Skólabókasöfn hafa ekki notið átaks um eflingu læsis Sveinn Arnarsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Börnum er mismunað eftir búsetu að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Aðgengi að nýjum bókum eykur lestur. nordicphotos/Getty Átak menntamálaráðherra til að auka læsi barna hefur ekki skilað sér þangað sem það ætti að gera, að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Dósent við Háskólann á Akureyri segir mikilvægt að halda nýjum bókum að börnum til að efla læsi þeirra. Heiða Rúnarsdóttir, formaður Félags fagfólks á skólabókasöfnum, segir mörg skólabókasöfn svelta. Fjármagn sé af skornum skammti til bókakaupa sem er hornsteinn í því að fá börn til að lesa bækur. „Það er ekkert lágmark á fjármagni sem veitt er til bókasafna skólanna heldur er þetta sett í hendur skólastjórnenda hvers skóla. Ef skólabókasöfn eru heppin fá þau fjármagn en til eru dæmi um að bókasöfn fái ekkert fjármagn til að kaupa nýjar bækur,“ segir Heiða.Brynhildur ÞórarinsdóttirÞannig verður það að ekki sitja nemendur allra skóla við sama borð. Einnig getur verið mikill munur á útgjöldum til bókakaupa innan sveitarfélaga og fer því eftir skólahverfum hvort bókasöfn eigi nýja titla fyrir börn eða ekki. „Það eru nýjustu bækurnar sem börnin vilja lesa. Bækurnar sem verið er að tala um og gefa út, til að mynda í tengslum við kvikmyndir. Við byggjum ekkert á gömlum kosti,“ segir Heiða. „Ef við viljum fá börn til að lesa meira þurfum við að gefa þeim betri aðgang að bókum. Það þarf að koma þeim á bragðið, veita þeim aðgang að heimi sem þau sogast inn í,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. „Maður kemur þeim ekki á bragðið með hálftómum skólabókasöfnum. Við þurfum nýjar og spennandi barnabækur innan seilingar. Það er margsannað að uppeldi innan um bækur, að sjá fullorðna, jafnaldra eða eldri börn lesa, það eykur áhuga á lestri og eykur lestur barna.“ Á síðasta kjörtímabili hóf Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, herferð til að efla læsi í skólum. Settir voru milljónatugir í verkefnið. Heiða segir skólasöfnin hafa algjörlega verið skilin út undan í þeirri herferð. „Nei, það átak hefur ekkert auðveldað okkur að kaupa bækur. Við finnum ekki fyrir stuðningi til að efla læsi. Einnig má velta fyrir sér að Reykjavíkurborg er bókmenntaborg UNESCO en á sama tíma hefur ekkert gerst með að auðvelda aðgengi okkar að nýjum bókum.“ Frá 1. janúar 2014 til loka árs 2015 hafði ráðuneyti menntamála samtals greitt um 25 milljónir króna vegna verkefnis um læsi. Meirihluti þess fjár fór til ráðgjafarfyrirtækja og umboðsskrifstofunnar Prime vegna lags sem Ingólfur Þórarinsson söng á hringferð um landið.Lagið má heyra hér að neðan.Skipting milljónanna 25LC ráðgjöf 11,6 milljónir kr. Maryanna Wolf 731 þúsund kr. Umboðsskrifstofan Prime 5 milljónir kr. Árnasynir slf. 7,4 milljónir kr. Uppfært klukkan 14:37Í fyrri útgáfu fréttarinnar var umboðsskrifstofan Prime kölluð Promo. Beðist er velvirðingar á þessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Átak menntamálaráðherra til að auka læsi barna hefur ekki skilað sér þangað sem það ætti að gera, að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Dósent við Háskólann á Akureyri segir mikilvægt að halda nýjum bókum að börnum til að efla læsi þeirra. Heiða Rúnarsdóttir, formaður Félags fagfólks á skólabókasöfnum, segir mörg skólabókasöfn svelta. Fjármagn sé af skornum skammti til bókakaupa sem er hornsteinn í því að fá börn til að lesa bækur. „Það er ekkert lágmark á fjármagni sem veitt er til bókasafna skólanna heldur er þetta sett í hendur skólastjórnenda hvers skóla. Ef skólabókasöfn eru heppin fá þau fjármagn en til eru dæmi um að bókasöfn fái ekkert fjármagn til að kaupa nýjar bækur,“ segir Heiða.Brynhildur ÞórarinsdóttirÞannig verður það að ekki sitja nemendur allra skóla við sama borð. Einnig getur verið mikill munur á útgjöldum til bókakaupa innan sveitarfélaga og fer því eftir skólahverfum hvort bókasöfn eigi nýja titla fyrir börn eða ekki. „Það eru nýjustu bækurnar sem börnin vilja lesa. Bækurnar sem verið er að tala um og gefa út, til að mynda í tengslum við kvikmyndir. Við byggjum ekkert á gömlum kosti,“ segir Heiða. „Ef við viljum fá börn til að lesa meira þurfum við að gefa þeim betri aðgang að bókum. Það þarf að koma þeim á bragðið, veita þeim aðgang að heimi sem þau sogast inn í,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. „Maður kemur þeim ekki á bragðið með hálftómum skólabókasöfnum. Við þurfum nýjar og spennandi barnabækur innan seilingar. Það er margsannað að uppeldi innan um bækur, að sjá fullorðna, jafnaldra eða eldri börn lesa, það eykur áhuga á lestri og eykur lestur barna.“ Á síðasta kjörtímabili hóf Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, herferð til að efla læsi í skólum. Settir voru milljónatugir í verkefnið. Heiða segir skólasöfnin hafa algjörlega verið skilin út undan í þeirri herferð. „Nei, það átak hefur ekkert auðveldað okkur að kaupa bækur. Við finnum ekki fyrir stuðningi til að efla læsi. Einnig má velta fyrir sér að Reykjavíkurborg er bókmenntaborg UNESCO en á sama tíma hefur ekkert gerst með að auðvelda aðgengi okkar að nýjum bókum.“ Frá 1. janúar 2014 til loka árs 2015 hafði ráðuneyti menntamála samtals greitt um 25 milljónir króna vegna verkefnis um læsi. Meirihluti þess fjár fór til ráðgjafarfyrirtækja og umboðsskrifstofunnar Prime vegna lags sem Ingólfur Þórarinsson söng á hringferð um landið.Lagið má heyra hér að neðan.Skipting milljónanna 25LC ráðgjöf 11,6 milljónir kr. Maryanna Wolf 731 þúsund kr. Umboðsskrifstofan Prime 5 milljónir kr. Árnasynir slf. 7,4 milljónir kr. Uppfært klukkan 14:37Í fyrri útgáfu fréttarinnar var umboðsskrifstofan Prime kölluð Promo. Beðist er velvirðingar á þessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira