Hjón dæmd til að selja íbúð sína í Grafarvogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2017 14:59 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Pjetur Hjónum í Grafarvogi hefur verið gert að selja úbúð sína á 34 milljónir króna og afhenda hana sem fyrst, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Töldu þau sig geta rift kauptilboði sem þau höfðu samþykkt, vegna hugsanlegra vanefnda kaupenda. Settu þau íbúð sína í Grafarvogi á sölu í maí á síðasta ári og fengu tilboð í hana upp á 32,5 milljónir króna. Gerðu þau gagntilboð upp á 34 milljónir króna sem var samþykkt. Tilboðin voru samþykkt með fyrirvara um að kaupendur stæðust greiðslumat innan fimmtán daga virkra daga, sem þau og gerðu. Söluyfirliti íbúðarinnar fylgdi yfirlýsing frá húsfélaginu um væntanlegar framkvæmdir á húsinu og innistæðu húsfélagsins fyrir þeim. Afhenda átti íbúðina 1. september á síðasta ári.Töldu yfirlýsingu frá húsfélagi ranga Kaupendunum varð þó þess áskynja skömmu eftir að gagntilboðið var samþykkt að líklega væri umrædd yfirlýsing húsfélagsins röng. Óskuðu kaupendurnur eftir nýrri yfirlýsingu. Töldu kaupendurnir líklegt að aukinn kostnaður myndi falla á þá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og vildu þau því fá upplýsingar um hvort og þá hvernig seljendur myndu koma til móts við þau vegna þess. Ekki var brugðist við þeirri beiðni. Boðað var til undirritunar kaupsamnings í júlí síðastliðnum og óskuðu kaupendur eftir því að fyrri yfirlýsing húsfélagsins myndi standa. Var þó tekið fram að þau teldu að hægt væri að leysa þennan ágreining á farsælan hátt. Lögmaður fasteignasölunnar sem annaðist söluna lét kaupendur hins vegar vita að ekki yrði af sölunni nema þau myndu samþykkja hina nýju yfirlýsingu. Sama dag fengu þau tölvupóst um að seljendur hefðu hætt við söluna vegna þess að þau höfðu ekki fengið afgerandi svar um hvort kaupendur myndu selja seinni húsfélagsyfirlýsinguna. Við þetta gátu kaupendur ekki sætt sig og töldu að kaupsamningurinn væri bindandi þar sem skriflegt tilboð hafði verið samþykkt. Seljendur töldu aftur að móti að sér væri heimilt að rifta kaupsamningnum, ekki væri rétt að undirrita kaupsamning sem væri byggður á röngum upplýsingum í söluyfirliti.Taldi ástæðu riftunar vera þá að seljendur vildu ekki raska heimilislífinu Dómari féllst ekki á þessa röksemd seljenda. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að þeim hafi ekki verið heimilt að rifta kaupsamningnum. Þar kemur einnig fram að háttsemi þeirra bendi eindregið til þess að þau hafi hafi einfaldlega talið sig geta hætt við að selja íbúð sína. Þar kemur einnig fram að fenginn hafi verið lögmaður til þess að miðla málum. Í vitnisburði hans fyrir dómi kom fram að ástæða þess að seljendurnir hættu við að selja hafi verið sú að farið var að nálgast skóla hjá börnum þeirra og sala undir haust hefði þýtt röskun fyrir heimilislífið. Svipaða sögu sagði fasteignasali fyrir dómi sem sagði að seljendurnir hafi ekki viljað segja börnum sínum frá sölu eignarinnar. Var hjónunum gert að afhenda kaupendunum fasteignina sem um ræðir eins fljótt og auðið er, aflétta öllum veðskuldum af eigninni og gefa út afsal fyrir henni til kaupenda, allt gegn greiðslu 34 milljóna króna. Þá þurfa þau einnig að greiða kaupendunum 850 þúsund krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hér. Dómsmál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Hjónum í Grafarvogi hefur verið gert að selja úbúð sína á 34 milljónir króna og afhenda hana sem fyrst, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Töldu þau sig geta rift kauptilboði sem þau höfðu samþykkt, vegna hugsanlegra vanefnda kaupenda. Settu þau íbúð sína í Grafarvogi á sölu í maí á síðasta ári og fengu tilboð í hana upp á 32,5 milljónir króna. Gerðu þau gagntilboð upp á 34 milljónir króna sem var samþykkt. Tilboðin voru samþykkt með fyrirvara um að kaupendur stæðust greiðslumat innan fimmtán daga virkra daga, sem þau og gerðu. Söluyfirliti íbúðarinnar fylgdi yfirlýsing frá húsfélaginu um væntanlegar framkvæmdir á húsinu og innistæðu húsfélagsins fyrir þeim. Afhenda átti íbúðina 1. september á síðasta ári.Töldu yfirlýsingu frá húsfélagi ranga Kaupendunum varð þó þess áskynja skömmu eftir að gagntilboðið var samþykkt að líklega væri umrædd yfirlýsing húsfélagsins röng. Óskuðu kaupendurnur eftir nýrri yfirlýsingu. Töldu kaupendurnir líklegt að aukinn kostnaður myndi falla á þá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og vildu þau því fá upplýsingar um hvort og þá hvernig seljendur myndu koma til móts við þau vegna þess. Ekki var brugðist við þeirri beiðni. Boðað var til undirritunar kaupsamnings í júlí síðastliðnum og óskuðu kaupendur eftir því að fyrri yfirlýsing húsfélagsins myndi standa. Var þó tekið fram að þau teldu að hægt væri að leysa þennan ágreining á farsælan hátt. Lögmaður fasteignasölunnar sem annaðist söluna lét kaupendur hins vegar vita að ekki yrði af sölunni nema þau myndu samþykkja hina nýju yfirlýsingu. Sama dag fengu þau tölvupóst um að seljendur hefðu hætt við söluna vegna þess að þau höfðu ekki fengið afgerandi svar um hvort kaupendur myndu selja seinni húsfélagsyfirlýsinguna. Við þetta gátu kaupendur ekki sætt sig og töldu að kaupsamningurinn væri bindandi þar sem skriflegt tilboð hafði verið samþykkt. Seljendur töldu aftur að móti að sér væri heimilt að rifta kaupsamningnum, ekki væri rétt að undirrita kaupsamning sem væri byggður á röngum upplýsingum í söluyfirliti.Taldi ástæðu riftunar vera þá að seljendur vildu ekki raska heimilislífinu Dómari féllst ekki á þessa röksemd seljenda. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að þeim hafi ekki verið heimilt að rifta kaupsamningnum. Þar kemur einnig fram að háttsemi þeirra bendi eindregið til þess að þau hafi hafi einfaldlega talið sig geta hætt við að selja íbúð sína. Þar kemur einnig fram að fenginn hafi verið lögmaður til þess að miðla málum. Í vitnisburði hans fyrir dómi kom fram að ástæða þess að seljendurnir hættu við að selja hafi verið sú að farið var að nálgast skóla hjá börnum þeirra og sala undir haust hefði þýtt röskun fyrir heimilislífið. Svipaða sögu sagði fasteignasali fyrir dómi sem sagði að seljendurnir hafi ekki viljað segja börnum sínum frá sölu eignarinnar. Var hjónunum gert að afhenda kaupendunum fasteignina sem um ræðir eins fljótt og auðið er, aflétta öllum veðskuldum af eigninni og gefa út afsal fyrir henni til kaupenda, allt gegn greiðslu 34 milljóna króna. Þá þurfa þau einnig að greiða kaupendunum 850 þúsund krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hér.
Dómsmál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira