Innlent

Manndráp í Mosfellsdal: Lögregla efast um að öll hin grunuðu hafi þekkt hinn látna

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sexmenningarnir voru öll úrskurðuð í gæsluvarðhald í gær. Fimm karlmenn voru úrskurðaðir í 15 daga gæsluvarðhald og ein kona í átta dag gæsluvarðhald.
Sexmenningarnir voru öll úrskurðuð í gæsluvarðhald í gær. Fimm karlmenn voru úrskurðaðir í 15 daga gæsluvarðhald og ein kona í átta dag gæsluvarðhald. Vísir/Eyþór
Engar yfirheyrslur hafa farið fram yfir sexmenningunum sem grunuð eru um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á miðvikudagskvöld. Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, að yfirheyrslur haldi áfram á morgun. Ekki er ljóst hvort öll þau grunuðu hafi þekkt hinn látna.

„Í dag þá höfum við verið að safna gögnum og stilla þessu upp, undirbúa okkur fyrir næstu yfirheyrslur,“ segir Grímur.

Enn er ekki ljóst hvort öll þau grunuðu beri jafn mikla ábyrgð í málinu, en athygli vekur að konan sem var handtekin var einungis úrskurðuð í átta daga gæsluvarðhald, þrátt fyrir kröfu lögreglu um að hún sæti gæsluvarðhaldi í 15 daga líkt og hinir.

„Við erum ekki búin að upplýsa það hvernig hlutur hvers og eins er en þetta var mat dómarans miðað við það sem kom fram í gæsluvarðhaldskröfunni. Þá var það mat dómarans að hún ætti ekki að vera í lengra gæsluvarðhaldi heldur en í viku, í bili að minnsta kosti.“

Hafa allir þeir grunuðu tengsl við hinn látna?

„Það hefur ekkert verið upplýst um það. Nei ég efast um það raunverulega. Ég efast um að hann hafi verið kunnugur þeim öllum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×