Ljósmæður fá greidd vangoldin laun eftir 2 ára þref Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2017 16:29 Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra, sem störfuðu á Landspítalanum á því tímabili sem verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands stóðu yfir árið 2015, með þeim hætti sem gert var. Ríkinu beri að greiða ljósmæðrunum fjárhæðir sem nema hinni ólögmætu skerðingu ásamt dráttarvöxtum, auk málskostnaðar.Sjá einnig: Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalliVísir fjallaði um málið á sínum tíma. Forsaga þess er sú að að í byrjun apríl 2015 efndu 18 stéttarfélög innan Bandalags háskólamanna (BHM) til verkfallsaðgerða, þ. á m. Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ). Félagið boðaði til ótímabundins verkfalls meðal félagsmanna sinna sem störfuðu á Landspítalanum. Verkfallið hófst 7. apríl og var ætlað að standa í lotum alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga þar til samningar næðust. Samningar náðust ekki heldur samþykkti Alþingi lög á verkfallið í júní 2015 og vísaði kjaradeilunni í gerðardóm. Margar ljósmæður náðu að skila nánast fullri vinnuskyldu þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar, þ.e.a.s. vaktir þeirra bar ekki nema að hluta til upp á þá daga sem verkfallið náði til. Engu að síður ákvað ríkið að halda eftir stórum hluta af launum þeirra. „Við útreikning á launum ljósmæðra í verkfallinu var horft til mánaðarlegrar vinnuskyldu þeirra og laun sem samsvöruðu verkfallsdögunum dregin frá með tiltekinni aðferð. Þannig var ekki tekið tillit til raunverulegs vinnuframlags,“ útskýrir BHM í tilkynningu.Sjá einnig: Ríkið sýknað af kröfum LjósmæðrafélagsinsHaustið 2015 höfðaði LMFÍ mál gegn ríkinu fyrir Félagsdómi vegna málsins en dómurinn sýknaði ríkið af kröfum félagsins. Í apríl á síðasta ári stefndu síðan fimm ljósmæður, með stuðningi BHM, íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna vangoldinna launa frá þeim tíma þegar verkfallsaðgerðir félagsins stóðu yfir. Dómur var kveðinn upp í dag. „Ljóst er að niðurstaða Héraðsdóms hefur fordæmisgildi gagnvart öðrum ljósmæðrum sem sættu hliðstæðum launaskerðingum og ljósmæðurnar fimm sem höfðuðu málið. Þá mun niðurstaðan hafa fordæmisgildi gagnvart öðrum fagstéttum sem vinna vaktavinnu á Landspítala og sættu launaskerðingum líkt og ljósmæður í verkfallinu árið 2015. Bandalag háskólamanna og hlutaðeigandi stéttarfélög munu fylgja því fast eftir að félagsmenn sem brotið hefur verið á fái hlut sinn leiðréttan,“segir í yfirlýsingu BHM. Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Ljósmæður fá ekki greidd laun fyrir unna vinnu í verkfallinu í vor. 14. október 2015 17:47 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra, sem störfuðu á Landspítalanum á því tímabili sem verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands stóðu yfir árið 2015, með þeim hætti sem gert var. Ríkinu beri að greiða ljósmæðrunum fjárhæðir sem nema hinni ólögmætu skerðingu ásamt dráttarvöxtum, auk málskostnaðar.Sjá einnig: Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalliVísir fjallaði um málið á sínum tíma. Forsaga þess er sú að að í byrjun apríl 2015 efndu 18 stéttarfélög innan Bandalags háskólamanna (BHM) til verkfallsaðgerða, þ. á m. Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ). Félagið boðaði til ótímabundins verkfalls meðal félagsmanna sinna sem störfuðu á Landspítalanum. Verkfallið hófst 7. apríl og var ætlað að standa í lotum alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga þar til samningar næðust. Samningar náðust ekki heldur samþykkti Alþingi lög á verkfallið í júní 2015 og vísaði kjaradeilunni í gerðardóm. Margar ljósmæður náðu að skila nánast fullri vinnuskyldu þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar, þ.e.a.s. vaktir þeirra bar ekki nema að hluta til upp á þá daga sem verkfallið náði til. Engu að síður ákvað ríkið að halda eftir stórum hluta af launum þeirra. „Við útreikning á launum ljósmæðra í verkfallinu var horft til mánaðarlegrar vinnuskyldu þeirra og laun sem samsvöruðu verkfallsdögunum dregin frá með tiltekinni aðferð. Þannig var ekki tekið tillit til raunverulegs vinnuframlags,“ útskýrir BHM í tilkynningu.Sjá einnig: Ríkið sýknað af kröfum LjósmæðrafélagsinsHaustið 2015 höfðaði LMFÍ mál gegn ríkinu fyrir Félagsdómi vegna málsins en dómurinn sýknaði ríkið af kröfum félagsins. Í apríl á síðasta ári stefndu síðan fimm ljósmæður, með stuðningi BHM, íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna vangoldinna launa frá þeim tíma þegar verkfallsaðgerðir félagsins stóðu yfir. Dómur var kveðinn upp í dag. „Ljóst er að niðurstaða Héraðsdóms hefur fordæmisgildi gagnvart öðrum ljósmæðrum sem sættu hliðstæðum launaskerðingum og ljósmæðurnar fimm sem höfðuðu málið. Þá mun niðurstaðan hafa fordæmisgildi gagnvart öðrum fagstéttum sem vinna vaktavinnu á Landspítala og sættu launaskerðingum líkt og ljósmæður í verkfallinu árið 2015. Bandalag háskólamanna og hlutaðeigandi stéttarfélög munu fylgja því fast eftir að félagsmenn sem brotið hefur verið á fái hlut sinn leiðréttan,“segir í yfirlýsingu BHM.
Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Ljósmæður fá ekki greidd laun fyrir unna vinnu í verkfallinu í vor. 14. október 2015 17:47 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45
Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Ljósmæður fá ekki greidd laun fyrir unna vinnu í verkfallinu í vor. 14. október 2015 17:47