Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2017 07:00 Sigríður Á. Andersen á leið til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í liðinni viku. Þar gerði hún grein fyrir vali sínu. vísir/anton brink Tveir umsækjendur, sem metnir voru meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt en hlutu ekki náð fyrir augum dómsmálaráðherra, íhuga nú réttarstöðu sína. Sá þriðji hefur nú þegar tekið ákvörðun um að stefna ráðherra og íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Í fyrradag samþykkti Alþingi tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan fimmtán dómara í embætti við Landsrétt. Tillagan var umdeild en ráðherrann vék í fjórum tilvikum frá tillögu matsnefndar um hæfni dómara. Jóhannes Rúnar Jóhannesson sést hér lengst til vinstri. VÍSIR/GVA „Sá sem lendir í stöðu eins og þessari og þarf að takast á við stjórnvöld út af því, gerir það ekki að gamni sínu,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson. Hann hefur þegar tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna málsins en hann telur ráðherra hafa brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins og gegn ákvæðum jafnréttislaga. „Það er ekki reynslan almennt að menn komi neitt sérlega vel út úr því. Jafnvel þó menn hafi unnið málin þá hefur svona málarekstur ekki endilega verið þeim til mikils vegsauka. Ég hins vegar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þó það kunni að hafa einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir mig,“ segir Ástráður. „Hvað mig varðar þá er ég að íhuga næstu skref og stöðuna,“ segir Jón Höskuldsson héraðsdómari. Að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig frekar um málið. Jón sendi inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar meðan málið var í vinnslu hjá nefndinni. Þar segir hann að meðferð ráðherra sé aðfinnsluverð og að niðurstaða hennar sé á skjön við eigin málflutning. Bendir hann í því samhengi á að sjálfur hafi hann verið metinn hæfari en fjórir héraðsdómarar sem ráðherra ákvað að skipa í Landsrétt. „Ég er að íhuga réttarstöðu mína sem stendur og það skýrist á næstu dögum hvað ég mun gera,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið en að hann óski þeim sem hlutu skipun, og réttinum í heild, velfarnaðar. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins segir Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, að hann óski Landsrétti og dómurunum velfarnaðar í starfi. Hann tjái sig ekki að öðru leyti. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Tveir umsækjendur, sem metnir voru meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt en hlutu ekki náð fyrir augum dómsmálaráðherra, íhuga nú réttarstöðu sína. Sá þriðji hefur nú þegar tekið ákvörðun um að stefna ráðherra og íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Í fyrradag samþykkti Alþingi tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan fimmtán dómara í embætti við Landsrétt. Tillagan var umdeild en ráðherrann vék í fjórum tilvikum frá tillögu matsnefndar um hæfni dómara. Jóhannes Rúnar Jóhannesson sést hér lengst til vinstri. VÍSIR/GVA „Sá sem lendir í stöðu eins og þessari og þarf að takast á við stjórnvöld út af því, gerir það ekki að gamni sínu,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson. Hann hefur þegar tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna málsins en hann telur ráðherra hafa brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins og gegn ákvæðum jafnréttislaga. „Það er ekki reynslan almennt að menn komi neitt sérlega vel út úr því. Jafnvel þó menn hafi unnið málin þá hefur svona málarekstur ekki endilega verið þeim til mikils vegsauka. Ég hins vegar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þó það kunni að hafa einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir mig,“ segir Ástráður. „Hvað mig varðar þá er ég að íhuga næstu skref og stöðuna,“ segir Jón Höskuldsson héraðsdómari. Að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig frekar um málið. Jón sendi inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar meðan málið var í vinnslu hjá nefndinni. Þar segir hann að meðferð ráðherra sé aðfinnsluverð og að niðurstaða hennar sé á skjön við eigin málflutning. Bendir hann í því samhengi á að sjálfur hafi hann verið metinn hæfari en fjórir héraðsdómarar sem ráðherra ákvað að skipa í Landsrétt. „Ég er að íhuga réttarstöðu mína sem stendur og það skýrist á næstu dögum hvað ég mun gera,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið en að hann óski þeim sem hlutu skipun, og réttinum í heild, velfarnaðar. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins segir Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, að hann óski Landsrétti og dómurunum velfarnaðar í starfi. Hann tjái sig ekki að öðru leyti.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15