Innlent

Jón Trausti í 2 mánaða fangelsi

Jón Trausti Lúthersson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðist inn á ritstjórnarskrifstofur DV þann 21. október síðastliðinn, tekið Reyni Traustason fréttastjóra hálstaki og hert að með þeim afleiðingum að honum sortnaði fyrir augum, marðist og hruflaðist á hálsi. Jón Trausti íhugar að áfrýja dóminum að sögn Sveins Andra Sveinssonar, verjanda hans. Héraðsdómur taldi framferði ákærða rustafengið, ófyrirleitið og með öllu tilefnislaust. Taldi dómurinn hæfilega refsingu tveggja mánaða fangelsi og þótti ekki ástæða til að skilorðsbinda refsinguna að nokkru leyti.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×