Útlit fyrir öruggan sigur Íhaldsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2017 20:00 Samkvæmt allra nýjustu könnunum verður fylgi Íhaldsflokksins á bilinu 41 til 46%. Fylgi Verkamannaflokksins verður samkvæmt þessu um 34 til 40%. Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá og er það fjölgun milli kosninga. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar. Munurinn á milli kannanna er þó nokkuð mikill og benda þær allra nýjustu til eins til tólf prósentustiga forskots. Nýjustu kannanir gera ráð fyrir að fylgi Íhaldsflokksins verði á bilinu 41 til 46% en að fylgi Verkamannaflokksins verði í kringum 34 til 40%. Samkvæmt þessu myndu Íhaldsmenn bæta við sig þingsætum en erfitt er þó að spá fyrir um nákvæman fjölda þeirra. Barist er um 650 sæti en til þess að ná meirihluta í neðri deild þarf 326 sæti. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá en kjörsókn yngra fólksins hefur verið fremur lítil á síðustu árum og hafa margir bent á að stuðningur Verkamannaflokksins liggi einna helst þar. Heildarkjörsókn hefur þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum og var rúmlega 66% árið 2015. Formenn flokkanna ávörpuðu stuðningsmenn sína í síðasta sinn í gær áður en þeir héldu á kjörstað í morgun. „Við erum ekki flokkur milljarðamæringanna, við erum ekki flokkur fyrirtækjaelítunnar, við erum flokkur fólksins," sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í ávarpi sínu fyrir stuðningsmenn í gær. Verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir skattheimtu á þá allra ríkustu og auknu fjármagni í innviði líkt og heilbrigðis- og menntakerfið. Theresa May lagði aftur á móti ríka áherslu á Brexit í síðasta ávarpi sínu í gær og sagði Íhaldsflokkinn geta fært landsmönnum stöðugleika eftir skilnaðinn við Evrópusambandið „Skilaboð mín til fólksins eru mjög einföld. Veitið mér stuðning til að leiða Bretland. Gefið mér vald til að tala fyrir hönd Bretlands, veitið mér styrk til að berjast fyrir Bretland. Veitið mér stuðning og ég mun standa við mitt," sagði Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins í ávarpi sínu.Fyrstu tölur fyrir miðnætti Íhaldsflokkurinn er í dag með sautján manna meirihluta en mikilvægt er talið fyrir May sem ákvað að flýta kosningunum að halda ekki aðeins meirihlutanum heldur auka hann. Endanleg niðurstaða verður ekki ljós fyrr en á morgun en búist er við fyrstu tölum fyrir miðnætti. Tölurnar halda þá áfram að streyma inn í nótt og verður talningu meirihluta atkvæða líklega lokið um klukkan sex. Útgönguspár verða þó birtar skömmu eftir lokun kjörstaða í kvöld en þær hafa á síðustu árum verið nokkuð nákvæmar. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá og er það fjölgun milli kosninga. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar. Munurinn á milli kannanna er þó nokkuð mikill og benda þær allra nýjustu til eins til tólf prósentustiga forskots. Nýjustu kannanir gera ráð fyrir að fylgi Íhaldsflokksins verði á bilinu 41 til 46% en að fylgi Verkamannaflokksins verði í kringum 34 til 40%. Samkvæmt þessu myndu Íhaldsmenn bæta við sig þingsætum en erfitt er þó að spá fyrir um nákvæman fjölda þeirra. Barist er um 650 sæti en til þess að ná meirihluta í neðri deild þarf 326 sæti. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá en kjörsókn yngra fólksins hefur verið fremur lítil á síðustu árum og hafa margir bent á að stuðningur Verkamannaflokksins liggi einna helst þar. Heildarkjörsókn hefur þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum og var rúmlega 66% árið 2015. Formenn flokkanna ávörpuðu stuðningsmenn sína í síðasta sinn í gær áður en þeir héldu á kjörstað í morgun. „Við erum ekki flokkur milljarðamæringanna, við erum ekki flokkur fyrirtækjaelítunnar, við erum flokkur fólksins," sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í ávarpi sínu fyrir stuðningsmenn í gær. Verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir skattheimtu á þá allra ríkustu og auknu fjármagni í innviði líkt og heilbrigðis- og menntakerfið. Theresa May lagði aftur á móti ríka áherslu á Brexit í síðasta ávarpi sínu í gær og sagði Íhaldsflokkinn geta fært landsmönnum stöðugleika eftir skilnaðinn við Evrópusambandið „Skilaboð mín til fólksins eru mjög einföld. Veitið mér stuðning til að leiða Bretland. Gefið mér vald til að tala fyrir hönd Bretlands, veitið mér styrk til að berjast fyrir Bretland. Veitið mér stuðning og ég mun standa við mitt," sagði Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins í ávarpi sínu.Fyrstu tölur fyrir miðnætti Íhaldsflokkurinn er í dag með sautján manna meirihluta en mikilvægt er talið fyrir May sem ákvað að flýta kosningunum að halda ekki aðeins meirihlutanum heldur auka hann. Endanleg niðurstaða verður ekki ljós fyrr en á morgun en búist er við fyrstu tölum fyrir miðnætti. Tölurnar halda þá áfram að streyma inn í nótt og verður talningu meirihluta atkvæða líklega lokið um klukkan sex. Útgönguspár verða þó birtar skömmu eftir lokun kjörstaða í kvöld en þær hafa á síðustu árum verið nokkuð nákvæmar.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira