Fjallið hvatt til að styrkja Kvennaathvarfið Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 11:39 Hafþór og hundurinn, pommi sem Fjallið segir að deilur hans og fyrrverandi unnustu hans snúist um. Instagram @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, biðlar til vina sinna á Facebook að mæla nú með einhverjum góðum málstað til að styrkja, en sigri hann í keppninni Sterkasti maður Íslands 7. árið í röð, ætlar hann að styrkja verðugt málefni. Inn á síðu hans hrannast nú tillögur frá konum, sem og körlum, sem benda honum á að upplagt sé að Kvennaathvarfið njóti framlaga frá honum.Eins og Fréttablaðið greindi frá seint í gærkvöldi hefur Hafþór verið kærður til lögreglu vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum.Líklega voru þetta ekki viðbrögðin sem Hafþór Júlíus, Fjallið, vildi helst þegar hann auglýsti eftir tillögum, til hvaða góða málstaðar hann ætti að veita verðlaunafénu.„Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar blaðamaður leitaði viðbragða hans við þeim ásökunum. Og líkast til eru þetta ekki tillögurnar sem hann var að leita eftir þegar hann bað um ábendingar um þarft og gott málefni á Facebooksíðu sinni; að þetta mál yrði þar efst á baugi. Hafþór sagði málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir en um er að ræða smáhund að tegundinni pomeranian, sem er hnoðralegur hundur sem nánast hverfur í hramma Fjallsins, þegar því er að skipta. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta.“ Tengdar fréttir Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45 Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, biðlar til vina sinna á Facebook að mæla nú með einhverjum góðum málstað til að styrkja, en sigri hann í keppninni Sterkasti maður Íslands 7. árið í röð, ætlar hann að styrkja verðugt málefni. Inn á síðu hans hrannast nú tillögur frá konum, sem og körlum, sem benda honum á að upplagt sé að Kvennaathvarfið njóti framlaga frá honum.Eins og Fréttablaðið greindi frá seint í gærkvöldi hefur Hafþór verið kærður til lögreglu vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum.Líklega voru þetta ekki viðbrögðin sem Hafþór Júlíus, Fjallið, vildi helst þegar hann auglýsti eftir tillögum, til hvaða góða málstaðar hann ætti að veita verðlaunafénu.„Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar blaðamaður leitaði viðbragða hans við þeim ásökunum. Og líkast til eru þetta ekki tillögurnar sem hann var að leita eftir þegar hann bað um ábendingar um þarft og gott málefni á Facebooksíðu sinni; að þetta mál yrði þar efst á baugi. Hafþór sagði málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir en um er að ræða smáhund að tegundinni pomeranian, sem er hnoðralegur hundur sem nánast hverfur í hramma Fjallsins, þegar því er að skipta. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta.“
Tengdar fréttir Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45 Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45
Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30