Útlit fyrir öruggan sigur Íhaldsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2017 20:00 Samkvæmt allra nýjustu könnunum verður fylgi Íhaldsflokksins á bilinu 41 til 46%. Fylgi Verkamannaflokksins verður samkvæmt þessu um 34 til 40%. Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá og er það fjölgun milli kosninga. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar. Munurinn á milli kannanna er þó nokkuð mikill og benda þær allra nýjustu til eins til tólf prósentustiga forskots. Nýjustu kannanir gera ráð fyrir að fylgi Íhaldsflokksins verði á bilinu 41 til 46% en að fylgi Verkamannaflokksins verði í kringum 34 til 40%. Samkvæmt þessu myndu Íhaldsmenn bæta við sig þingsætum en erfitt er þó að spá fyrir um nákvæman fjölda þeirra. Barist er um 650 sæti en til þess að ná meirihluta í neðri deild þarf 326 sæti. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá en kjörsókn yngra fólksins hefur verið fremur lítil á síðustu árum og hafa margir bent á að stuðningur Verkamannaflokksins liggi einna helst þar. Heildarkjörsókn hefur þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum og var rúmlega 66% árið 2015. Formenn flokkanna ávörpuðu stuðningsmenn sína í síðasta sinn í gær áður en þeir héldu á kjörstað í morgun. „Við erum ekki flokkur milljarðamæringanna, við erum ekki flokkur fyrirtækjaelítunnar, við erum flokkur fólksins," sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í ávarpi sínu fyrir stuðningsmenn í gær. Verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir skattheimtu á þá allra ríkustu og auknu fjármagni í innviði líkt og heilbrigðis- og menntakerfið. Theresa May lagði aftur á móti ríka áherslu á Brexit í síðasta ávarpi sínu í gær og sagði Íhaldsflokkinn geta fært landsmönnum stöðugleika eftir skilnaðinn við Evrópusambandið „Skilaboð mín til fólksins eru mjög einföld. Veitið mér stuðning til að leiða Bretland. Gefið mér vald til að tala fyrir hönd Bretlands, veitið mér styrk til að berjast fyrir Bretland. Veitið mér stuðning og ég mun standa við mitt," sagði Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins í ávarpi sínu.Fyrstu tölur fyrir miðnætti Íhaldsflokkurinn er í dag með sautján manna meirihluta en mikilvægt er talið fyrir May sem ákvað að flýta kosningunum að halda ekki aðeins meirihlutanum heldur auka hann. Endanleg niðurstaða verður ekki ljós fyrr en á morgun en búist er við fyrstu tölum fyrir miðnætti. Tölurnar halda þá áfram að streyma inn í nótt og verður talningu meirihluta atkvæða líklega lokið um klukkan sex. Útgönguspár verða þó birtar skömmu eftir lokun kjörstaða í kvöld en þær hafa á síðustu árum verið nokkuð nákvæmar. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Sjá meira
Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá og er það fjölgun milli kosninga. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar. Munurinn á milli kannanna er þó nokkuð mikill og benda þær allra nýjustu til eins til tólf prósentustiga forskots. Nýjustu kannanir gera ráð fyrir að fylgi Íhaldsflokksins verði á bilinu 41 til 46% en að fylgi Verkamannaflokksins verði í kringum 34 til 40%. Samkvæmt þessu myndu Íhaldsmenn bæta við sig þingsætum en erfitt er þó að spá fyrir um nákvæman fjölda þeirra. Barist er um 650 sæti en til þess að ná meirihluta í neðri deild þarf 326 sæti. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá en kjörsókn yngra fólksins hefur verið fremur lítil á síðustu árum og hafa margir bent á að stuðningur Verkamannaflokksins liggi einna helst þar. Heildarkjörsókn hefur þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum og var rúmlega 66% árið 2015. Formenn flokkanna ávörpuðu stuðningsmenn sína í síðasta sinn í gær áður en þeir héldu á kjörstað í morgun. „Við erum ekki flokkur milljarðamæringanna, við erum ekki flokkur fyrirtækjaelítunnar, við erum flokkur fólksins," sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í ávarpi sínu fyrir stuðningsmenn í gær. Verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir skattheimtu á þá allra ríkustu og auknu fjármagni í innviði líkt og heilbrigðis- og menntakerfið. Theresa May lagði aftur á móti ríka áherslu á Brexit í síðasta ávarpi sínu í gær og sagði Íhaldsflokkinn geta fært landsmönnum stöðugleika eftir skilnaðinn við Evrópusambandið „Skilaboð mín til fólksins eru mjög einföld. Veitið mér stuðning til að leiða Bretland. Gefið mér vald til að tala fyrir hönd Bretlands, veitið mér styrk til að berjast fyrir Bretland. Veitið mér stuðning og ég mun standa við mitt," sagði Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins í ávarpi sínu.Fyrstu tölur fyrir miðnætti Íhaldsflokkurinn er í dag með sautján manna meirihluta en mikilvægt er talið fyrir May sem ákvað að flýta kosningunum að halda ekki aðeins meirihlutanum heldur auka hann. Endanleg niðurstaða verður ekki ljós fyrr en á morgun en búist er við fyrstu tölum fyrir miðnætti. Tölurnar halda þá áfram að streyma inn í nótt og verður talningu meirihluta atkvæða líklega lokið um klukkan sex. Útgönguspár verða þó birtar skömmu eftir lokun kjörstaða í kvöld en þær hafa á síðustu árum verið nokkuð nákvæmar.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Sjá meira