Það reyndist erfitt að finna efni til að vinna með Guðný Hrönn skrifar 6. júní 2017 11:15 María hvetur fólk til að endurskoða neysluhegðun sína. FRÉTTABLÐIÐ/ANTON BRINK María Árnadóttir útskrifaðist nýverið frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Með útskriftaverki sínu vill hún vekja athygli á dýra- og umhverfisvernd og neysluhegðun. „Mig langaði að fjalla um eitthvað sem skipti mig máli í útskriftarverkefninu og ég hef mikið verið að pæla í umhverfis- og dýravernd. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og finnst ömurlegt hvernig við komum oft fram við dýr,“ segir María. Útskriftarlína Maríu er vegan og í henni eru engar flíkur úr gerviefnum. „Ég lagði áherslu á að finna efni sem gætu komið í staðinn fyrir dýraafurðir í fatnaði, t.d. notaði ég korkleður í staðinn fyrir alvöru leður, bambussilki í staðinn fyrir alvöru silki og handgerðan bómullarfeld í staðinn fyrir dýrafeld.“Fatalína Maríu uppstillt í Listasafni Reykjavíkur.Það reyndist erfiðara en María átti von á að finna efni til að nota í línuna. „Skilyrðin sem ég hafði sett mér voru að efnin mættu ekki vera úr dýraafurðum og ekki úr gerviefni. Gerviefni eru afar mengandi, það tekur til dæmis í kringum 200 ár fyrir polýester að brotna niður í náttúrunni. Ég notaði korkleður sem ég keypti á netinu, það var eina náttúrulega vegan-leðrið sem ég fann. Korkur er skafinn af korktré en korkurinn endurnýjast á níu árum, þannig að framleiðslan er mjög sjálfbær.“„Ég fann svo engan feld sem var ekki úr gerviefni þannig að ég þurfti að handgera hann frá grunni, en með mikilli hjálp frá fjölskyldumeðlimum tókst það. Hann var gerður úr bómullargarni og hörstramma. Svo notaði ég lífrænt bambussilki í eina skyrtuna, sem ég keypti á netinu.“ María kveðst vera meðvituð um neysluhegðun í sínu daglega lífi. „Ég flokka eins og ég get og reyni að kaupa eins lítið af plasti og ég get. Síðan skipta litlu hlutirnir máli eins og t.d. að nota ferðamál í staðinn fyrir að nota einnota bolla og auðvitað að vera með margnota poka þegar maður fer að versla. Ég kaupi líka miklu minna af fatnaði en ég gerði áður og vanda valið vel. Eitt það mikilvægasta sem maður getur svo gert til þess að minnka vistspor sitt er að gerast grænmetisæta, eða að minnsta kosti minnka kjötát. Það þarf t.d. í kringum 20 sinnum minna landsvæði til þess að fæða einhvern á vegan mataræði en einhvern sem borðar kjöt,“ útskýrir María. „Við verðum að gera miklar breytingar á neysluhegðun okkar ef við ætlum að búa áfram á jörðinni,“ segir María sem sér fyrir sér að vinna með umhverfis- og dýravernd að leiðarljósi áfram. Tíska og hönnun Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
María Árnadóttir útskrifaðist nýverið frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Með útskriftaverki sínu vill hún vekja athygli á dýra- og umhverfisvernd og neysluhegðun. „Mig langaði að fjalla um eitthvað sem skipti mig máli í útskriftarverkefninu og ég hef mikið verið að pæla í umhverfis- og dýravernd. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og finnst ömurlegt hvernig við komum oft fram við dýr,“ segir María. Útskriftarlína Maríu er vegan og í henni eru engar flíkur úr gerviefnum. „Ég lagði áherslu á að finna efni sem gætu komið í staðinn fyrir dýraafurðir í fatnaði, t.d. notaði ég korkleður í staðinn fyrir alvöru leður, bambussilki í staðinn fyrir alvöru silki og handgerðan bómullarfeld í staðinn fyrir dýrafeld.“Fatalína Maríu uppstillt í Listasafni Reykjavíkur.Það reyndist erfiðara en María átti von á að finna efni til að nota í línuna. „Skilyrðin sem ég hafði sett mér voru að efnin mættu ekki vera úr dýraafurðum og ekki úr gerviefni. Gerviefni eru afar mengandi, það tekur til dæmis í kringum 200 ár fyrir polýester að brotna niður í náttúrunni. Ég notaði korkleður sem ég keypti á netinu, það var eina náttúrulega vegan-leðrið sem ég fann. Korkur er skafinn af korktré en korkurinn endurnýjast á níu árum, þannig að framleiðslan er mjög sjálfbær.“„Ég fann svo engan feld sem var ekki úr gerviefni þannig að ég þurfti að handgera hann frá grunni, en með mikilli hjálp frá fjölskyldumeðlimum tókst það. Hann var gerður úr bómullargarni og hörstramma. Svo notaði ég lífrænt bambussilki í eina skyrtuna, sem ég keypti á netinu.“ María kveðst vera meðvituð um neysluhegðun í sínu daglega lífi. „Ég flokka eins og ég get og reyni að kaupa eins lítið af plasti og ég get. Síðan skipta litlu hlutirnir máli eins og t.d. að nota ferðamál í staðinn fyrir að nota einnota bolla og auðvitað að vera með margnota poka þegar maður fer að versla. Ég kaupi líka miklu minna af fatnaði en ég gerði áður og vanda valið vel. Eitt það mikilvægasta sem maður getur svo gert til þess að minnka vistspor sitt er að gerast grænmetisæta, eða að minnsta kosti minnka kjötát. Það þarf t.d. í kringum 20 sinnum minna landsvæði til þess að fæða einhvern á vegan mataræði en einhvern sem borðar kjöt,“ útskýrir María. „Við verðum að gera miklar breytingar á neysluhegðun okkar ef við ætlum að búa áfram á jörðinni,“ segir María sem sér fyrir sér að vinna með umhverfis- og dýravernd að leiðarljósi áfram.
Tíska og hönnun Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira