Ljósmæður fá greidd vangoldin laun eftir 2 ára þref Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2017 16:29 Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra, sem störfuðu á Landspítalanum á því tímabili sem verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands stóðu yfir árið 2015, með þeim hætti sem gert var. Ríkinu beri að greiða ljósmæðrunum fjárhæðir sem nema hinni ólögmætu skerðingu ásamt dráttarvöxtum, auk málskostnaðar.Sjá einnig: Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalliVísir fjallaði um málið á sínum tíma. Forsaga þess er sú að að í byrjun apríl 2015 efndu 18 stéttarfélög innan Bandalags háskólamanna (BHM) til verkfallsaðgerða, þ. á m. Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ). Félagið boðaði til ótímabundins verkfalls meðal félagsmanna sinna sem störfuðu á Landspítalanum. Verkfallið hófst 7. apríl og var ætlað að standa í lotum alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga þar til samningar næðust. Samningar náðust ekki heldur samþykkti Alþingi lög á verkfallið í júní 2015 og vísaði kjaradeilunni í gerðardóm. Margar ljósmæður náðu að skila nánast fullri vinnuskyldu þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar, þ.e.a.s. vaktir þeirra bar ekki nema að hluta til upp á þá daga sem verkfallið náði til. Engu að síður ákvað ríkið að halda eftir stórum hluta af launum þeirra. „Við útreikning á launum ljósmæðra í verkfallinu var horft til mánaðarlegrar vinnuskyldu þeirra og laun sem samsvöruðu verkfallsdögunum dregin frá með tiltekinni aðferð. Þannig var ekki tekið tillit til raunverulegs vinnuframlags,“ útskýrir BHM í tilkynningu.Sjá einnig: Ríkið sýknað af kröfum LjósmæðrafélagsinsHaustið 2015 höfðaði LMFÍ mál gegn ríkinu fyrir Félagsdómi vegna málsins en dómurinn sýknaði ríkið af kröfum félagsins. Í apríl á síðasta ári stefndu síðan fimm ljósmæður, með stuðningi BHM, íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna vangoldinna launa frá þeim tíma þegar verkfallsaðgerðir félagsins stóðu yfir. Dómur var kveðinn upp í dag. „Ljóst er að niðurstaða Héraðsdóms hefur fordæmisgildi gagnvart öðrum ljósmæðrum sem sættu hliðstæðum launaskerðingum og ljósmæðurnar fimm sem höfðuðu málið. Þá mun niðurstaðan hafa fordæmisgildi gagnvart öðrum fagstéttum sem vinna vaktavinnu á Landspítala og sættu launaskerðingum líkt og ljósmæður í verkfallinu árið 2015. Bandalag háskólamanna og hlutaðeigandi stéttarfélög munu fylgja því fast eftir að félagsmenn sem brotið hefur verið á fái hlut sinn leiðréttan,“segir í yfirlýsingu BHM. Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Ljósmæður fá ekki greidd laun fyrir unna vinnu í verkfallinu í vor. 14. október 2015 17:47 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra, sem störfuðu á Landspítalanum á því tímabili sem verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands stóðu yfir árið 2015, með þeim hætti sem gert var. Ríkinu beri að greiða ljósmæðrunum fjárhæðir sem nema hinni ólögmætu skerðingu ásamt dráttarvöxtum, auk málskostnaðar.Sjá einnig: Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalliVísir fjallaði um málið á sínum tíma. Forsaga þess er sú að að í byrjun apríl 2015 efndu 18 stéttarfélög innan Bandalags háskólamanna (BHM) til verkfallsaðgerða, þ. á m. Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ). Félagið boðaði til ótímabundins verkfalls meðal félagsmanna sinna sem störfuðu á Landspítalanum. Verkfallið hófst 7. apríl og var ætlað að standa í lotum alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga þar til samningar næðust. Samningar náðust ekki heldur samþykkti Alþingi lög á verkfallið í júní 2015 og vísaði kjaradeilunni í gerðardóm. Margar ljósmæður náðu að skila nánast fullri vinnuskyldu þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar, þ.e.a.s. vaktir þeirra bar ekki nema að hluta til upp á þá daga sem verkfallið náði til. Engu að síður ákvað ríkið að halda eftir stórum hluta af launum þeirra. „Við útreikning á launum ljósmæðra í verkfallinu var horft til mánaðarlegrar vinnuskyldu þeirra og laun sem samsvöruðu verkfallsdögunum dregin frá með tiltekinni aðferð. Þannig var ekki tekið tillit til raunverulegs vinnuframlags,“ útskýrir BHM í tilkynningu.Sjá einnig: Ríkið sýknað af kröfum LjósmæðrafélagsinsHaustið 2015 höfðaði LMFÍ mál gegn ríkinu fyrir Félagsdómi vegna málsins en dómurinn sýknaði ríkið af kröfum félagsins. Í apríl á síðasta ári stefndu síðan fimm ljósmæður, með stuðningi BHM, íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna vangoldinna launa frá þeim tíma þegar verkfallsaðgerðir félagsins stóðu yfir. Dómur var kveðinn upp í dag. „Ljóst er að niðurstaða Héraðsdóms hefur fordæmisgildi gagnvart öðrum ljósmæðrum sem sættu hliðstæðum launaskerðingum og ljósmæðurnar fimm sem höfðuðu málið. Þá mun niðurstaðan hafa fordæmisgildi gagnvart öðrum fagstéttum sem vinna vaktavinnu á Landspítala og sættu launaskerðingum líkt og ljósmæður í verkfallinu árið 2015. Bandalag háskólamanna og hlutaðeigandi stéttarfélög munu fylgja því fast eftir að félagsmenn sem brotið hefur verið á fái hlut sinn leiðréttan,“segir í yfirlýsingu BHM.
Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Ljósmæður fá ekki greidd laun fyrir unna vinnu í verkfallinu í vor. 14. október 2015 17:47 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45
Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Ljósmæður fá ekki greidd laun fyrir unna vinnu í verkfallinu í vor. 14. október 2015 17:47