Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2017 19:45 Vopnaðir sérsveitarmenn munu standa vörð við hátíðarhöld á 17. júní og á fleiri samkomum í sumar líkt og þeir gerðu um helgina. Þá má hugsanlega búast við sérsveitinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en lögreglustjórinn hefur óskað eftir því. Ríkislögreglustjóri segir að þetta verði fyrirkomulagið í miðborginni og jafnvel víðar á landinu þar til annað verður ákveðið. „Þetta er gert um óákveðinn tíma og við bara metum stöðuna frá degi til dags eða viku til viku en vonandi þurfum við ekki að hafa þetta sem viðvarandi ráðstöfun," segir Haraldur. Hann segir þetta ekki gert vegna hótana um ofbeldisverk á fjöldasamkomum heldur vegna nýlegra hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Þá réðist ákvörðunin ekki af manneklu hjá almennri lögreglu. „Tilefnið núna eru þeir atburðir sem áttu sér stað í London þar sem óðir menn réðust á almenna borgara og reyndu að valda sem mestum skaða og myrða sem flesta," segir Haraldur.Mikil fólksfjölgun Haraldur bendir á að mannfjöldi hér á landi hafi aukist verulega á síðustu árum. Eðli málins samkvæmt stækkar þar með mengi mögulega hættulegra einstaklinga. Um þrjátíu þúsund ferðamenn eru hér á hverjum einasta degi, erlent vinnuafl telur um tuttugu þúsund einstaklinga og hælisleitendur eru um tvö þúsund. Samhliða þessu hefur fjölgað á lista lögregluyfirvalda yfir vaktaða einstaklinga og eru þar tugir manna á hverjum tíma. Tekur lögregla á þeim málum með misjöfnum hætti hverju sinni; fólk er látið vita að lögregla sé að fylgjast með þeim, það er fært í yfirheyrslur eða til heilbrigðisyfirvalda í viðeigandi úrræði. „Vopnuðum verkefnum sérsveitarinnar hefur fjölgað mjög mikið síðustu árin. En ásýnd og verkefni sveitarinnar hafa verið meira í þá átt að vera bakland fyrir lögreglumenn sem eru að takast á við hnífa og annað því um líkt," segir Haraldur.Mínútur skipta öllu máli Hann segir nauðsynlegt að tryggja stuttan viðbragðstíma þar sem mikilvægar mínútur gætu glatast ef lögreglumenn þyrftu fyrst að búast. „Við þurfum að tryggja skjót viðbrögð í mannþröng ef eitthvað kemur upp á. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana í stað þess að þurfa að hörfa og ná í vopnin í geymslur lögreglunnar eða í lögreglubíla sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða," segir Haraldur. Skotvopn lögreglu Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Vopnaðir sérsveitarmenn munu standa vörð við hátíðarhöld á 17. júní og á fleiri samkomum í sumar líkt og þeir gerðu um helgina. Þá má hugsanlega búast við sérsveitinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en lögreglustjórinn hefur óskað eftir því. Ríkislögreglustjóri segir að þetta verði fyrirkomulagið í miðborginni og jafnvel víðar á landinu þar til annað verður ákveðið. „Þetta er gert um óákveðinn tíma og við bara metum stöðuna frá degi til dags eða viku til viku en vonandi þurfum við ekki að hafa þetta sem viðvarandi ráðstöfun," segir Haraldur. Hann segir þetta ekki gert vegna hótana um ofbeldisverk á fjöldasamkomum heldur vegna nýlegra hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Þá réðist ákvörðunin ekki af manneklu hjá almennri lögreglu. „Tilefnið núna eru þeir atburðir sem áttu sér stað í London þar sem óðir menn réðust á almenna borgara og reyndu að valda sem mestum skaða og myrða sem flesta," segir Haraldur.Mikil fólksfjölgun Haraldur bendir á að mannfjöldi hér á landi hafi aukist verulega á síðustu árum. Eðli málins samkvæmt stækkar þar með mengi mögulega hættulegra einstaklinga. Um þrjátíu þúsund ferðamenn eru hér á hverjum einasta degi, erlent vinnuafl telur um tuttugu þúsund einstaklinga og hælisleitendur eru um tvö þúsund. Samhliða þessu hefur fjölgað á lista lögregluyfirvalda yfir vaktaða einstaklinga og eru þar tugir manna á hverjum tíma. Tekur lögregla á þeim málum með misjöfnum hætti hverju sinni; fólk er látið vita að lögregla sé að fylgjast með þeim, það er fært í yfirheyrslur eða til heilbrigðisyfirvalda í viðeigandi úrræði. „Vopnuðum verkefnum sérsveitarinnar hefur fjölgað mjög mikið síðustu árin. En ásýnd og verkefni sveitarinnar hafa verið meira í þá átt að vera bakland fyrir lögreglumenn sem eru að takast á við hnífa og annað því um líkt," segir Haraldur.Mínútur skipta öllu máli Hann segir nauðsynlegt að tryggja stuttan viðbragðstíma þar sem mikilvægar mínútur gætu glatast ef lögreglumenn þyrftu fyrst að búast. „Við þurfum að tryggja skjót viðbrögð í mannþröng ef eitthvað kemur upp á. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana í stað þess að þurfa að hörfa og ná í vopnin í geymslur lögreglunnar eða í lögreglubíla sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða," segir Haraldur.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira