Draga þurfi úr flugumferð til landsins Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2017 10:51 Ferðamenn á Þingvöllum. Ríkisstjórnin ætlar að leggja meira fé í landvörslu. Vísir/Anton Brink Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir ljóst að draga þurfi úr flugumferð til landsins í því skyni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kom fram í máli hans á ársfundi stofnunarinnar á Grand hótel í morgun. Í erindi Ólafs kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgögnum vegi þyngst á Íslandi þegar litið er fram hjá stóriðju. Fjöldi bílaleigubíla hafi þrefaldast á sama tíma og ferðamönnum hafi fjölgað um 277% frá 2011. Nú sé svo komið að einn af hverjum tíu bílum í landinu séu bílaleigubílar. Til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum væri nauðsynlegt að draga úr flugumferð til og frá landinu en 90% ferðamanna komi til Íslands með flugvélum. Í því skyni þyrfti að horfa til þess að þróa Ísland sem áfangastað til lengri dvalar en ekki sem stoppistöð, endurnýjanlegrar orku í samgöngum og vistvænnar ferðaþjónustu. Þema fundarins var loftslagsmál og lagði Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra áherslu á að ferðamennska á Íslandi yrði þróuð áfram á umhverfisvænan hátt. Stefnan væri að ferðamenn gætu ferðast um á rafrútum og bílum.Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag ákvað ríkisstjórnin að leggja 160 milljónir aukalega til landvörslu. Björt minntist á þetta í ávarpi sínu og sagði um 70% aukningu frá því að fé var bætt í málaflokkinn í fyrra. Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir ljóst að draga þurfi úr flugumferð til landsins í því skyni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kom fram í máli hans á ársfundi stofnunarinnar á Grand hótel í morgun. Í erindi Ólafs kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgögnum vegi þyngst á Íslandi þegar litið er fram hjá stóriðju. Fjöldi bílaleigubíla hafi þrefaldast á sama tíma og ferðamönnum hafi fjölgað um 277% frá 2011. Nú sé svo komið að einn af hverjum tíu bílum í landinu séu bílaleigubílar. Til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum væri nauðsynlegt að draga úr flugumferð til og frá landinu en 90% ferðamanna komi til Íslands með flugvélum. Í því skyni þyrfti að horfa til þess að þróa Ísland sem áfangastað til lengri dvalar en ekki sem stoppistöð, endurnýjanlegrar orku í samgöngum og vistvænnar ferðaþjónustu. Þema fundarins var loftslagsmál og lagði Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra áherslu á að ferðamennska á Íslandi yrði þróuð áfram á umhverfisvænan hátt. Stefnan væri að ferðamenn gætu ferðast um á rafrútum og bílum.Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag ákvað ríkisstjórnin að leggja 160 milljónir aukalega til landvörslu. Björt minntist á þetta í ávarpi sínu og sagði um 70% aukningu frá því að fé var bætt í málaflokkinn í fyrra.
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira