Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Íslendingum þvert um geð Sveinn Arnarsson skrifar 24. maí 2017 08:34 Íslendingar vilja frekar sjá ríkið reka heilbrigðisstofnanir heldur en einkaaðila ef marka má rannsókn prófessors við Háskóla Íslands. grafík/fréttablaðið Þrátt fyrir þróun íslensks heilbrigðiskerfis í átt að einkarekstri síðustu ár hefur skoðun Íslendinga á slíku þróast í þveröfuga átt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við HÍ. Frá aldamótum hefur einkarekstur í heilbrigðiskerfinu aukist, en æ fleiri landsmenn vilja að heilbrigðisþjónusta sé alfarið rekin af hinu opinbera. „Það er hægt að draga þá ályktun að landsmenn hafi aðra sýn en stjórnvöld þegar kemur að þessum málaflokki,“ segir Rúnar. „Yfirgnæfandi meirihluti vill að hið opinbera leggi meira til heilbrigðisþjónustu og leggur ríkari áherslu en áður á opinberan rekstur. Hið gagnstæða hefur átt sér stað síðustu ár.“ Árið 2006 sögðu 80,7 prósent landsmanna að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka sjúkrahús. Hlutfallið nú er 86 prósent. Sama þróun er uppi á teningnum þegar spurt er um heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili. Þegar einstaklingar voru spurðir hvort þeir vildu að hið opinbera verði meira fé til heilbrigðismála voru 91,9 prósent Íslendinga sammála, aukning um rúm tíu prósentustig frá 2006. Stuðningur við opinberan rekstur sjúkrahúsa var heldur minni meðal karla, hátekjufólks og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks en annarra hópa. Ekki var marktækur munur á stuðningi við opinberan rekstur sjúkrahúsa eftir aldri, búsetu, menntun eða starfsstétt. Könnunin var gerð frá 16. mars til 3. maí. Úrtakið var 1.733 einstaklingar 18 ára og eldri. Lagskipt tilviljunarúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls svöruðu 1.120, eða 65 prósent. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Þrátt fyrir þróun íslensks heilbrigðiskerfis í átt að einkarekstri síðustu ár hefur skoðun Íslendinga á slíku þróast í þveröfuga átt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við HÍ. Frá aldamótum hefur einkarekstur í heilbrigðiskerfinu aukist, en æ fleiri landsmenn vilja að heilbrigðisþjónusta sé alfarið rekin af hinu opinbera. „Það er hægt að draga þá ályktun að landsmenn hafi aðra sýn en stjórnvöld þegar kemur að þessum málaflokki,“ segir Rúnar. „Yfirgnæfandi meirihluti vill að hið opinbera leggi meira til heilbrigðisþjónustu og leggur ríkari áherslu en áður á opinberan rekstur. Hið gagnstæða hefur átt sér stað síðustu ár.“ Árið 2006 sögðu 80,7 prósent landsmanna að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka sjúkrahús. Hlutfallið nú er 86 prósent. Sama þróun er uppi á teningnum þegar spurt er um heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili. Þegar einstaklingar voru spurðir hvort þeir vildu að hið opinbera verði meira fé til heilbrigðismála voru 91,9 prósent Íslendinga sammála, aukning um rúm tíu prósentustig frá 2006. Stuðningur við opinberan rekstur sjúkrahúsa var heldur minni meðal karla, hátekjufólks og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks en annarra hópa. Ekki var marktækur munur á stuðningi við opinberan rekstur sjúkrahúsa eftir aldri, búsetu, menntun eða starfsstétt. Könnunin var gerð frá 16. mars til 3. maí. Úrtakið var 1.733 einstaklingar 18 ára og eldri. Lagskipt tilviljunarúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls svöruðu 1.120, eða 65 prósent.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira