Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn að störfum í Color Run í miðbænum í gær. Vísir/Stöð 2 Þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. Fréttastofan greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vopnaðir sérsveitarmenn voru við eftirlit á fjölmennri fjölskylduhátíð sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Fréttastofan fékk þær skýringar frá Ríkislögreglustjóra í gær að um hafi verið að ræða ráðstöfun til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis. Ráðstöfunin er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna á sæti í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Hann segir þessar breytingar á löggæslu kalla á umræðu í samfélaginu. „Það kemur náttúrulega á óvart að þetta fréttist bara í fjölmiðlum. Maður spyr sig hvort lögreglan sé kannski að fara fram úr sér því þetta snýst náttúrulega ekki beint um það hvort stjórnvöld hafi endilega heimild til að gera þetta því að svona breytingar kalla alltaf á umræðu í samfélaginu. Þetta er bara spurning um hvernig samfélag við viljum sjá og ég held að almennt vilji fólk ekki sjá vopnaða lögreglu við almenn löggæslustörf á Íslandi.“Ríkislögreglustjóri segir að um hafi verið að ræða ráðstöfun vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega.Vísir/Stöð 2Segir ráðstöfunina til marks um hallæri í lögreglunniFyrir rúmri viku óskaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna fjölmennra viðburða í miðborginni og var matinu skilið í liðinni viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki gefa upp um innihald áhættumatsins. Andrés segir breytingarnar til marks um bága stöðu lögreglu á Íslandi. „Ég hef ekki séð þetta áhættumat sem lögreglan ber fyrir sig þannig að ég hef ekki forsendur til að meta það en stóri vandinn við löggæslu hér á landi er skortur á mannafla. Það vantar kannski 200 almenna lögreglumenn og það að sérsveitarmenn séu farnir að sinna verkefnum sem ættu kannski frekar heima undir almennri löggæslu, það varpar kannski ljósi á hallærið sem er í lögreglunni hér á landi. Það er eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að takast á við ef eitthvað er að marka fimm ára áætlun um ríkisfjármál.“ Andrés segir að ákvarðanir sem þessar þurfi að vera í opinberri umræðu. „Það sýndi sig til dæmis þegar norsku hríðskotabyssurnar birtust hérna á hafnarbakkanum um árið að fólki verður hverft við og finnst þetta ekki þægileg tilhugsun. Það að vera á einhverjum skemmtidegi niðri í miðborginni og sjá allt í einu vopnaða lögreglumenn, það veldur mörgum ótta og óöryggi, þvert á það sem ætlunin er væntanlega,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. Fréttastofan greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vopnaðir sérsveitarmenn voru við eftirlit á fjölmennri fjölskylduhátíð sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Fréttastofan fékk þær skýringar frá Ríkislögreglustjóra í gær að um hafi verið að ræða ráðstöfun til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis. Ráðstöfunin er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna á sæti í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Hann segir þessar breytingar á löggæslu kalla á umræðu í samfélaginu. „Það kemur náttúrulega á óvart að þetta fréttist bara í fjölmiðlum. Maður spyr sig hvort lögreglan sé kannski að fara fram úr sér því þetta snýst náttúrulega ekki beint um það hvort stjórnvöld hafi endilega heimild til að gera þetta því að svona breytingar kalla alltaf á umræðu í samfélaginu. Þetta er bara spurning um hvernig samfélag við viljum sjá og ég held að almennt vilji fólk ekki sjá vopnaða lögreglu við almenn löggæslustörf á Íslandi.“Ríkislögreglustjóri segir að um hafi verið að ræða ráðstöfun vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega.Vísir/Stöð 2Segir ráðstöfunina til marks um hallæri í lögreglunniFyrir rúmri viku óskaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna fjölmennra viðburða í miðborginni og var matinu skilið í liðinni viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki gefa upp um innihald áhættumatsins. Andrés segir breytingarnar til marks um bága stöðu lögreglu á Íslandi. „Ég hef ekki séð þetta áhættumat sem lögreglan ber fyrir sig þannig að ég hef ekki forsendur til að meta það en stóri vandinn við löggæslu hér á landi er skortur á mannafla. Það vantar kannski 200 almenna lögreglumenn og það að sérsveitarmenn séu farnir að sinna verkefnum sem ættu kannski frekar heima undir almennri löggæslu, það varpar kannski ljósi á hallærið sem er í lögreglunni hér á landi. Það er eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að takast á við ef eitthvað er að marka fimm ára áætlun um ríkisfjármál.“ Andrés segir að ákvarðanir sem þessar þurfi að vera í opinberri umræðu. „Það sýndi sig til dæmis þegar norsku hríðskotabyssurnar birtust hérna á hafnarbakkanum um árið að fólki verður hverft við og finnst þetta ekki þægileg tilhugsun. Það að vera á einhverjum skemmtidegi niðri í miðborginni og sjá allt í einu vopnaða lögreglumenn, það veldur mörgum ótta og óöryggi, þvert á það sem ætlunin er væntanlega,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent