Lífið

Eva datt klaufalega í miðri upphitun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva gerði þetta nokkuð vel.
Eva gerði þetta nokkuð vel.

„Það er ýmislegt sem maður nær að festa á filmu þegar við erum með símana á lofti! Hérna er til dæmis eitt sprenghlægilegt augnablik þegar Eva Ruza Miljevic dettur í miðri upphitun.“

Svona hljóðar færsla frá samfélagsmiðlafyrirtækinu Sahara en Eva stjórnaði upphitun fyrir kvennahlaupið í Mosfellsbænum í gær.

Í miðri upphitun hrasaði Eva nokkuð illa og stökk síðan eftir á fætur, og hélt upphitun áfram. Mjög faglega gert en á Facebook má sjá myndband af atvikinu.

Um 10.000 konur tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í dag. Tekið var þátt á yfir 80 stöðum víðsvegar um landið og er þetta í tuttugasta og áttunda sinn sem kvennahlaupið fer fram.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.