Vill setja reglur um tilvísanir Sveinn Arnarsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Engin leið er að hafa yfirsýn yfir vísun sérfræðilækna á sjálfa sig. LSH treystir á að læknar fari eftir siðareglum sínum. vísir/vilhelm Landspítalinn hefur enga yfirsýn yfir það hvort og þá í hvaða mæli sérfræðilæknar á LSH vísi sjúklingum til sín eða tengdra aðila á einkastofum úti í bæ. Landlæknir segir mjög mikilvægt að settar verði skýrar reglur um vinnubrögð sérfræðilækna. Rúmur helmingur sérfræðilækna á LSH vinnur einnig á einkastofum úti í bæ og því gætu myndast hagsmunaárekstrar um hvort sjúklingar fari á einkastofur eða á opinbera stofnun vegna meina sinna. Landspítali hefur ekki sett sérfræðingum á stofnuninni reglur hvað þetta varðar. Oft er um að ræða eftirfylgd sem krefst þeirrar sérhæfingar sem aðeins tilteknir læknar hafa og sinna innan og utan LSH.Birgir Jakobsson, Landlæknir. Fréttablaðið/StefánEkki hefur verið tekin afstaða til þess innan LSH hvort eigi að setja reglur um vísan sjúklinga frá stofnuninni á einkasjúkrahús. Landspítalinn vinnur nú að því markmiði að sem flestir sérfræðilæknar vinni einvörðungu á spítalanum og þurfi ekki að auka við laun sín með einkapraxís úti í bæ. „Á Landspítala gildir sú regla að fyrsta endurkoma eftir innlögn á spítalann á að vera á göngudeild hans. Þá má benda á að Landspítali vinnur nú að innleiðingu nýrrar stefnu hvað varðar nýráðningar sérfræðinga, þar sem stefnt er að því að almennt sé um fullar stöður að ræða,“ segir í svari LSH. Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að reglur um þessi mál séu til. Strangar reglur séu við lýði í nágrannalöndum okkar á meðan litlar sem engar reglur séu um þessi mál hér á landi. „Ég, eins og aðrir, heyri að þetta sé að gerast. Hins vegar á að setja strangar reglur um þetta. Reglur í Svíþjóð eru mjög einfaldar, þar sem ég þekki vel til. Þar er ekki leyfilegt að vísa sjúklingum á sjálfan sig,“ segir Birgir. „Í nágrannalöndum sumum er sérfræðingum á spítala meinað að vinna aukastörf, meira að segja í frítíma þeirra. Í Svíþjóð máttu ekki hafa aukastarf í samkeppni við ríkið, ekki skaða traust þitt og nota aukastarfið til að hagnast og það má ekki hindra þig í þínu aðalstarfi,“ bætir landlæknir við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Landspítalinn hefur enga yfirsýn yfir það hvort og þá í hvaða mæli sérfræðilæknar á LSH vísi sjúklingum til sín eða tengdra aðila á einkastofum úti í bæ. Landlæknir segir mjög mikilvægt að settar verði skýrar reglur um vinnubrögð sérfræðilækna. Rúmur helmingur sérfræðilækna á LSH vinnur einnig á einkastofum úti í bæ og því gætu myndast hagsmunaárekstrar um hvort sjúklingar fari á einkastofur eða á opinbera stofnun vegna meina sinna. Landspítali hefur ekki sett sérfræðingum á stofnuninni reglur hvað þetta varðar. Oft er um að ræða eftirfylgd sem krefst þeirrar sérhæfingar sem aðeins tilteknir læknar hafa og sinna innan og utan LSH.Birgir Jakobsson, Landlæknir. Fréttablaðið/StefánEkki hefur verið tekin afstaða til þess innan LSH hvort eigi að setja reglur um vísan sjúklinga frá stofnuninni á einkasjúkrahús. Landspítalinn vinnur nú að því markmiði að sem flestir sérfræðilæknar vinni einvörðungu á spítalanum og þurfi ekki að auka við laun sín með einkapraxís úti í bæ. „Á Landspítala gildir sú regla að fyrsta endurkoma eftir innlögn á spítalann á að vera á göngudeild hans. Þá má benda á að Landspítali vinnur nú að innleiðingu nýrrar stefnu hvað varðar nýráðningar sérfræðinga, þar sem stefnt er að því að almennt sé um fullar stöður að ræða,“ segir í svari LSH. Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að reglur um þessi mál séu til. Strangar reglur séu við lýði í nágrannalöndum okkar á meðan litlar sem engar reglur séu um þessi mál hér á landi. „Ég, eins og aðrir, heyri að þetta sé að gerast. Hins vegar á að setja strangar reglur um þetta. Reglur í Svíþjóð eru mjög einfaldar, þar sem ég þekki vel til. Þar er ekki leyfilegt að vísa sjúklingum á sjálfan sig,“ segir Birgir. „Í nágrannalöndum sumum er sérfræðingum á spítala meinað að vinna aukastörf, meira að segja í frítíma þeirra. Í Svíþjóð máttu ekki hafa aukastarf í samkeppni við ríkið, ekki skaða traust þitt og nota aukastarfið til að hagnast og það má ekki hindra þig í þínu aðalstarfi,“ bætir landlæknir við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels