Lífið

Eva datt klaufalega í miðri upphitun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva gerði þetta nokkuð vel.
Eva gerði þetta nokkuð vel.
„Það er ýmislegt sem maður nær að festa á filmu þegar við erum með símana á lofti! Hérna er til dæmis eitt sprenghlægilegt augnablik þegar Eva Ruza Miljevic dettur í miðri upphitun.“Svona hljóðar færsla frá samfélagsmiðlafyrirtækinu Sahara en Eva stjórnaði upphitun fyrir kvennahlaupið í Mosfellsbænum í gær.Í miðri upphitun hrasaði Eva nokkuð illa og stökk síðan eftir á fætur, og hélt upphitun áfram. Mjög faglega gert en á Facebook má sjá myndband af atvikinu.Um 10.000 konur tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í dag. Tekið var þátt á yfir 80 stöðum víðsvegar um landið og er þetta í tuttugasta og áttunda sinn sem kvennahlaupið fer fram.Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.