Verjandinn krefst farsímagagna úr möstrum nærri þeim stað þar sem lík Birnu fannst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 15:30 Thomas Møller Olsen þegar málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í apríl. vísir/vilhelm Verjandi Thomasar Møller Olsen gerir kröfu um að fá að leggja fram símagögn áður en aðalmeðferð í málinu hefst. Kröfuna gerði verjandinn, Páll Rúnar M. Kristjánsson, við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og situr hann í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hann neitar sök í málinu.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi hins grunaða, við fyrri fyrirtöku málsins.vísir/anton brinkNærri þeim stað sem líkið fannst Gögnin eru úr farsímamöstrum sem staðsett eru við Suðurstrandaveg, meðal annars við Strandakirkju, sem er á þeim slóðum þar sem lík Birnu fannst. Gögnin eru frá klukkan sex að morgni þann 14. janúar, morguninn sem Birna hvarf, og þar til sólarhring síðar, klukkan sex að morgni 15. janúar. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni og sagði varahéraðssaksóknari sem sækir málið, Kolbrún Benediktsdóttir, að um þarfalausa gagnaöflun væri að ræða. Lögreglan hefur umrædd gögn ekki undir höndum og þarf að afla þeirra hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Fulltrúum þeirra verður því boðið að koma fyrir dómara við fyrirtöku málsins fimmtudaginn 15. júní. Í framhaldinu þarf dómurinn svo að taka sér tíma til að ákveða hvort gögnin verði lögð fram eða ekki. Þann úrskurð má síðan kæra til Hæstaréttar.Aðalmeðferð óákveðin Páll Rúnar hafði áður farið fram á að fá annars vegar réttarmeinafræðing og hins vegar bæklunarlækni til að svara nokkrum spurningum. Dómarinn féllst á báðar matsbeiðnirnar og mun Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir, mun svara tveimur spurningum um mat á ástandi Thomasar og á niðurstaða hans að liggja fyrir þann 16. júní. Þá svarar þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Oliver Wiesbrock fimm spurningum verjandans og þarf að hafa lokið mati sínu fyrir þann 27. júní næstkomandi. Til stóð að ákveða tímasetningu á aðalmeðferð málsins við fyrirtökuna í dag. Af því varð ekki og ljóst að hún mun frestast enn frekar og ólíklegt að hún verði fyrr en í haust. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18 Réttarmeinafræðingur fenginn til að svara fimm spurningum í Birnumálinu 23. maí 2017 15:15 Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Verjandi Thomasar Møller Olsen gerir kröfu um að fá að leggja fram símagögn áður en aðalmeðferð í málinu hefst. Kröfuna gerði verjandinn, Páll Rúnar M. Kristjánsson, við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og situr hann í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hann neitar sök í málinu.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi hins grunaða, við fyrri fyrirtöku málsins.vísir/anton brinkNærri þeim stað sem líkið fannst Gögnin eru úr farsímamöstrum sem staðsett eru við Suðurstrandaveg, meðal annars við Strandakirkju, sem er á þeim slóðum þar sem lík Birnu fannst. Gögnin eru frá klukkan sex að morgni þann 14. janúar, morguninn sem Birna hvarf, og þar til sólarhring síðar, klukkan sex að morgni 15. janúar. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni og sagði varahéraðssaksóknari sem sækir málið, Kolbrún Benediktsdóttir, að um þarfalausa gagnaöflun væri að ræða. Lögreglan hefur umrædd gögn ekki undir höndum og þarf að afla þeirra hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Fulltrúum þeirra verður því boðið að koma fyrir dómara við fyrirtöku málsins fimmtudaginn 15. júní. Í framhaldinu þarf dómurinn svo að taka sér tíma til að ákveða hvort gögnin verði lögð fram eða ekki. Þann úrskurð má síðan kæra til Hæstaréttar.Aðalmeðferð óákveðin Páll Rúnar hafði áður farið fram á að fá annars vegar réttarmeinafræðing og hins vegar bæklunarlækni til að svara nokkrum spurningum. Dómarinn féllst á báðar matsbeiðnirnar og mun Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir, mun svara tveimur spurningum um mat á ástandi Thomasar og á niðurstaða hans að liggja fyrir þann 16. júní. Þá svarar þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Oliver Wiesbrock fimm spurningum verjandans og þarf að hafa lokið mati sínu fyrir þann 27. júní næstkomandi. Til stóð að ákveða tímasetningu á aðalmeðferð málsins við fyrirtökuna í dag. Af því varð ekki og ljóst að hún mun frestast enn frekar og ólíklegt að hún verði fyrr en í haust.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18 Réttarmeinafræðingur fenginn til að svara fimm spurningum í Birnumálinu 23. maí 2017 15:15 Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18
Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00