Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 09:54 Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003. Vísir/Hari Yfirheyrslur yfir sexmenningum sem handtekin voru í gærkvöldi í tengslum við manndráp í Mosfellsdal hafa staðið yfir í nótt. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Þar á meðal eru Jón Trausti Lúthersson og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í febrúar. Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal klukkan 18:24 í gærkvöldi og fór fjölmennt lið lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarmenn, á staðinn. Fyrrnefnd sex voru handtekin en maðurinn sem lést var úrskurðaður látinn síðar um kvöldið. Hann var um fertugt. Rannsókn málsins er umfangsmikil að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum hinna handteknu en hve mörgum liggur ekki ljóst fyrir. Árásin var hrottaleg eins og fjallað var um á Vísi í morgun. Árásarmennirnir notuðust við járnkylfur auk þess sem ekið var yfir fætur mannsins á amerískum pallbíl.Lögregla á vettvangi í gær.Vísir/Höskuldur KáriForsprakki í mótorhjólaklúbbi Meðal handteknu er Jón Trausti Lúthersson sem var endurtekið í kastljósi fjölmiðlanna síðasta áratug þegar mótorhjólagengi voru að ryðja sér til rúms á Íslandi. Hann hefur hlotið dóma fyrir líkamsárás en hann réðst meðal annars inn á ritstjórnarskrifstofur DV haustið 2004 og beitti Reyni Traustason, þáverandi ritstjóra blaðsins, ofbeldi. Hlaut hann tveggja mánaða dóm fyrir. Jón Trausti stofnaði mótorhjólaklúbbinn Fáfni sem síðar varð hluti af Vítisenglum. Hann hætti um svipað leyti, stofnaði Black Pistons MC sem var stuðningsklúbbur Outlaws. Lítið hefur spurst til Jóns Trausta undanfarin ár.Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.Vísir/Anton BrinkNýdæmdir bræður Þá eru einnig meðal handteknu bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski. Þeir hafa ítrekað komið við sögu lögreglu fyrir minniháttar brot undanfarin áratug. Allt þar til í ágúst síðastliðnum þegar þeir voru handteknir í tengslum við skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í Breiðholti.Hlutu þeir rúmlega tveggja og hálfs árs dóm fyrir árásina í héraðsdómi í febrúar síðastliðnum en Marcin var sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps. Hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í rúmt hálft ár á meðan málið var til rannsóknar og þar til dómur féll. Dómunum var áfrýjað og hafa þeir gengið lausir á meðan þess er beðið að málið verði tekið fyrir í Hæstarétti. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Yfirheyrslur yfir sexmenningum sem handtekin voru í gærkvöldi í tengslum við manndráp í Mosfellsdal hafa staðið yfir í nótt. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Þar á meðal eru Jón Trausti Lúthersson og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í febrúar. Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal klukkan 18:24 í gærkvöldi og fór fjölmennt lið lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarmenn, á staðinn. Fyrrnefnd sex voru handtekin en maðurinn sem lést var úrskurðaður látinn síðar um kvöldið. Hann var um fertugt. Rannsókn málsins er umfangsmikil að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum hinna handteknu en hve mörgum liggur ekki ljóst fyrir. Árásin var hrottaleg eins og fjallað var um á Vísi í morgun. Árásarmennirnir notuðust við járnkylfur auk þess sem ekið var yfir fætur mannsins á amerískum pallbíl.Lögregla á vettvangi í gær.Vísir/Höskuldur KáriForsprakki í mótorhjólaklúbbi Meðal handteknu er Jón Trausti Lúthersson sem var endurtekið í kastljósi fjölmiðlanna síðasta áratug þegar mótorhjólagengi voru að ryðja sér til rúms á Íslandi. Hann hefur hlotið dóma fyrir líkamsárás en hann réðst meðal annars inn á ritstjórnarskrifstofur DV haustið 2004 og beitti Reyni Traustason, þáverandi ritstjóra blaðsins, ofbeldi. Hlaut hann tveggja mánaða dóm fyrir. Jón Trausti stofnaði mótorhjólaklúbbinn Fáfni sem síðar varð hluti af Vítisenglum. Hann hætti um svipað leyti, stofnaði Black Pistons MC sem var stuðningsklúbbur Outlaws. Lítið hefur spurst til Jóns Trausta undanfarin ár.Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.Vísir/Anton BrinkNýdæmdir bræður Þá eru einnig meðal handteknu bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski. Þeir hafa ítrekað komið við sögu lögreglu fyrir minniháttar brot undanfarin áratug. Allt þar til í ágúst síðastliðnum þegar þeir voru handteknir í tengslum við skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í Breiðholti.Hlutu þeir rúmlega tveggja og hálfs árs dóm fyrir árásina í héraðsdómi í febrúar síðastliðnum en Marcin var sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps. Hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í rúmt hálft ár á meðan málið var til rannsóknar og þar til dómur féll. Dómunum var áfrýjað og hafa þeir gengið lausir á meðan þess er beðið að málið verði tekið fyrir í Hæstarétti.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira