Lífið

Hvar er best að búa? Kötturinn kúkaði á snapchatdrottninguna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín Edda hefur slegið í gegn á Snapchat.
Katrín Edda hefur slegið í gegn á Snapchat.
Það gengur á ýmsu í lífi kattareigandans, snapparans og vélaverkfræðingsins Katrínar Eddu Þorsteinsdóttur, sem heimsótt er í þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? Að þessu sinni fara Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður til Stuttgart til að fylgjast með tveimur dögum í lífi ungrar íslenskrar konu sem er að fóta sig á vinnumarkaði í Þýskalandi.Míó, litli kettlingurinn hennar, er veikur og áður en Katrín Edda og Ulysses sambýlismaður hennar ná að koma honum til dýralæknis kúkar hann á þau bæði.En hvernig ætli sé að vera ung íslensk kona, nýskriðin úr námi, að fóta sig í karlaveröld verkfræðinganna hjá þýska stórfyrirtækinu Bosch? Það tekur á taugarnar, segir Katrín Edda sem er einn vinsælasti snappari landsins með þúsundir fylgjenda. Katrín er afar sátt í Þýskalandi en finnst þó ýmislegt gagnrýnivert, ekki síst viðhorf Þjóðverja til kvenna sem vinna við það sem áður voru hefðbundin karlastörf.Katrín Edda er meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í nýrri þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja Íslendinga sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum.Fjórði og síðasti þátturinn núna í vor verður sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 20:05. Seinni hluti þáttaraðarinnar verður á dagskrá Stöðvar 2 í haust.Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.