Hvorki saksótt né dæmt í mansalsmálum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. júní 2017 19:15 Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis LRH, segir að margt hafi verið gert til að sporna gegn mansali og vændi undanfarin ár. Aftur á móti séu málin þung í rannsókn og lögreglan verði að sníða sér stakk eftir vexti. VÍSIR/SKJÁSKOT Sprenging hefur orðið í vændi hér á landi á síðustu mánuðum að sögn lögreglu og Ísland er annars flokks þegar kemur að baráttunni gegn mansali í heiminum, samkvæmt nýrri skýrslu. Sextán mansalsmál voru rannsökuð hér á landi í fyrra en ekki hefur verið saksótt eða dæmt í slíkum málum síðastliðin sex ár. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefyr kortlagt baráttuna gegn mansali í heiminum frá árinu 2010. Í nýútkominni skýrslu þeirra fellur Ísland niður um flokk. Það hefur verið í fyrsta flokki síðastliðin ár en er nú annars flokks. Auk Íslands eru Grikkland og Kýpur einu vestur evrópsku ríkin sem eru í öðrum flokki og uppfylla ekki lágmarksskilyrði í baráttunni gegn mansali.Hvorki saksótt né dæmt í mansalsmálum undanfarin ár Í skýrslunni kemur fram að Ísland sé, og hafi verið, áfangastaður mansals síðastliðin fimm ár. Aftur á móti hefur enginn verið dæmdur eða ákærður í slíkum málum frá árinu 2010. „Við höfum verið gagnrýnt fyrir að það sé ekki ákært í málum. Við erum gagnrýnd líka fyrir að þjálfun eða menntun sé ekki nægjanleg. Það er að segja að við séum svolítið að byggja á framburði þolenda í þessum málum,“ segir Snorri Birgisson yfirmaður mansalsteymis LRH. Það er þó talið jákvætt í skýrslunni að á Íslandi hafi nýlega verið opnuð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og komið á fót sérstöku mansalsteymi innan lögreglunnar. Þá hefur fræðsla um málaflokkin verið aukin umtalsvert síðustu ár. Lögreglan rannsakaði í fyrra sextán mál sem sneru að mansali og 23 árið 2015. Þar er um að ræða bæði kynlífsþrælkun og vinnuþrælkun. „Frá lögreglunnar hendi þá höldum við áfram að fylgja þessum málum eftir og höldum áfram að rannsaka þau. En við getum í raun og veru bara gert það. Síðan er það annarra að taka ákvarðanir um áframhaldið,“ bendir Snorri á.Hagkvæmt að gera sig út í vændi á ÍslandiSamhliða þessu hefur gríðarleg aukning orðið í sölu vændis á Íslandi undanfarna átján mánuði. „Sérstaklega á þessum vefsíðum sem við höfum verið að fylgjast náið með. Það er mjög hagkvæmt að koma til Íslands og gera sig út í vændi, eða eftir atvikum eins og við höfum verið að skoða að einstaklingar séu gerðir út í vændi hér. Ef við horfum bara til Danmerkur þá er offframboð af vændiskonum til dæmis. Hér er vændi dýrara, það kostar meira að kaupa vændiskonu. Þannig að einstaklingar hafa verið að koma í meira mæli til Íslands og eru að gera sig út í vændi eða eru gerðir út“. Snorri segir að um sé að ræða bæði karla og konur sem séu hér á landi í lengri eða skemmri tíma. „Við erum líka að sjá mynstur þar sem einstaklingar eru að færa sig út af hótelum. Þeir eru að dreifast um höfuðborgarsvæðið líka þar sem íbúðir eru gerðar út í svokallaðri Airbnb eða Booking- leigu. Vændisrannsóknir eru rétt eins og rannsóknir mansals mjög þungar, og við þurfum að sníða stakk eftir vexti,“ segir Snorri. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Sprenging hefur orðið í vændi hér á landi á síðustu mánuðum að sögn lögreglu og Ísland er annars flokks þegar kemur að baráttunni gegn mansali í heiminum, samkvæmt nýrri skýrslu. Sextán mansalsmál voru rannsökuð hér á landi í fyrra en ekki hefur verið saksótt eða dæmt í slíkum málum síðastliðin sex ár. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefyr kortlagt baráttuna gegn mansali í heiminum frá árinu 2010. Í nýútkominni skýrslu þeirra fellur Ísland niður um flokk. Það hefur verið í fyrsta flokki síðastliðin ár en er nú annars flokks. Auk Íslands eru Grikkland og Kýpur einu vestur evrópsku ríkin sem eru í öðrum flokki og uppfylla ekki lágmarksskilyrði í baráttunni gegn mansali.Hvorki saksótt né dæmt í mansalsmálum undanfarin ár Í skýrslunni kemur fram að Ísland sé, og hafi verið, áfangastaður mansals síðastliðin fimm ár. Aftur á móti hefur enginn verið dæmdur eða ákærður í slíkum málum frá árinu 2010. „Við höfum verið gagnrýnt fyrir að það sé ekki ákært í málum. Við erum gagnrýnd líka fyrir að þjálfun eða menntun sé ekki nægjanleg. Það er að segja að við séum svolítið að byggja á framburði þolenda í þessum málum,“ segir Snorri Birgisson yfirmaður mansalsteymis LRH. Það er þó talið jákvætt í skýrslunni að á Íslandi hafi nýlega verið opnuð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og komið á fót sérstöku mansalsteymi innan lögreglunnar. Þá hefur fræðsla um málaflokkin verið aukin umtalsvert síðustu ár. Lögreglan rannsakaði í fyrra sextán mál sem sneru að mansali og 23 árið 2015. Þar er um að ræða bæði kynlífsþrælkun og vinnuþrælkun. „Frá lögreglunnar hendi þá höldum við áfram að fylgja þessum málum eftir og höldum áfram að rannsaka þau. En við getum í raun og veru bara gert það. Síðan er það annarra að taka ákvarðanir um áframhaldið,“ bendir Snorri á.Hagkvæmt að gera sig út í vændi á ÍslandiSamhliða þessu hefur gríðarleg aukning orðið í sölu vændis á Íslandi undanfarna átján mánuði. „Sérstaklega á þessum vefsíðum sem við höfum verið að fylgjast náið með. Það er mjög hagkvæmt að koma til Íslands og gera sig út í vændi, eða eftir atvikum eins og við höfum verið að skoða að einstaklingar séu gerðir út í vændi hér. Ef við horfum bara til Danmerkur þá er offframboð af vændiskonum til dæmis. Hér er vændi dýrara, það kostar meira að kaupa vændiskonu. Þannig að einstaklingar hafa verið að koma í meira mæli til Íslands og eru að gera sig út í vændi eða eru gerðir út“. Snorri segir að um sé að ræða bæði karla og konur sem séu hér á landi í lengri eða skemmri tíma. „Við erum líka að sjá mynstur þar sem einstaklingar eru að færa sig út af hótelum. Þeir eru að dreifast um höfuðborgarsvæðið líka þar sem íbúðir eru gerðar út í svokallaðri Airbnb eða Booking- leigu. Vændisrannsóknir eru rétt eins og rannsóknir mansals mjög þungar, og við þurfum að sníða stakk eftir vexti,“ segir Snorri.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“