármálaáætlun varðandi framhaldsskóla myndu virka. Hann ítrekaði að ekkert nýtt væri að frétta varðandi ákvörðun um sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskólans. „Eðli málsins samkvæmt hljótum við að gera kröfu á stjórnvöld hvers tíma að þau skoði þá kosti sem í stöðunni eru þegar að nemendum á framhaldsskólastigi er að fækka um 600 á ári hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá verðum við að skoða fyrirkomulag fræðslunnar.“ Í fyrrgreindri færslu á Facebokk segir Unnar Þór Bachmann að Sjálfstæðisflokkurinn, sem Kristján Þór er fulltrúi fyrir, hafi þanið kerfið út áður en síðan staðið fyrir því að draga það saman harkalega með styttingu námstíma til stúdentsprófs. „Samt er eins og ráðherrann hafi ekkert heildstætt plan til að bregðast við þeim vanda sem hans eigin flokkur stendur fyrir. Hann slær sameiningu MR og Kvennó út af borðinu en setur sameiningu FÁ og Tækniskólans í sameiningarferli sem hann er samt enn að kanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennarara í Fjölbrautaskólanum Ármúla, segist hafa „einhvern veginn á tilfinningunni að það sé verið að reyna að skemma kerfið til þess að koma einkavæðingu á“. Þetta kemur fram í færslu Unnars Þórs í Facebook-hópi meðal framhaldsskólakennara. Ekki náðist tal af Unnari í gær en í Facebook-færslunni segir hann alveg ljóst að FÁ hafi laskast í þessu ferli. Fimm kennarar séu farnir og skólastjórinn. „Ekki hefur verið hægt að endurskoða fjarnámssamning, skóladagatal eða annað í skólastarfinu,“ segir hann um afleiðingarnar. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sagði við Vísi í gær að ekki stæði til að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann líkt og Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í MR sem starfaði um skeið sem rektor skólans, sagðist í Fréttablaðinu í gær gruna að væri í undirbúningi. Þann grun byggði Linda á því að ekki hefur enn verið auglýst eftir nýjum rektor fyrir MR jafnvel þótt sá sem nú gegni stöðunni hafi sagt starfinu lausu fyrir nokkru. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið að fólk sé að velta fyrir sér ýmsu varðandi framhaldsskólann,“ sagði Kristján Þór við Vísi. Tíma tæki að átta sig hvernig breytingar í ríkisfjármálaáætlun varðandi framhaldsskóla myndu virka. Hann ítrekaði að ekkert nýtt væri að frétta varðandi ákvörðun um sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskólans. „Eðli málsins samkvæmt hljótum við að gera kröfu á stjórnvöld hvers tíma að þau skoði þá kosti sem í stöðunni eru þegar að nemendum á framhaldsskólastigi er að fækka um 600 á ári hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá verðum við að skoða fyrirkomulag fræðslunnar.“ Í fyrrgreindri færslu á Facebokk segir Unnar Þór Bachmann að Sjálfstæðisflokkurinn, sem Kristján Þór er fulltrúi fyrir, hafi þanið kerfið út áður en síðan staðið fyrir því að draga það saman harkalega með styttingu námstíma til stúdentsprófs. „Samt er eins og ráðherrann hafi ekkert heildstætt plan til að bregðast við þeim vanda sem hans eigin flokkur stendur fyrir. Hann slær sameiningu MR og Kvennó út af borðinu en setur sameiningu FÁ og Tækniskólans í sameiningarferli sem hann er samt enn að kanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira