Spennandi tökur bókaðar í sumar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. júní 2017 10:00 Tómas Nói Emilsson lék í tónlistarmyndbandi bresku hljómsveitarinnar Firewood Island en hann langaði að kynna sér vinnubrögðin á setti. Sjálfur hefur hann tekið upp verðlaunastuttmynd og myndbönd. Mynd/Eyþór Tómas Nói Emilsson, nemandi í áttunda bekk í Hlíðaskóla, leikur í nýju tónlistarmyndbandi bresku hljómsveitarinnar Firewood Island við lagið Soldier af plötunni Chaos Is The State Of Heart. Hann hefur fyrir löngu ákveðið framtíðarstarfið og sá verkefnið sem tækifæri til að fá innsýn inn í kvikmyndabransann. „Ég ætla að verða kvikmyndagerðarmaður og mig langaði til að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á setti. Verkefnið kom til í gegnum facebook grúppu þar sem kvikmyndagerðarfólk og aukaleikarar geta tengst. Þar var auglýst eftir strák á mínum aldri til að leika í myndbandi og ég skráði mig. Þau höfðu samband,“ útskýrir Tómas Nói. Myndbandið var unnið af Reykjavik Rocks og tekið upp á Reykjanesi. Upptökur tóku heilan dag og ollu Tómasi ekki vonbrigðum. Hann segir daginn hafa verið skemmtilegan og lærdómsríkan. „Þetta var stórt verkefni en samt frekar lítið „crew“. Mér fannst ótrúlega gaman og flott að sjá hvernig svona myndband er unnið. Mér fannst eiginlega meira spennandi að sjá það allt heldur en að leika. Það var gama að sjá græjurnar sem þau voru með, allar flottu myndavélarnar og hvernig skot þau voru að taka. Ég lærði helling.“ Lagið Soldier er hugljúft og örlítil dramatísk tilþrif þurfti í leikinn í myndbandinu. Tómas segist hafa þurft að undirbúa sig aðeins en það hafa verið lítið mál. „þetta var svo flott fólk og góður leikstjóri að það gekk allt vel,“ segir hann.Verðlaunaður fyrir stuttmynd Þetta voru ekki fyrstu skref Tómasar fyrir framan myndavél en hann hefur áður leikið, í auglýsingu fyrir Krónuna á síðasta ári. Hann er þó kominn með talsverða reynslu í kvikmyndagerð miðað við aldur en Tómas hefur frá því hann var smástrákur búið til myndbönd og þá sigraði hann í flokki yngri nemenda á Stuttmyndahátíðinni í Bíó Paradís árið 2015 með stuttmynd sína Stökkið. „Frá því ég var 11 ára hef ég verið ákveðinn í því að þetta sé það sem ég vil gera. Ég hef verið að safna að mér græjum frá því ég var lítill. Ég ætla til dæmis að fá mér almennilega myndavél fyrir fermingarpeningana. Svo á ég fullt af hljóði og fleira dóti,“ segir hann og er þegar kominn með bókanir fyrir sumarið sem kvikmyndatökumaður. „Ég er komin með slatta af verkefnum í sumar. Tónlistarmyndbönd og fleira. Ég er með sambönd, þekki stelpu sem þekkir fólk sem vill fá mig til að gera taka upp. Ég er meðal annars að fara að gera myndband fyrir uppistandara á Snapchat og er með fleiri lítil verkefni hér og þar,“ segir Tómas. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Tómas Nói Emilsson, nemandi í áttunda bekk í Hlíðaskóla, leikur í nýju tónlistarmyndbandi bresku hljómsveitarinnar Firewood Island við lagið Soldier af plötunni Chaos Is The State Of Heart. Hann hefur fyrir löngu ákveðið framtíðarstarfið og sá verkefnið sem tækifæri til að fá innsýn inn í kvikmyndabransann. „Ég ætla að verða kvikmyndagerðarmaður og mig langaði til að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á setti. Verkefnið kom til í gegnum facebook grúppu þar sem kvikmyndagerðarfólk og aukaleikarar geta tengst. Þar var auglýst eftir strák á mínum aldri til að leika í myndbandi og ég skráði mig. Þau höfðu samband,“ útskýrir Tómas Nói. Myndbandið var unnið af Reykjavik Rocks og tekið upp á Reykjanesi. Upptökur tóku heilan dag og ollu Tómasi ekki vonbrigðum. Hann segir daginn hafa verið skemmtilegan og lærdómsríkan. „Þetta var stórt verkefni en samt frekar lítið „crew“. Mér fannst ótrúlega gaman og flott að sjá hvernig svona myndband er unnið. Mér fannst eiginlega meira spennandi að sjá það allt heldur en að leika. Það var gama að sjá græjurnar sem þau voru með, allar flottu myndavélarnar og hvernig skot þau voru að taka. Ég lærði helling.“ Lagið Soldier er hugljúft og örlítil dramatísk tilþrif þurfti í leikinn í myndbandinu. Tómas segist hafa þurft að undirbúa sig aðeins en það hafa verið lítið mál. „þetta var svo flott fólk og góður leikstjóri að það gekk allt vel,“ segir hann.Verðlaunaður fyrir stuttmynd Þetta voru ekki fyrstu skref Tómasar fyrir framan myndavél en hann hefur áður leikið, í auglýsingu fyrir Krónuna á síðasta ári. Hann er þó kominn með talsverða reynslu í kvikmyndagerð miðað við aldur en Tómas hefur frá því hann var smástrákur búið til myndbönd og þá sigraði hann í flokki yngri nemenda á Stuttmyndahátíðinni í Bíó Paradís árið 2015 með stuttmynd sína Stökkið. „Frá því ég var 11 ára hef ég verið ákveðinn í því að þetta sé það sem ég vil gera. Ég hef verið að safna að mér græjum frá því ég var lítill. Ég ætla til dæmis að fá mér almennilega myndavél fyrir fermingarpeningana. Svo á ég fullt af hljóði og fleira dóti,“ segir hann og er þegar kominn með bókanir fyrir sumarið sem kvikmyndatökumaður. „Ég er komin með slatta af verkefnum í sumar. Tónlistarmyndbönd og fleira. Ég er með sambönd, þekki stelpu sem þekkir fólk sem vill fá mig til að gera taka upp. Ég er meðal annars að fara að gera myndband fyrir uppistandara á Snapchat og er með fleiri lítil verkefni hér og þar,“ segir Tómas. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira