Innlent

Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu

Snærós Sindradóttir skrifar
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi hins grunaða, við fyrirtöku málsins í gær.
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi hins grunaða, við fyrirtöku málsins í gær. vísir/anton brink
Verjandi Thomasar Møller Olsen, skipverja af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, kemur til með að reyna að færa sönnur á hvort Thomas hafi verið líkamlega fær um að bana Birnu laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing.

Allt stefndi í að aðalmeðferð í málinu færi fram í júní en fyrirspurnirnar gætu orðið til þess að seinka þurfi aðalmeðferðinni fram yfir sumarfrí dómstólanna.

Thomas er ákærður fyrir manndráp og fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning. Hann á yfir höfði sér rúmlega sextán ára fangelsi.

Lögregla og ákæruvald telja sig hafa nokkuð sterkt mál í höndunum gegn hinum grunaða. Ljóst er af lífsýnum að Birnu voru veittir alvarlegir áverkar um borð í rauða Kia Rio bílnum sem hann hafði til umráða.

Þá hefur Thomas viðurkennt að hafa hitt Birnu og kysst hana. Hann neitar enn allri sök um að hafa banað henni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×