Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2017 07:00 Polar Nanoq var snúið við til hafnar eftir að grunur vaknaði um að um borð væri sá sem bæri ábyrgð á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Í það minnsta tíu skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq verða kallaðir til Íslands til að bera vitni gegn Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar. Mennirnir voru allir samstarfsmenn Thomasar á skipinu og áttu í samskiptum við hann eftir laugardagsmorguninn 14. janúar, þegar Thomas er grunaður um að hafa framið ódæðisverkið. Grænlenska togaranum var snúið til Íslands um miðjan dag þriðjudaginn 17. janúar þegar grunur vaknaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að um borð væru menn sem bæru ábyrgð á hvarfi Birnu. Tveir skipverjar voru handteknir um hádegisbil þann 18. janúar og skipið kom til hafnar rétt fyrir miðnætti þann sama dag. Þriðji skipverjinn var handtekinn um kvöldið en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari.vísir/valliSamstarfsmenn Thomasar áttu sem sagt í samskiptum við hann í um það bil fjóra sólarhringa, frá því að hann fór um borð í togarann um hádegisbil á laugardegi og þar til hann var handtekinn um hádegisbil á miðvikudegi. Talið er að vitnisburður skipverjanna muni reynast saksóknara mikilvægur í málinu. Um borð í togaranum fundust skilríki Birnu og meðal annars mátti finna lífsýni á fatnaði hins grunaða. Skipverjunum ber lagaleg skylda til að bera vitni í málinu. Samkvæmt íslenskum lögum geta þeir krafist þess að íslenska ríkið greiði kostnað þeirra við ferðalagið hingað til lands. „Íslenska ríkið leggur sem sagt út fyrir þessu. En ef sakborningur verður sakfelldur þá er hann rukkaður um þetta. Ef við verðum heppin þá verður skipið akkúrat í höfn. Það er reynt að stilla þessu upp þannig að þetta verði sem þægilegast,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Samkvæmt heimasíðu Flugfélags Íslands kostar flugið fram og til baka frá Grænlandi á bilinu 80 til 100 þúsund krónur fyrir einstakling. Sá kostnaður gæti allur fallið á Thomas fari svo að ekki verði hægt að samræma ferðir skipsins og réttarhöldin, og ef hann verður sakfelldur. Í dag fer fram enn ein fyrirtakan í málinu, nú um seinni fyrirspurn verjanda til dómkvadds réttarmeinafræðings. Dómkvaddur bæklunarlæknir, sem hefur það hlutverk að fara yfir hvort Thomas hafi verið líkamlega fær um að bana Birnu, hefur til 16. júní að skila sinni niðurstöðu en Kolbrún gerir ráð fyrir að svör frá réttarmeinafræðingnum berist í fyrsta lagi í lok næsta mánaðar. Þá tekur sumarfrí við sem reynist erfiður tími til að kalla til vitni í málinu. Líklegt sé að aðalmeðferð í máli saksóknara gegn Thomas Møller Olsen fari fram í ágúst næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing. 10. maí 2017 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í það minnsta tíu skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq verða kallaðir til Íslands til að bera vitni gegn Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar. Mennirnir voru allir samstarfsmenn Thomasar á skipinu og áttu í samskiptum við hann eftir laugardagsmorguninn 14. janúar, þegar Thomas er grunaður um að hafa framið ódæðisverkið. Grænlenska togaranum var snúið til Íslands um miðjan dag þriðjudaginn 17. janúar þegar grunur vaknaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að um borð væru menn sem bæru ábyrgð á hvarfi Birnu. Tveir skipverjar voru handteknir um hádegisbil þann 18. janúar og skipið kom til hafnar rétt fyrir miðnætti þann sama dag. Þriðji skipverjinn var handtekinn um kvöldið en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari.vísir/valliSamstarfsmenn Thomasar áttu sem sagt í samskiptum við hann í um það bil fjóra sólarhringa, frá því að hann fór um borð í togarann um hádegisbil á laugardegi og þar til hann var handtekinn um hádegisbil á miðvikudegi. Talið er að vitnisburður skipverjanna muni reynast saksóknara mikilvægur í málinu. Um borð í togaranum fundust skilríki Birnu og meðal annars mátti finna lífsýni á fatnaði hins grunaða. Skipverjunum ber lagaleg skylda til að bera vitni í málinu. Samkvæmt íslenskum lögum geta þeir krafist þess að íslenska ríkið greiði kostnað þeirra við ferðalagið hingað til lands. „Íslenska ríkið leggur sem sagt út fyrir þessu. En ef sakborningur verður sakfelldur þá er hann rukkaður um þetta. Ef við verðum heppin þá verður skipið akkúrat í höfn. Það er reynt að stilla þessu upp þannig að þetta verði sem þægilegast,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Samkvæmt heimasíðu Flugfélags Íslands kostar flugið fram og til baka frá Grænlandi á bilinu 80 til 100 þúsund krónur fyrir einstakling. Sá kostnaður gæti allur fallið á Thomas fari svo að ekki verði hægt að samræma ferðir skipsins og réttarhöldin, og ef hann verður sakfelldur. Í dag fer fram enn ein fyrirtakan í málinu, nú um seinni fyrirspurn verjanda til dómkvadds réttarmeinafræðings. Dómkvaddur bæklunarlæknir, sem hefur það hlutverk að fara yfir hvort Thomas hafi verið líkamlega fær um að bana Birnu, hefur til 16. júní að skila sinni niðurstöðu en Kolbrún gerir ráð fyrir að svör frá réttarmeinafræðingnum berist í fyrsta lagi í lok næsta mánaðar. Þá tekur sumarfrí við sem reynist erfiður tími til að kalla til vitni í málinu. Líklegt sé að aðalmeðferð í máli saksóknara gegn Thomas Møller Olsen fari fram í ágúst næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing. 10. maí 2017 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15
Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing. 10. maí 2017 07:00