Spennandi tökur bókaðar í sumar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. júní 2017 10:00 Tómas Nói Emilsson lék í tónlistarmyndbandi bresku hljómsveitarinnar Firewood Island en hann langaði að kynna sér vinnubrögðin á setti. Sjálfur hefur hann tekið upp verðlaunastuttmynd og myndbönd. Mynd/Eyþór Tómas Nói Emilsson, nemandi í áttunda bekk í Hlíðaskóla, leikur í nýju tónlistarmyndbandi bresku hljómsveitarinnar Firewood Island við lagið Soldier af plötunni Chaos Is The State Of Heart. Hann hefur fyrir löngu ákveðið framtíðarstarfið og sá verkefnið sem tækifæri til að fá innsýn inn í kvikmyndabransann. „Ég ætla að verða kvikmyndagerðarmaður og mig langaði til að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á setti. Verkefnið kom til í gegnum facebook grúppu þar sem kvikmyndagerðarfólk og aukaleikarar geta tengst. Þar var auglýst eftir strák á mínum aldri til að leika í myndbandi og ég skráði mig. Þau höfðu samband,“ útskýrir Tómas Nói. Myndbandið var unnið af Reykjavik Rocks og tekið upp á Reykjanesi. Upptökur tóku heilan dag og ollu Tómasi ekki vonbrigðum. Hann segir daginn hafa verið skemmtilegan og lærdómsríkan. „Þetta var stórt verkefni en samt frekar lítið „crew“. Mér fannst ótrúlega gaman og flott að sjá hvernig svona myndband er unnið. Mér fannst eiginlega meira spennandi að sjá það allt heldur en að leika. Það var gama að sjá græjurnar sem þau voru með, allar flottu myndavélarnar og hvernig skot þau voru að taka. Ég lærði helling.“ Lagið Soldier er hugljúft og örlítil dramatísk tilþrif þurfti í leikinn í myndbandinu. Tómas segist hafa þurft að undirbúa sig aðeins en það hafa verið lítið mál. „þetta var svo flott fólk og góður leikstjóri að það gekk allt vel,“ segir hann.Verðlaunaður fyrir stuttmynd Þetta voru ekki fyrstu skref Tómasar fyrir framan myndavél en hann hefur áður leikið, í auglýsingu fyrir Krónuna á síðasta ári. Hann er þó kominn með talsverða reynslu í kvikmyndagerð miðað við aldur en Tómas hefur frá því hann var smástrákur búið til myndbönd og þá sigraði hann í flokki yngri nemenda á Stuttmyndahátíðinni í Bíó Paradís árið 2015 með stuttmynd sína Stökkið. „Frá því ég var 11 ára hef ég verið ákveðinn í því að þetta sé það sem ég vil gera. Ég hef verið að safna að mér græjum frá því ég var lítill. Ég ætla til dæmis að fá mér almennilega myndavél fyrir fermingarpeningana. Svo á ég fullt af hljóði og fleira dóti,“ segir hann og er þegar kominn með bókanir fyrir sumarið sem kvikmyndatökumaður. „Ég er komin með slatta af verkefnum í sumar. Tónlistarmyndbönd og fleira. Ég er með sambönd, þekki stelpu sem þekkir fólk sem vill fá mig til að gera taka upp. Ég er meðal annars að fara að gera myndband fyrir uppistandara á Snapchat og er með fleiri lítil verkefni hér og þar,“ segir Tómas. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Tómas Nói Emilsson, nemandi í áttunda bekk í Hlíðaskóla, leikur í nýju tónlistarmyndbandi bresku hljómsveitarinnar Firewood Island við lagið Soldier af plötunni Chaos Is The State Of Heart. Hann hefur fyrir löngu ákveðið framtíðarstarfið og sá verkefnið sem tækifæri til að fá innsýn inn í kvikmyndabransann. „Ég ætla að verða kvikmyndagerðarmaður og mig langaði til að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á setti. Verkefnið kom til í gegnum facebook grúppu þar sem kvikmyndagerðarfólk og aukaleikarar geta tengst. Þar var auglýst eftir strák á mínum aldri til að leika í myndbandi og ég skráði mig. Þau höfðu samband,“ útskýrir Tómas Nói. Myndbandið var unnið af Reykjavik Rocks og tekið upp á Reykjanesi. Upptökur tóku heilan dag og ollu Tómasi ekki vonbrigðum. Hann segir daginn hafa verið skemmtilegan og lærdómsríkan. „Þetta var stórt verkefni en samt frekar lítið „crew“. Mér fannst ótrúlega gaman og flott að sjá hvernig svona myndband er unnið. Mér fannst eiginlega meira spennandi að sjá það allt heldur en að leika. Það var gama að sjá græjurnar sem þau voru með, allar flottu myndavélarnar og hvernig skot þau voru að taka. Ég lærði helling.“ Lagið Soldier er hugljúft og örlítil dramatísk tilþrif þurfti í leikinn í myndbandinu. Tómas segist hafa þurft að undirbúa sig aðeins en það hafa verið lítið mál. „þetta var svo flott fólk og góður leikstjóri að það gekk allt vel,“ segir hann.Verðlaunaður fyrir stuttmynd Þetta voru ekki fyrstu skref Tómasar fyrir framan myndavél en hann hefur áður leikið, í auglýsingu fyrir Krónuna á síðasta ári. Hann er þó kominn með talsverða reynslu í kvikmyndagerð miðað við aldur en Tómas hefur frá því hann var smástrákur búið til myndbönd og þá sigraði hann í flokki yngri nemenda á Stuttmyndahátíðinni í Bíó Paradís árið 2015 með stuttmynd sína Stökkið. „Frá því ég var 11 ára hef ég verið ákveðinn í því að þetta sé það sem ég vil gera. Ég hef verið að safna að mér græjum frá því ég var lítill. Ég ætla til dæmis að fá mér almennilega myndavél fyrir fermingarpeningana. Svo á ég fullt af hljóði og fleira dóti,“ segir hann og er þegar kominn með bókanir fyrir sumarið sem kvikmyndatökumaður. „Ég er komin með slatta af verkefnum í sumar. Tónlistarmyndbönd og fleira. Ég er með sambönd, þekki stelpu sem þekkir fólk sem vill fá mig til að gera taka upp. Ég er meðal annars að fara að gera myndband fyrir uppistandara á Snapchat og er með fleiri lítil verkefni hér og þar,“ segir Tómas. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira