Útlit fyrir öruggan sigur Íhaldsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2017 20:00 Samkvæmt allra nýjustu könnunum verður fylgi Íhaldsflokksins á bilinu 41 til 46%. Fylgi Verkamannaflokksins verður samkvæmt þessu um 34 til 40%. Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá og er það fjölgun milli kosninga. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar. Munurinn á milli kannanna er þó nokkuð mikill og benda þær allra nýjustu til eins til tólf prósentustiga forskots. Nýjustu kannanir gera ráð fyrir að fylgi Íhaldsflokksins verði á bilinu 41 til 46% en að fylgi Verkamannaflokksins verði í kringum 34 til 40%. Samkvæmt þessu myndu Íhaldsmenn bæta við sig þingsætum en erfitt er þó að spá fyrir um nákvæman fjölda þeirra. Barist er um 650 sæti en til þess að ná meirihluta í neðri deild þarf 326 sæti. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá en kjörsókn yngra fólksins hefur verið fremur lítil á síðustu árum og hafa margir bent á að stuðningur Verkamannaflokksins liggi einna helst þar. Heildarkjörsókn hefur þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum og var rúmlega 66% árið 2015. Formenn flokkanna ávörpuðu stuðningsmenn sína í síðasta sinn í gær áður en þeir héldu á kjörstað í morgun. „Við erum ekki flokkur milljarðamæringanna, við erum ekki flokkur fyrirtækjaelítunnar, við erum flokkur fólksins," sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í ávarpi sínu fyrir stuðningsmenn í gær. Verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir skattheimtu á þá allra ríkustu og auknu fjármagni í innviði líkt og heilbrigðis- og menntakerfið. Theresa May lagði aftur á móti ríka áherslu á Brexit í síðasta ávarpi sínu í gær og sagði Íhaldsflokkinn geta fært landsmönnum stöðugleika eftir skilnaðinn við Evrópusambandið „Skilaboð mín til fólksins eru mjög einföld. Veitið mér stuðning til að leiða Bretland. Gefið mér vald til að tala fyrir hönd Bretlands, veitið mér styrk til að berjast fyrir Bretland. Veitið mér stuðning og ég mun standa við mitt," sagði Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins í ávarpi sínu.Fyrstu tölur fyrir miðnætti Íhaldsflokkurinn er í dag með sautján manna meirihluta en mikilvægt er talið fyrir May sem ákvað að flýta kosningunum að halda ekki aðeins meirihlutanum heldur auka hann. Endanleg niðurstaða verður ekki ljós fyrr en á morgun en búist er við fyrstu tölum fyrir miðnætti. Tölurnar halda þá áfram að streyma inn í nótt og verður talningu meirihluta atkvæða líklega lokið um klukkan sex. Útgönguspár verða þó birtar skömmu eftir lokun kjörstaða í kvöld en þær hafa á síðustu árum verið nokkuð nákvæmar. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá og er það fjölgun milli kosninga. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar. Munurinn á milli kannanna er þó nokkuð mikill og benda þær allra nýjustu til eins til tólf prósentustiga forskots. Nýjustu kannanir gera ráð fyrir að fylgi Íhaldsflokksins verði á bilinu 41 til 46% en að fylgi Verkamannaflokksins verði í kringum 34 til 40%. Samkvæmt þessu myndu Íhaldsmenn bæta við sig þingsætum en erfitt er þó að spá fyrir um nákvæman fjölda þeirra. Barist er um 650 sæti en til þess að ná meirihluta í neðri deild þarf 326 sæti. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá en kjörsókn yngra fólksins hefur verið fremur lítil á síðustu árum og hafa margir bent á að stuðningur Verkamannaflokksins liggi einna helst þar. Heildarkjörsókn hefur þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum og var rúmlega 66% árið 2015. Formenn flokkanna ávörpuðu stuðningsmenn sína í síðasta sinn í gær áður en þeir héldu á kjörstað í morgun. „Við erum ekki flokkur milljarðamæringanna, við erum ekki flokkur fyrirtækjaelítunnar, við erum flokkur fólksins," sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í ávarpi sínu fyrir stuðningsmenn í gær. Verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir skattheimtu á þá allra ríkustu og auknu fjármagni í innviði líkt og heilbrigðis- og menntakerfið. Theresa May lagði aftur á móti ríka áherslu á Brexit í síðasta ávarpi sínu í gær og sagði Íhaldsflokkinn geta fært landsmönnum stöðugleika eftir skilnaðinn við Evrópusambandið „Skilaboð mín til fólksins eru mjög einföld. Veitið mér stuðning til að leiða Bretland. Gefið mér vald til að tala fyrir hönd Bretlands, veitið mér styrk til að berjast fyrir Bretland. Veitið mér stuðning og ég mun standa við mitt," sagði Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins í ávarpi sínu.Fyrstu tölur fyrir miðnætti Íhaldsflokkurinn er í dag með sautján manna meirihluta en mikilvægt er talið fyrir May sem ákvað að flýta kosningunum að halda ekki aðeins meirihlutanum heldur auka hann. Endanleg niðurstaða verður ekki ljós fyrr en á morgun en búist er við fyrstu tölum fyrir miðnætti. Tölurnar halda þá áfram að streyma inn í nótt og verður talningu meirihluta atkvæða líklega lokið um klukkan sex. Útgönguspár verða þó birtar skömmu eftir lokun kjörstaða í kvöld en þær hafa á síðustu árum verið nokkuð nákvæmar.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira