Sigur stjórnarandstöðunnar: „Stjórnin er ekki að þvinga neitt í gegn“ Snærós Sindradóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Stjórnarandstaðan segir mál ríkisstjórnarinnar hafa komið seint og illa fram. vísir/ernir Afar fátt sem ágreiningur ríkir um á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar kemst í gegnum Alþingi. Þingi verður frestað á morgun, miðvikudag, en það er helst ríkisfjármálaáætlun sem fer í gegnum þingið og einhver ágreiningur ríkir um. Um önnur mál á borð við áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, ríkir ágreiningur og verða þau látin bíða betri tíma. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar, sem mikill ágreiningur ríkir um, verður sömuleiðis settur á ís. Veikur eins manns meirihluti stjórnarflokkanna kemur í veg fyrir að ríkisstjórnin geti keyrt mál í gegnum þingið eins og löngum hefur tíðkast. Í stað þess hafa þingmenn þurft að setjast niður og stjórnarflokkarnir þurft að sætta sig við verulegar málamiðlunartillögur stjórnarandstöðu.Ekki ríkir ágreiningur um jafnlaunavottun eftir að frumvarpið tók einhverjum breytingum svo það flýgur í gegnum þingið. „Stjórnin er ekki að þvinga neitt í gegn. Þau geta það ekki,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, starfandi þingflokksformaður Framsóknar. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá mun áfengisfrumvarpið ekki komast í gegn. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnarflokkarnir hafi ekki lagt neina áherslu á það í samningaviðræðum við stjórnarandstöðu. „Það fór út af borðinu strax. Það var útséð um að þar væri einhver sátt,“ segir Silja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir forseta Alþingis hafa lagt mikla áherslu á að klára þing á réttum tíma í stað þess að bæta við þingfundardögum. „Þá er skammur tími til stefnu. Það eru mörg stór mál sem bíða og um það voru formenn allra flokka sammála á laugardag.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórn og stjórnarandstöðu vera að læra hvor á aðra. Stjórnarflokkarnir hafi ekki getað keyrt hluti áfram með sama hætti og áður. „Það er annaðhvort meirihluti fyrir málum eða ekki. Ef það er meirihluti, þá breytir í sjálfu sér ekki hvort það er eins manns meirihluti eða ekki, en auðvitað er skynsemi fólgin í því að leita samkomulags um það sem mögulegt er. En þar sem er ágreiningur verður bara afl atkvæða að skera úr.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar. 16. maí 2017 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Afar fátt sem ágreiningur ríkir um á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar kemst í gegnum Alþingi. Þingi verður frestað á morgun, miðvikudag, en það er helst ríkisfjármálaáætlun sem fer í gegnum þingið og einhver ágreiningur ríkir um. Um önnur mál á borð við áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, ríkir ágreiningur og verða þau látin bíða betri tíma. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar, sem mikill ágreiningur ríkir um, verður sömuleiðis settur á ís. Veikur eins manns meirihluti stjórnarflokkanna kemur í veg fyrir að ríkisstjórnin geti keyrt mál í gegnum þingið eins og löngum hefur tíðkast. Í stað þess hafa þingmenn þurft að setjast niður og stjórnarflokkarnir þurft að sætta sig við verulegar málamiðlunartillögur stjórnarandstöðu.Ekki ríkir ágreiningur um jafnlaunavottun eftir að frumvarpið tók einhverjum breytingum svo það flýgur í gegnum þingið. „Stjórnin er ekki að þvinga neitt í gegn. Þau geta það ekki,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, starfandi þingflokksformaður Framsóknar. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá mun áfengisfrumvarpið ekki komast í gegn. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnarflokkarnir hafi ekki lagt neina áherslu á það í samningaviðræðum við stjórnarandstöðu. „Það fór út af borðinu strax. Það var útséð um að þar væri einhver sátt,“ segir Silja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir forseta Alþingis hafa lagt mikla áherslu á að klára þing á réttum tíma í stað þess að bæta við þingfundardögum. „Þá er skammur tími til stefnu. Það eru mörg stór mál sem bíða og um það voru formenn allra flokka sammála á laugardag.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórn og stjórnarandstöðu vera að læra hvor á aðra. Stjórnarflokkarnir hafi ekki getað keyrt hluti áfram með sama hætti og áður. „Það er annaðhvort meirihluti fyrir málum eða ekki. Ef það er meirihluti, þá breytir í sjálfu sér ekki hvort það er eins manns meirihluti eða ekki, en auðvitað er skynsemi fólgin í því að leita samkomulags um það sem mögulegt er. En þar sem er ágreiningur verður bara afl atkvæða að skera úr.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar. 16. maí 2017 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00
Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar. 16. maí 2017 06:00